Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Í síðustu viku þinguðu búgreinar Bændasamtaka Íslands og ræddu framtíð búgreinanna og hvernig hana mætti bæta. Oft má gott bæta og í tilfelli skógarbænda lögðu þeir fram 10 tillögur til athugunar, til heilla fyrir vaxandi búgrein − og vitanlega betri heim. Hér verður fjallað um þrjár þessara tillagna. Þær fá sérstaka athygli fyrir þær sakir að þær skipta allar mjög miklu máli fyrir nútíð og framtíð; m a r k m i ð stjórnvalda í loftslagsmálum, sjálfbærni og uppbyggingu skógarauðlindar. Kolefnisbrúin Kolefnisbrúin hefur verið í smíðum í um hálfan áratug og allar götur með það sem meginmarkmið að þjóna bændum sem allra best. Skógarbændur hafa rætt um kolefnismál í bráðum þrjá áratugi og loksins eru í sjónmáli lausnir sem eru nægilega áreiðanlegar svo hægt sé að byggja á. Kolefnisbrúin ehf. er fyrirtæki í eigu bænda og hver sá sem er félagsmaður í BÍ og/eða félagsmaður í landshlutabundnu félagi skógarbænda er sjálfkrafa eigandi. Segja má að hlutverk Kolefnisbrúarinnar sé tvíþætt, annars vegar að þjónusta bændur sem vilja leggja loftslagsvánni lið með skógrækt og hins vegar að tengja fjárfesta við bændurna. Fjárfestar geta verið af ýmsum toga, svo sem fjárfestingasjóðir og þjónustuaðilar landbúnaðarins. Mörg brýn verkefni eru í gangi nú þegar, bæði af hálfu bænda og fjárfesta. Skógrækt er langtímaverkefni og því fyrr sem hún hefst því fyrr fer hún að gegna sínu hlutverki. Efling Kolefnisbrúarinnar er því eitt aðalverkefni skógarbænda hjá BÍ því í henni leynast fleiri tækifæri en fólk gerir sér grein fyrir. Horft fram á við Skömmu fyrir Covid gáfu Landssamtök skógareigenda (LSE) og Skógræktin út skýrsluna „Horft fram á við“. Í skýrslunni er farið yfir stöðu skógræktar í víðum skilningi þar sem höfuðáhersla er á afurðir skógarins og framtíðarhorfur. Ýmis verkefni eru í handraðanum við að koma íslensku timbri úr skógum bænda til vinnslu og á markað. Brýnt er að missa ekki sjónar á þróun nýs markaðar því með tíð og tíma getur skógarauðlindin mögulega gert Íslendinga sjálfbæra um timbur, en það er einmitt meginmarkmiðið með nytjaskógrækt. Á þingi skógarbænda var samhljómur um mikilvægi þess að þróa frekar ferlið frá hráviði til kaupanda. Skjólbelti Skjólbelti eru víða ræktuð um sveitir. Oftar en ekki koma þau til með stuðningi og skipulagningu frá Skógræktinni eða forverum hennar. Ávinningur skjólbelta er fyrst og síðast skjól fyrir fjölbreytta útiræktun, auk þess sem búpeningur nýtur góðs af skjólinu þegar það á við. Þessa daga er mikill áhugi hjá stjórnvöldum um enn meiri ræktun á ökrum og að stórefla kornrækt, ásamt væntanlega fóðurrækt, grænmetisrækt, olíuplönturækt (repja), jólatrjáarækt, ávaxtarækt og hamprækt svo lítið eitt sé nefnt. Stórefla þarf skjólbeltarækt/ skjólskógarækt ef raunverulegur vilji er til eflingar útiræktunar en að koma upp góðu skjóli tekur nokkur ár og jafnvel áratugi. Skjólbelti taka gjarnan yfir dýrmætt ræktarsvæði þar sem tún eru fyrir og skjólbeltaræktin er því ekki alltaf sjálfsögð, þó svo að þau auki uppskeru og bæti ræktunarskilyrði til lengri tíma. Jákvæð hvatning til skjólbeltaræktar er því nauðsynleg. Eftirspurn eftir íslenskum matvælum frá almenningi er til staðar svo íslensk stjórnvöld geta látið skjólbelti sig varða. Þessu vilja skógarbændur vekja máls á. Skógarbændur í BÍ Það er ýmislegt sem sameinar bændur en fátt sameinar meira en viljinn til að gera landi sínu gott og nytja skynsamlega. Skógarbændur