Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
Valdimar Ingi Gunnarsson fer
mikinn í Bændablaðinu þann 17.
febrúar 2023 í gagnrýni sinni á
Áhættumat erfðablöndunar og
úthlutun stjórnvalda á heimildum
til sjókvíaeldis á laxi.
V a l d i m a r
sakar meðal
annars Hafrann-
sóknas to fnun
um að ganga
erinda erlendra
fyrirtækja í þeim
tilgangi að tryggja
íslenskum full-
trúum þeirra
mikinn fjár-
hagslegan ávinning. Lokun fyrir
laxeldi í innri hluta Ísafjarðardjúps
túlkar Valdimar sem beina aðför að
hagsmunum fyrirtækja í íslenskri
meirihlutaeigu. Valdimar fullyrðir
jafnframt að áhættumatið hafi lítið
sem ekkert með náttúruvernd að gera
og að litlum veiðiám sé fórnað til þess
eins að geta veitt erlendum aðilum
eldisheimildir. Hann klykkir út með
því að vitna í umsögn þess eðlis að
með lögfestingu áhættumatsins hafi
verið gefin lagaheimild til þess að
erfðablanda íslenskan lax. Valdimar
ýjar jafnframt að því að annarleg
sjónarmið og spilling hafi ráðið för
við úthlutun eldisheimilda.
Þegar svo alvarlegar ásakanir eru
lagðar fram á opinberum vettvangi
gagnvart Hafrannsóknastofnun og
starfsmönnum hennar, verður ekki
hjá því komist að bregðast við með
einhverjum hætti.
Hlutverk Hafrannsóknastofnunar
er að styðja við verðmætasköpun í
íslenskum sjávarútvegi en stuðla gæta
jafnframt að náttúruvernd og sjálfbærni
nytjastofna. Áhættumat erfðablöndunar
var þróað til þess eins að spá fyrir um
áhættuna á erfðablöndun norskættaðs
eldislax við villta íslenska laxastofna
í ám landsins. Matið tekur ekki tillit
til annarra mögulegra umhverfisáhrifa
sjókvíaeldis, svo sem laxalúsar
eða mengunar. Matið gerir engan
greinarmun á laxeldi eftir því hvort
um innlend eða erlend fyrirtæki sé að
ræða. Við þróun spálíkans var leitað
fyrirmynda hjá nágrannaþjóðum
og matið var unnið í samstarfi við
fremstu vísindamenn heims á þessu
sviði. Við gerð áhættumatsins voru
varfærnissjónarmið höfð að leiðarljósi
þar sem náttúran var látin njóta vafans.
Ráðist var í umfangsmikla vöktun og
mótvægisaðgerðir gegn erfðablöndun.
Ákveðið var að framkvæma endurmat
á þriggja ára fresti og byggja þá
á rauntölum úr vöktun. Íslenska
áhættumatið hefur verið notað sem
fyrirmynd að áhættumati fyrir laxeldi
í Kanada. Ávirðingum Valdimars um
náttúruníð, fúsk og spillingu er því
algjörlega vísað til föðurhúsanna.
Hér fyrir neðan verður gerð
grein fyrir virkni og uppbyggingu
reiknilíkans sem Hafrannsóknastofnun
þróaði fyrir áhættumat erfðablöndunar.
Áhættumatslíkanið
Rétt er að minnast orða breska
tölfræðingsins George Box: „ All
models are wrong, but some are
useful“. Þetta á að sjálfsögðu einnig
við um áhættumat erfðablöndunar,
alla vega fyrri hluti setningarinnar.
Í þessari grein ætlum við að skýra út
hvers vegna við teljum að seinni hluti
hennar eigi einnig við.
Áhættumatið reiknar út áætlaðan
fjölda göngufiska úr sjókvíaeldi
upp í veiðiár samkvæmt gefnum
forsendum. Matið reiknar út ágengni
(e. intrusion) í einstökum ám út frá
þekktum upplýsingum um stofnstærð
í hverri á. Rauntölur frá Noregi hafa
sýnt að eldisfiskur hefur margfalt
minni æxlunarhæfni heldur en villtur
fiskur og því má reikna með því að
erfðablöndunin verði einnig margfalt
minni en ágengnin. Að mati færustu
vísindamanna á þessu sviði þarf
ágengni að vera að minnsta kosti 4%
á hverju ári áratugum saman til þess
að erfðablöndun nái að skerða hæfni
stofns árinnar. Í áhættumati frá 2020
var áætluð ágengni um og innan við
1% í 89 af þeim 92 veiðiám sem eru
í matinu og þar af var engin ágengni
áætluð í 43 ám.
