Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023 LÍF&STARF Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum dýra. Þá stundar hún líka leirlist og er náttúrufræðingur fram í fingurgóma. Hún gerði sér lítið fyrir á dögunum og hafnaði í þriðja sæti í flokki smáfugla á Evrópumeistaramóti hamskera. Brynja er uppalin á Laugarvatni og í Reykjavík. Hún lærði upp- stoppun í Bretlandi frá 17–21 árs aldurs og kom þá heim um stund til að klára menntaskóla en þaðan fór hún til Ítalíu í nokkur ár. „Seinna flutti ég á Hvanneyri til að stunda meistaranám í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðar- háskóla Íslands og vann við fuglarannsóknir á þeim tíma og stoppaði upp fugla samhliða því fyrir Náttúrustofu Kópavogs og einstaklinga. Eftir útskrift rataði ég í margvísleg spennandi náttúrutengd störf. Ég var t.d. landvörður á Teigarhorni, framkvæmdastjóri UNESCO jarðvangs, vann verkefni tengd upp- byggingu Ramsarsvæðisins Andakíls í Borgarfirði og í dag vinn ég fyrir Fuglavernd við alþjóðleg samstarfsverkefni samhliða upp- stoppun og leirlist, en ég tók diplómanám í leirlist fyrir nokkrum árum,“ segir Brynja. Hún á tvö uppkomin börn sem tóku þátt í þessu ævintýri með henni en þau stunda nú háskólanám í verkfræði og iðjuþjálfun og eru bæði listræn og náttúruelskendur að sögn Brynju. Hamskerinn Brynja Brynja er hamskeri. En hvað þýðir það á mannamáli? „Uppstoppun er faggrein en það eru fremur óhefðbundnar leiðir til að læra hana og oftast bara í gegnum verknám, ef þú ert það heppinn að komast að. Á Norðurlöndunum er ákveðinn rammi utan um námið og maður þreytir próf að lokum til að geta starfað sem fagmaður og kallað sig hamskera. Í Bretlandi og víðast í Evrópu taka hamskerar þátt í mótum þar sem keppt er til verðlauna og það er einkum þannig sem menn bæta sig, læra hver af öðrum og skara fram úr í faginu. Ef þú tekur ekki þátt þá veistu ekki hversu góður þú ert í samanburði við hina,“ segir Brynja aðspurð um starfið. Hún segir að þegar hún byrjaði í uppstoppun var talað um „uppstoppara“ hérlendis. Í Bretlandi, þar sem hún var í verknámi, var þá átak í tveimur þáttum, annars vegar að hækka standardinn á uppstoppuðum dýrum úr illa uppstoppuðu í vel uppstoppað (því var náð fram með fræðslu og keppni á árlegum ráðstefnum) og svo með því að láta fremur niðrandi orð yfir fagið víkja fyrir betra heiti. „Þannig að þegar ég kem heim úr mínu námi 1996, þá nýbúin að vinna titilinn „Best of Show“ á árlegri ráðstefnu breskra hamskera, þá fannst mér kjörið að vinna undir nafninu „Brynja hamskeri“, enda þá orðin sérhæfð og fær í uppstoppun fugla á breskum mælikvarða,“ segir Brynja. Skotland Brynja byrjaði starfsmenntanám sitt í Skotlandi árið 1993, þá 17 ára. Hún varði nokkrum mánuðum í að læra af mismunandi hamskerum í Skotlandi, sem allir höfðu mismunandi sérhæfingu og svo nokkrum mánuðum í Konunglega Edinborgarsafninu og kynntist þar afburða fagmönnum og verklagi þeirra. „Stærsta hluta starfsmenntunarinnar, eða á rúmum tveimur árum, varði ég með Mike Gadd, einum mest verðlaunaða hamskera Bretlands í uppstoppun fugla á þeim tíma.“ Unnið til fjölda verðlauna Brynja hefur unnið til fjölda verðlauna í alls konar keppnum hamskera. „Þegar kemur að þessu fagi þá er það færni leiðbeinanda og vinnulag þeirra sem skiptir langmestu máli fyrir frammistöðu lærlingsins, svo auðvitað hæfileikar einstaklingsins, æfingin og áframhaldandi tilsögn frá þeim sem eru færari en maður sjálfur. Þess vegna hef ég tekið þátt í Evrópu- og heimsmeistaramótum í gegnum tíðina þar sem maður mátar sig við aðra í faginu og fær innblástur og krítík á sína vinnu. Ég hef unnið til fjölda verðlauna á þessum mótum og það hefur skipt mig miklu máli að vita að ég sé ekki á villigötum og sé að bæta mig. Ég hef líka sótt námskeið til að bæta tæknina og unnið fyrir færari hamskera og lært af þeim nýjar aðferðir, ber þá helst að nefna margfaldan heimsmeistara í uppstoppun smáfugla, hinn danska Peter Sunesen.