geta hæglega miðlað reynslu sinni til annarra bænda enda er skógrækt farin að skila afurðum, bæði til yndis og hags. Bændasamtök eru samnefnari allra bænda og berjast fyrir hagsmunum bænda. Hafandi það fyrir augunum, að skógarauðlindin dafnar sem aldrei fyrr, er næg ástæða til að vinna skógræktinni hag inn í framtíðina. Deild skógarbænda, í samvinnu við landshlutabundnu skógar- bændafélögin, hefur í hyggju að efna til málþings á haustdögum. Bændasamtök Íslands sjá bjarta framtíð í landbúnaði, öllum landbúnaði. Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Orkuöryggi og raforkuöryggi eru tvær greinar á sama meiði. Hvað er forgangsorka? Orkuöryggi Notendur eiga að hafa aðgang að hvers kyns orku, rafmagni, h i t a v e i t u , annarri varma- orku, eldsneyti o.fl., þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnu- mörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Um þetta er kveðið á í orkustefnu, þjóðaröryggisstefnu og lögum. Þessu öryggi getur t.d. verið ógnað af göllum í raforkukerfinu eða slælegu viðhaldi eða úreldingu innviða, skemmdarverkum, náttúruvá eða ófriði. Mikilvægt er talið að tilteknar lágmarksbirgðir eldsneytis séu ávallt í landinu og þeim dreift á nokkra staði. Raforkuöryggi Notendur eiga að hafa aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Notendur í öllum landshlutasamtökum sveitarfélaganna hafa orðið fyrir raforkutruflunum eða tímabundum skorti á raforku á þessari öld enda raforkumál eitt helsta umræðu- og viðfangsefni samfélagsins. Raforkuöryggi varðar bæði framleiðslu og afhendingu raforkunnar, sem og spennuflökt. Afhendingaröryggi Flutnings- og dreifikerfi raforku sýnir sig að vera óöruggara en raforkuverin. Það er auðvitað stærra og útbreiddara en virkjanasvæðin og „útsettara“ en þau. Afhendingaröryggið felst í reglum, aðgerðum, tækni og endurbótum á aðstæðum og mannvirkjum sem miða að því að straumrof, spennusveiflur og hvers kyns rekstrartruflanir á raforkuflutningi verði sem allra minnstar. Skerðanleg orka Hugtakið er haft um raforku sem seld er með fyrirvara í heildsölusamningi. Það varðar mögulega skerðingu af hálfu framleiðandans, t.d. vegna framleiðslubrests og bilana í, eða skemmda á, sjálfu raflínukerfinu eða mannvirkjum þess. Orkufrek iðnfyrirtæki, heildsölufyrirtæki fjarvarmaveitna, fiskiðjur eða sundlaugar eru dæmi um aðila sem geta orðið fyrir skertri afgreiðslu raforku. Raforka seld sem skerðanleg nam rúmum 6.000 GWst (6 TWst) árin 2017 til 2021. Oft ber á að skerðanleg orka er nefnd ótrygg orka. Forgangsorka Hugtakið er haft um raforku sem seld er samkvæmt sérsamningi til orkusækinnar starfsemi og hefur forgang við afhendingu komi til orkuskerðinga. Ein ástæða þess að málmiðjur sækjast eftir slíkum samningum er sú staðreynd að langvinnt straumrof veldur miklum framleiðslutöfum og kostnaði vegna flókinnar gangsetningar framleiðslunnar að nýju. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður. Megináherslur skógarbænda Búgreinaþing sauðfjárbænda var haldið í Reykjavík 22.