Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf ÍSGEM er íslenskur gagnagrunnur um efnainnihald matvæla sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) setti á stofn fyrir 40 árum. Hjá Matís er nú unnið að heildarendurskoðun hans með stuðningi Matvælasjóðs, en efnainnihald matvæla getur tekið breytingum í samræmi við breyttar framleiðsluaðferðir. Að sögn Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís, mun þeim verkþætti sem styrktur er af Matvælasjóði ljúka seinnipart þessa árs. „Verkefnið heitir Næringargögn – Lykill að lýðheilsu landsmanna og nýsköpun matvælaiðnaðarins og þar er fjallað um næringarefnin í matvælum og unnið verður að því að gera allar upplýsingarnar um þessi efni öllum aðgengilegar á sérstökum vef sem hýstur er hjá okkur á Matís. Styrkurinn gerir mögulegt að vinna vel afmarkaðar endurbætur á gagnagrunninum. Fáanleg gögn verða skráð og gerð aðgengileg, gæðakerfið verður endurbætt og vefhandbók fyrir notendur verður tekin saman,“ segir Ólafur. Næringargildi matvæla frá íslenskum landbúnaði „RALA rannsakaði í fyrsta skipti næringargildi margra matvæla frá íslenskum landbúnaði. Útbúinn var gagnagrunnur til að halda utan um niðurstöðurnar og miðla þeim. Mikið gagn var af norrænu samstarfi þegar niðurstöðurnar voru skráðar á skipulagðan hátt. Fæðudeild RALA var sameinuð Matís þegar það var stofnað árið 2007 og fylgdi þá ÍSGEM gagnagrunnurinn með. Á Matís var fljótlega ráðist í að gera næringargildi matvæla aðgengilegt á vef Matís [https://matis.is/naeringargildi- matvaela-isgem/],“ segir Ólafur. Hann segir að einhverjum gögnum hafi á undanförnum árum verið bætt við ÍSGEM úr styrkverkefnum Matís en hin seinni ár hafði ekki fengist opinbert fé til fullnægjandi uppfærslna. „Því var góð hjálp að fá eins árs styrk úr Matvælasjóði til vinnu við gagnagrunninn. Nú hafa einnig þau ánægjulegu tíðindi borist að matvælaráðuneytið muni í framhaldinu bæta vinnu við ÍSGEM gagnagrunninn í þjónustusamning sinn við Matís.“ 45 næringarefni og fjögur óæskileg Í gagnagrunninum eru birtar fáanlegar upplýsingar um 45 efni í um 1.200 fæðutegundum, meðal annars prótein, fitu, kolvetni, vatn, vítamín, steinefni og fjögur óæskileg efni; kvikasilfur, blý, kadmíum og arsen. Flest matvæli koma frá landbúnaði með einum eða öðrum hætti og er sérstök áhersla lögð á matvæli frá íslenskum landbúnaði. Ólafur segir að mikilvægt sé að næringargildi landbúnaðarafurða liggi fyrir svo matvælaframleiðendur geti veitt neytendum áreiðanlegar upplýsingar um næringargildi og hollustu. „Vöruþróun í fyrirtækjum og sölustarf innanlands og utan byggir á þessum upplýsingum. Næringarráðgjöf byggir á upplýsingum um næringargildi og ýmsir hópar sjúklinga þurfa að sníða mataræði sitt eftir innihaldi matvæla. Efnainnihald matvæla er breytingum undirorpið. Framleiðendur matvæla breyta uppskriftum sínum, samsetning fóðursins skiptir máli og umhverfisþættir geta hafa áhrif á næringarefnin. Landbúnaður á Íslandi býr við sérstök skilyrði, svo sem langan birtutíma á sumrin og svalt loftslag. Efnainnihald landbúnaðarafurða ber þess merki hvar þær eru framleiddar. Því er um að gera að draga fram það sem gerir efnainnihald íslenskra landbúnaðarafurða sérstakt. Nauðsynlegt er að réttar upplýsingar um næringarefni og óæskileg efni séu aðgengilegar til að styðja fullyrðingar um hollustu íslenskra matvæla og ímynd landsins.