Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 Náttúruhamfaratrygging: Nauðsynlegt að hafa tryggingar í lagi Í DEIGLUNNI Hulda Ragnheiður Árna­ dóttir, forstjóri Náttúruham­ faratryggingar Íslands (NTÍ), hélt erindi á búgreinaþingi þar sem hún fjallaði um tryggingar og tryggingarmál bænda. NTÍ er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. „Eitt af því versta sem ég lendi í í mínu starfi er þegar fólk tilkynnir um tjón til Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna atburða sem falla undir lögin sem um stofnunina gilda og það reynist ekki vera vátryggt fyrir því tjóni sem það hefur orðið fyrir,“ segir Hulda Ragnheiður. Skyldu- og valtryggingar Hulda Ragnheiður segir að almennt sé lítil hætta á að slíkt gerist með húseignir, þar sem þær eru allar skyldutryggðar bæði gegn bruna og náttúruhamförum. „Gagnvart innbúi og lausafé gegnir öðru máli, því þau verðmæti er ekki skylda að brunatryggja. Velji eigandinn aftur á móti að brunatryggja innbú og lausafé er skylda að greiða samhliða fyrir iðgjald sem rennur til NTÍ vegna verndar gegn tjóni af völdum náttúruhamfara. Einnig er rétt að geta þess að margar af þeim vátryggingum sem í daglegu tali nefnast landbúnaðartryggingar, innifela brunatryggingu og þar með náttúruhamfaratryggingu sem gildir gagnvart tjónum sem verða af völdum jarðskjálfta, eldgosa, snjóflóða, vatns- og sjávarflóða og skriðufalla. Reyndar er það þannig að margir vita ekki að þeir eru með gildar vátryggingar hjá NTÍ, þar sem þeir eru aldrei í beinum samskiptum við stofnunina nema þegar til tjóns kemur. Í lögum nr. 55/1992 kemur fram að það er hlutverk almennu vátryggingafélaganna að innheimta iðgjald af öllum húseignum og brunatryggðu innbúi og lausafé sem síðan er skilað til NTÍ.“ NTÍ kemur oft til sögu Fjöldi fólks áttar sig ef til vill ekki á því hversu oft NTÍ, sem áður hét Viðlagatrygging Íslands, kemur við sögu í tjónamálum um allt land. Frá árinu 1987 hafa 276 atburðir átt sér stað, flestir þeirra snerta fáa eigendur með óverulegum tjónum en sá stærsti var jarðskjálftinn í Ölfusi árið 2008 þar sem um 5.000 tjónamál komu við sögu í 19 milljarða atburði á núvirði. Á þessum 25 árum eru fjórir atburðir til viðbótar við jarðskjálftann í Ölfusi sem hafa kostað yfir hálfan milljarð að núvirði. Það eru snjóflóðin á Vestfjörðum árið 1995, jökulhlaup úr Vatnajökli árið 1996, jarðskjálfti á Suðurlandi árið 2000, og aurskriðurnar á Seyðisfirði árið 2020. „Atburðirnir sem snerta fáa en valda kannski einum aðila í dreifbýli umtalsverðu tjóni eru auðvitað stórir á mælikvarða þess sem fyrir tjóninu verður. Slíkir atburðir hafa átt sér stað um allt land og í raun er enginn landshluti undanskilinn þegar kemur að slíkum atburðum. Sum svæði eru næmari fyrir vatns- og sjávarflóðum á meðan önnur eru næmari fyrir aurskriðum og krapaflóðum. Það er því mikilvægt að huga vel að því hvernig megi fullnýta tryggingavernd gagnvart eldgosum, jarðskjálftum, snjóflóðum, vatns- og sjávarflóðum og skriðuföllum.