-23. febrúar. Aðdragandi þingsins var góður þar sem 52 tillögur lágu fyrir nefndum deildarinnar Nefnda r- starfið gekk vel og er ánægjulegt að sjá hvað þetta nýja form félagskerfisins virkar vel. Við erum öll að læra betur og betur á að funda í fjarfundabúnaði og nýtist það afar vel í öllu nefndarstarfi. Nefndirnar skiluðu vel unnum tillögum og sköpuðust um þær heilbrigðar og góðar umræður. Á þinginu voru samþykktar 33 ályktanir og eru þær nú aðgengilegar á www. bondi.is. Ég vil hvetja sauðfjárbændur til að kynna sér vel þær ályktanir sem voru samþykktar. Það er líka ánægjulegt að starfa við þær aðstæður sem nú eru uppi í félagskerfinu, góð blanda þekkingar og reynslu við áhuga og þekkingu ungu bændanna. Það er sem betur fer fullt af ungu fólki sem er tilbúið til þess að starfa í sauðfjárrækt. Fólk sem hefur áhuga á að gera sauðfjárrækt að sínu ævistarfi. Það er fátt eins mikilvægt fyrir framtíð landbúnaðar eins og kynslóðaskipti. Það er ekkert sjálfsagt að ungt fólk hasli sér völl í sauðfjárrækt eins og aðstæður greinarinnar hafa verið síðustu árin. Nagandi afkomuótti og óvissa með framhaldið. En áhuginn er til staðar, nú er verkefnið að tryggja rekstur sauðfjárbúa. Það þarf að koma búgreininni þannig fyrir að bændur geti treyst á afkomuna. Líkt og mörg undanfarin ár var nýliðun til umræðu á búgreinaþingi sauðfjárbænda. Búgreinaþingsfulltrúar voru einhuga um mikilvægi nýliðunar en telja jafnframt að sterkasti hvatinn fyrir ungt fólk til að vilja fjárfesta í greininni sé bætt rekstrarafkoma. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á þinginu. „Nýliðun í stétt sauðfjárbænda er mikilvæg svo búgreinin haldi áfram að þróast og eigi bjarta framtíð. Mikilvægasta skrefið til að auka nýliðun er að bæta rekstrarafkomu stéttarinnar. En við komandi endurskoðunarvinnu, sérstaklega á rammasamningi, verði horft til að auka stuðning við nýliða.“ Hár meðalaldur bænda á Íslandi hefur talsvert verið til umræðu að undanförnu. Hann er þó ekki eingöngu áhyggjuefni hérlendis því í Bretlandi er hann 59 ár og 67 ár í Japan svo dæmi séu tekin. Meðalaldur sauðfjárbænda á Íslandi er 63 ár að undanskildum þeim búum sem rekin eru af lögaðilum, sem eru tæp 21%. Það er þó áhugavert að benda á að meðalaldur þeirra bænda sem fá greiðslur úr sauðfjársamningi og eru með 1-300 kindur er 65 ár en þeirra sem eru með 301 eða fleiri kindur er 57 ár. Ánægjulegast af öllu er þó að meðalaldur þeirra fulltrúa sem sátu nýafstaðið búgreinaþing sauðfjárbænda var 43 ár. Því er hægt að segja með sanni að þar hafi ungt fólk í greininni markað áherslur deildarinnar fyrir komandi endurskoðun. Í 3. tbl. Bændablaðsins 2023 skrifar Svandís Svavarsdóttir grein þar sem hún kemur að afar mikilvægum punkti og ánægjulegt að finna að skilningur hennar á slæmri efnahagslegri stöðu bænda er fyrir hendi. Þar segir hún að mikilvægasta forsendan fyrir því að landbúnaður þrífist sé að koma bændum inn í sama efnahagslega veruleika og öðrum stéttum þjóðfélagsins. Undir þetta tek ég heilshugar, enda benti ég á í grein í 1. tbl. Bændablaðsins 2023 hversu illa hefur gengið að fylgja eftir d.lið 1. greinar markmiða búvörulaga þar sem segir að tryggja eigi bændum sömu kjör og öðrum stéttum þjóðfélagsins. Ég er sammála Svandísi, þetta þarf að laga. Nú er bara að finna leiðirnar. Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda. Trausti Hjálmarsson. Ungir sauðfjárbændur leggja línurnar Jóhann Gísli Jóhannsson. „Skógarbændur geta hæglega miðlað reynslu sinni til annarra bænda enda er skógrækt farin að skila afurðum, bæði til yndis og hags.” Sundlaugar eru meðal vinsælustu þjónustueininga samfélagsins en flokkast með þeim orkukaupendum sem sæta skerðanlegri raforku þegar svo ber undir. Mynd / Akureyrarbær Orkuöryggi er mikilvægt – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 4. hluti Ari Trausti Guðmundsson. FRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.