“ /smh ÍSGEM: Uppfærsla á gagnagrunni um efnainnihald matvæla – Mikilvægt að næringargildi landbúnaðarafurða liggi fyrir Matvælaframleiðsla íslensks landbúnaðar, en sérstök áhersla er lögð á að skrá næringargildi þeirra í ÍSGEM- grunninn. Ólafur Reykdal. Handrit: Handskrifaðar glósur landbúnaðarnema Það kennir ýmissa grasa í bókasafni Guðjóns Jenssonar í Mosfellsbæ. Hann fann á dögunum tvö handrit sem tengjast landbúnaði og vill hann nú koma þeim í réttar hendur. „Í bókasafni mínu kemur sitthvað í ljós þegar betur er að gáð. Einhvern tíma hefur fornbókasali gaukað að mér gömlum handritum sem ég kann því miður ekki að greina frá hvernig hafi komist í hans fórur. Líklega hafa þau slæðst með bókum úr dánarbúi einhvern tíma, kannski eftir einhverjum krókaleiðum. Þegar betur er að gáð þá eru að tarna tvö handrit sem tengjast búskap,“ segir Guðjón, sem titlar sig sem eldriborgara, tómstundablaðamann og leiðsögumann. HrólfurÁrnason Handrit þessi eru merkt Hrólfi Árnasyni frá Þverá sem stundaði nám á Hvanneyri haustið 1922. „Annað er fagurlega rituð stílabók sem hefur yfirskriftina Búreikningar og er 34 síður að stærð. Hitt handritið er innbundið 44, 26 og 3 síður ásamt nokkrum lausum blöðum, allt einnig mjög fagurlega rituð. Áhugaverðar eru fyrstu opnurnar: Efnahagsyfirlit skólapilts 1.10. og 1.11. 1922. Og reikningur yfir tekjur og gjöld skólapilts á Hvanneyri í október 1922. Skólapilturinn á Hvanneyri hefur greinilega verið einstaklega áhugasamur og lagt mikinn metnað í það sem hann var að fást við.“ Hrólfur var fæddur árið 1903 og lést árið 1997 á Húsavík. Með aðstoð leitarsíðu Landsbókasafns, timarit. is, fann Guðjón minningargrein um hann undirritaða af Vigfúsi B. Jónssyni, bónda og hagyrðingi á Laxamýri, sem greinilega hefur verið vel kunnugur Hrólfi. Vigfús segir m.a. í minningar- greininni: „Ungur að árum stundaði hann nám í Hvanneyrarskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Hann hafði skarpa greind og var námsmaður góður. Námið á Hvanneyri nýttist honum því vel, er hann gerðist forsjármaður búskaparins á Þverá við andlát föður síns árið 1938, en auk þessa náms var hann búinn góðu fararnesti úr foreldrahúsum, sem vel reyndist á lífsins leið ... í eðli sínu var hann maður félagslyndur og naut sín vel innan um fólk, en skyldurækni hans við heimili sitt og búannir ollu því, að hann blandaði sér minna í félagsmál, en hann og margir aðrir hefðu kosið. Eigi að síður var honum margs konar trúnaður falinn af sveitungum og samferðamönnum. Hann var m.a. deildarstjóri KÞ-deildar Reykjahrepps um ára raðir og gegndi því af alúð og fór ekki dult með, að samvinnumaður var hann af hugsjón. Þá var hann stjórnarformaður Garðræktarfélags Reykhverfinga í hálfa öld og segir það nokkuð um það traust, sem til hans var borið. Félag þetta bar hann mjög fyrir brjósti og vann því vel, því öll sín hlutverk tók hann alvarlega.“ Vill koma heimildinni til réttra aðila Guðjón kom við á skrifstofu Bændablaðsins og færði starfsmanni þess handritin. Hann vill koma þessum merku heimildum til réttra aðila, hvort heldur það séu afkomendur Hrólfs eða til varðveislu á safni sem heldur sérstaklega utan um heimildir sem þessar. Þeim er bent á að hafa samband við Bændablaðið. /ghp Guðjón Jensson fann þessi forláta handrit í fornbókasafninu sínu og vill nú koma þeim til réttra aðila. Myndir / ghp Handskrift Hrólfs Árnasonar var vönduð og hefur hann verið einstaklega áhugasamur og lagt mikinn metnað í það sem hann var að fást við. Í DEIGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.