“ Landbúnaðartrygging mismunandi milli félaga „Eins og ég nefndi hér áðan er landbúnaðartrygging mikilvæg fyrir bændur sem vilja vera vel tryggðir, bæði gagnvart náttúruhamförum og svo öðrum þeim þáttum sem eru innifaldir í þeirri tryggingu hjá almennu vátryggingafélögunum. Slík trygging er þó mismunandi eftir tryggingafélögum og ekki sjálfgefið að öll mikilvæg verðmæti séu inni í tryggingunni. Þannig eru heyrúllur til dæmis sjálfkrafa hluti af landbúnaðartryggingu hjá einu félagi á meðan nauðsynlegt er að velja þær í sérstakri upptalningu ef vilji er til þess að þær séu tryggðar hjá öðru félagi.“ Mikilvægt að skoða skilmála Hulda segist vilja nota tækifærið til að vekja athygli á því hversu mikilvægt er að skoða vel hvað er innifalið í tryggingum hjá hverju félagi og leita leiða til að allt það sem er líklegt til að geta orðið fyrir tjóni í bruna eða náttúruhamförum sé örugglega inni í tryggingunni. „Við hjá NTÍ erum stundum spurð að því hvort það sé hægt að vátryggja bíla hjá Náttúruhamfaratryggingu og svarið er að það eru nokkur ár síðan var ákveðið að veita heimild fyrir því að taka við iðgjöldum vegna bíla, en þá er það sama forsendan og með aðrar tryggingar, sem er að bíllinn sé brunatryggður. Það er ekki algengt að bílar séu brunatryggðir sérstaklega, en það er hægt að gera þessar ráðstafanir ef fólk telur sig vera í sérstaklega mikilli hættu á að lenda í þeim atburðum sem falla undir lögin um Náttúruhamfaratryggingu.“ Trygging gegn vatnsflóði og foki Að sögn Huldu áttar fólk sig heldur ekki alltaf á því að það þarf að tryggja sig sérstaklega gegn vatnsflóðum af völdum úrkomu og leysingavatns og svo hafa foktjónin líka ákveðna sérstöðu. „Því miður er nokkuð um að fólk lendi í foktjónum þar sem ekki eru fyrir hendi neinar tryggingar. Þá er algengt að leitað sé til okkar með ósk um tjónabætur, en þau tjón falla ekki undir lögin um Náttúruhamfaratryggingu.“ Þú tryggir ekki eftir á Um tryggingar gildir lögmálið um að það sé ekki hægt að tryggja eftir á. Hulda Ragnheiður ráðleggur öllum að fara vel yfir tryggingarnar sínar með góðum ráðgjafa og það áður en tjónin eiga sér stað. „Það er ekkert sem við getum gert eftir að tjón hefur átt sér stað ef ekki eru gildar tryggingar fyrir hendi.“ Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Hafið þetta í huga Í lok erindis síns á búgreinaþingi dró Hulda Ragnheiður fram fjögur atriði sem hún taldi gott að hafa í huga sem snúa að tryggingamálum bænda. 1. Fara yfir fjárhæðir í lausa­ fjártryggingum sínum og fullvissa sig um að þær séu í samræmi við verðmætin sem liggja undir. 2. Fullvissa sig um að landbúnaðar tryggingin innifeli öll þau verðmæti sem máli skipta, þar með talið heyforða og annað það sem vilji er til að hafa vátryggt. 3. Þar sem talin er mikil hætta á tjónum af völdum náttúruhamfara getur verið ástæða til að brunatryggja sérstaklega skráningarskyld ökutæki til þess að þau falli undir náttúruhamfaratryggingu hjá NTÍ. Einnig er hægt að kaupa húftryggingu á vinnuvélar (kaskó). 4. Vera með bæði foktryggingu og asahlákutryggingu hjá almennu vátryggingafélagi til að verja sig gegn algengustu veðurtjónunum. Frá árinu 1987 hafa 276 atburðir átt sér stað, flestir þeirra snerta fáa eigendur með óverulegum tjónum en sá stærsti var jarðskjálftinn í Ölfusi árið 2008. Mynd / Náttúruhamfaratryggingar Íslands Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Mynd / VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.