Tafla 1 sýnir rauntölur um ágengni á
síðastliðnum sex árum í þær 92 veiðiár
sem nægar upplýsingar var um til að
taka með í áhættumat erfðablöndunar.
Samtals hafa 10 fiskar veiðst í þessum
ám, þar af tveir úr stroki erlendis. Þar
að auki hafa laxar gengið í smáar ár
nálægt strokstað og þá mest í frárennsli
Mjólkárvirkjunar (29 fiskar) og 9 fiskar
í aðrar ár í nágrenni strokstaðar eins
og Fífustaðadalsá og fleiri smáar ár.
Frárennsli Mjólkárvirkjunar fóstrar
ekki nytjastofn og hinar árnar ekki
heldur en líklega eru laxar í þeim hluti
af stærri stofnheild, það er hlutstofn (e.
metapopulation) sem þarf að skoða
sérstaklega. Tekinn hefur verið fjöldi
erfðasýna úr ungviði í þessum ám
(um 15 þúsund sýni) og hafa 7000
þeirra verið erfðagreind með fjöl-SNP
greiningu (SNP-60k) til að skoða það
frekar. Rétt er einnig að benda á að allir
fiskar sem skila sér upp í ferskvatn eru
notaðir í líkanið og hefur það áhrif á
líkanið við endurskoðun þar sem þeir
eru taldir með þrátt fyrir að þeir gangi
ekki upp í skráðar laxveiðiár.
Helstu reikniþættir matsins:
Matið byggir á tiltölulega einföldum
þáttum. Fyrst ber að nefna umfang
eldisins, P, sem er umfang þess
(framleiðsla) á hverjum firði fyrir sig.
Því næst er meðalhlutfall strokufiska
á hvert framleitt tonn, sem við
auðkennum sem S, og hefur eininguna
fiskar/tonn framleitt. Raunverulegar
stroktölur eru að sjálfsögðu breytilegar
á milli ára en meðaltal síðustu 10 ára í
Noregi gefur töluna 0,8 fiskar á hvert
tonn framleitt. Meðaltal síðustu 6 ára
hérlendis gefur töluna 0,5 fiskar á hvert
tonn framleitt.
Einungis hluti þeirra fiska sem
strjúka mun ganga upp í ár og það
hlutfall, auðkennt sem L, er nefnt
endurkomuhlutfall. Áætlaður
heildarfjöldi eldislaxa sem gengur í
veiðiár, E, er því: E = P × S × L (þ.e.
magn eldis í tonnum × strokhlutfall ×
endurkomuhlutfall).
Nú er áætlað endurkomuhlutfall
(L) mismunandi fyrir sjógönguseiði
(snemmstrok) og fisk sem er orðinn
nær fullvaxta (síðstrok), auk þess
sem hegðun þeirra er önnur. Strok 11
þúsund laxa úr tveimur kvíum Arnarlax
í febrúar 2018 (síðbúið strok, stórir
fiskar) var í raun ágætt álagspróf á
fyrstu útgáfu áhættumatsins. Raunin
varð sú að mun færri fiskar skiluðu
sér í veiðiár en búist var við og
endurkomuhlutfallið var því lækkað
úr 3,3% í 1,1% við endurmat árið 2020.
Eins og nú er vel kunnugt varð strok
úr sjókví við Haganes í Arnarfirði 2021
og gat Arnarlax ekki gert grein fyrir
afdrifum 81.564 laxa. Útreikningar
okkar gáfu svipaða niðurstöðu
varðandi strokfjölda. Hér var um
sjógönguseiði að ræða (snemmstrok).
Þau synda á haf út í fæðuleit og snúa
svo til baka á upprunastað eftir a.m.k
eins vetrar dvöl í sjó. Því var þetta strok
álagspróf á stuðla sem notaðir voru
fyrir snemmstrok enda fyrsta strokið
af því tagi hérlendis sem vitað var um.
Við endurmat á stuðlum fyrir
snemmstrok var notast við greiningu
á umfangsmiklum sleppitilraunum sem
norska Hafrannsóknastofnunin stóð
fyrir á árunum 2005-2008. Sú greining
leiddi í ljós að endurkoma fellur með
strokstærð eins og sýnt er á Mynd 1.
Samkvæmt gögnum frá Arnarlaxi
var meðalþyngd þeirra um 900
grömm við strok. Í fyrra veiddust
25 fiskar úr þessu stroki í ám í
Arnarfirði, meginþorrinn í frárennsli
Mjólkárvirkjunar. Það stemmir nokkuð
vel við þá 40 fiska sem vænta mátti
eftir 1 vetur í sjó. Einnig var dreifing
þeirra lítil á frekar takmörkuðu
svæði eins og matið gerði ráð fyrir.
Vert er að geta þess að í matinu var
endurkomuhlutfallið til öryggis
reiknað hærra en mynd 1 sýnir.
Samandregið má því segja að matið
hafi skilað raunhæfri niðurstöðu og sé
því gagnlegt.
Veiðiár í áhættumati
Í grein sinni í Bændablaðið þann
17. febrúar 2023 segir Valdimar
Gunnarsson eftirfarandi:
”Í áhættumati erfðablöndunar er
aðeins gert ráð fyrir að strokulax gangi
upp í fjórar veiðiár á Vestfjörðum”
Hið rétta er að 12 veiðiár á
Vestfjörðum voru teknar með í
áhættumati 2017 og 2020.
Þær eru: Fjarðarhornsá,
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi,
Ísafjarðará, Langadalsá, Hvannadalsá,
Selá í Steingrímsfirði, Staðará
í Steingrímsfirði, Víðidalsá í
Steingrímsfirði, Hrófá, Krossá í Bitru,
Víkurá og Prestbakkaá.
Í áhættumatið hafa verið teknar með
velflestar ár sem eru með skráða veiði
óháð því hve mikil veiðin hefur verið og
því að veiðibækur hafi vantað einhver
ár. Í lögum um fiskeldi 71/2008 eru
ákvæði um áhættumat erfðablöndunar.
Þar segir um áhættumatið í 16.
grein. „Markmið þessa er að koma
í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum
nytjastofnum“. Nytjastofn er stofn sem
getur gefið af sér veiði með sjálfbærum
veiðum. Vatnsfall þar sem mjög fáir
fiskar finnast getur því ekki talist
fóstra nytjastofn. Því eru ekki teknir
í áhættumatið ár þar sem finnast af
og til örfáir laxar. Þær fóstra ekki
eiginlega laxastofna og geta ekki
flokkast sem nytjastofnar.
Einnig fullyrðir hann að
„Áhættumat erfðablöndunar gerir
ráð fyrir að fórna minni laxveiðiám
og vernda þær stærri.“
Auk þess fullyrðir hann:
„Með því að gera ekki ráð fyrir litlu
veiðiánum í áhættumati erfðablöndunar
var hægt að úthluta Kjartani Ólafssyni,
stjórnarformanni Arnarlax og
fulltrúa í stefnumótunarhópunum,
nægilegum framleiðsluheimildum á
sunnanverðum Vestfjörðum.“
Þetta á ekki við rök að styðjast
því litlar ár sem á annað borð fóstra
sjálfbæran nytjastofn eru einnig
teknar með. Vegna óvissu um áhrif
á Laugardalsá og Hvannadalsá/
Langadalsá var sú ákvörðun tekin
við útgáfu áhættumats 2017 að
leggja til að ekki verði leyft eldi í
Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra
neikvæðra áhrifa á laxastofna í
Djúpinu. Þegar reynsla úr vöktun lá
fyrir var lagt til 12 þúsund tonna eldi
í Ísafjarðardjúpi.
Ragnar Jóhannesson,
rannsóknastjóri fiskeldis hjá
Hafrannsóknastofnun.
Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Veiðiá Strokulaxar Veiddir laxar Hlutfall
Rangárnar 1 9300 0,01%
Hvolsá og Staðarhólsá 1 106 0,94%
Fjarðarhornsá 1 170 0,59%
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 1 214 0,47%
Staðará í Steingrímsfirði. 1 ; 1 84 1,19%
Víðidalsá í Steingrímsfirði 1 136 0,74%
Vatnsdalsá 1 747 0,13%
Breiðdalsá 1 231 0,43%
Samtals: 10 10988 0,09%
Þar af úr eldi í öðrum löndum: 2
Úr eldi á Íslandi: 8
Tafla 1. Veiddir strokulaxar í íslenskum veiðiám. Í Staðará veiddist 1 fiskur
2018 og annar 2021.
Mynd 1. Hlutfall fiska sem veiðast í ám sem fall af stærð við strok. Á Y ás er samtala fyrir fjölda sem veiðist eftir 1 til
3 vetur í sjó. Ef gert er ráð fyrir að 83 þúsund fiskar strjúki og meðalstærð þeirra sé 900 grömm, veiðast samkvæmt
því samanlagt 77 fiskar eftir 1 til 3 vetur í sjó, þar af um 40 eftir 1 vetur.
Ragnar
Jóhannesson.
Blóðsýnataka úr laxi í tilraunastöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík.
LESENDARÝNI