“ Breiður hópur lífvera Brynja er næst spurð hvað sé áhugaverðast og skemmtilegast við starf hamskera. „Það er í fljótu bragði tvennt. Annars vegar það að vinna með svo breiðan hóp lífvera sem þarf að þekkja vel til að geta varðveitt hamina þannig að þeir hafi bæði safn- og fræðslugildi til framtíðar. Hins vegar er það verkfærnin. Ég er fuglaáhugamaður, en hef líka alltaf haft áhuga á verkfærum og hvers konar verkkunnáttu, nýt þess að horfa á fært fólk vinna í höndunum, þannig að ég drekk í mig allt sem ég sé á mismunandi vinnustofum og hvernig hver iðnaðarmaður/listamaður beitir sinni persónulegu aðferð við hvert atriði til að ná fram mismunandi útkomum,“ segir Brynja og bætir strax við: „Annar skemmtilegur partur er sá að það þarf að fylgjast með atferli fugla úti í náttúrunni og á góðum ljósmyndum eða myndböndum til að geta skilað ákveðnu lífi eða bliki í verkin sem ég vinn. Svo eru það þessar samkomur eins og Evrópumeistaramót þar sem maður fær innblástur, mátar sig við færni annarra og fær tilsögn til að gera betur. Allt þetta gerir þessa vinnu mjög spennandi og skemmtilega.“ Brynja segist hafa mest gaman af því að stoppa upp fugla, og helst þá mófugla, uglur, smyrla og spörfugla. Hún reynir að komast hjá því að stoppa upp veiðibráð aðra en rjúpur. Uppstoppaður auðnutittlingur Eins og fyrr sagði er Brynja nýkomin heim eftir að hafa tekið þátt í Evrópumeistaramóti hamskera, sem haldið var í þrettánda sinn, nú í Salzburg í Austurríki samhliða glæsilegri veiðisýningu. „Ég ákvað að taka þátt þetta árið, bæði vegna þess að það eru fimm ár síðan ég tók þátt síðast og ekki síður vegna þess að ég þurfti almennilegt verkefni að stefna að yfir veturinn sem endaði með utanlandsferð í skammdeginu. Ég þarf alveg smá hvatningu til að þrauka veturna hér á skerinu. Ég fór með uppstoppaðan auðnutittling og hann hlaut aðra einkunn, eða 85 stig af 100 mögulegum. Það endaði svo með því að hann var valinn þriðji besti smáfuglinn í flokki fagmanna, sem er besti árangur sem ég hef náð í Evrópumeistarakeppni. Ég er afar ánægð með þann árangur og þakka nú bara mínum kennurum fyrir kunnáttuna, og kannski mína þrautseigju fyrir að hafa ekki hætt þessu starfi eftir um 30 ár, en ég get gert betur. Þetta var nú ekki besti fugl sem ég hef gert þannig að ég verð að taka þátt aftur sem fyrst og sjá hvernig gengur þá. En ég þakka líka þeim sem gefa mér fugla sem þeir finna dauða, án þeirra væri ég ekki með góð eintök í höndunum til að vinna úr og æfa mig á. Það er meðal annars það sem mig vantar meira af, góðum eintökum sjálfdauðra smáfugla og vaðfugla fyrir næsta mót.“ Alltaf nóg að gera Brynja þarf ekki að kvarta undan verkefnaleysi hér heima þegar kemur að uppstoppun. „Slæðingur af fuglum berast alltaf til mín og oftast eru það mjög skemmtileg verkefni. Ég reyni að halda mig við uppstoppun fugla núna, þannig að þeim sem áskotnast falleg og heilleg eintök og vilja láta stoppa upp eða gefa áfram er velkomið að setja sig í samband. Þá er best að fuglinn sé settur beint í lofttæmdan poka og strax í frysti, þannig geymist hann best fyrir uppstoppun seinna meir, jafnvel í nokkur ár.“ Uglur og keldusvín Brynja segir að verkefni hamskera séu auðvitað mjög mismunandi, en á hún kannski eftir að stoppa upp draumaverkefnið? „Ég hef gert ágætis gripi, man í fljótu bragði eftir sérlega fallegu eintaki af hrafni sem fór til vinar míns í Norðfirði fyrir ekki svo löngu. Svo er alltaf gaman að stoppa upp uglur og keldusvín, þau koma vel út. Svo að sjálfsögðu eru það fuglarnir sem hafa náð langt á mótum, til að mynda hálfstálpaði lóuunginn sem ég fann á þjóðveginum við Djúpavog og fór með á Evrópumeistaramótið 2018 þar sem hann hlaut aðra einkunn.“ Leirbrennsla líka Brynja er líka í leirbrennslu og hefur mjög gaman af því starfi. „Uppstoppun er faggrein en það eru fremur óhefðbundnar leiðir til að læra hana og oftast bara í gegnum verknám, ef þú ert það heppinn að komast að,“ segir Brynja. Hér er m.a. uppstoppaður köttur á Evrópumeistaramóti hamskera í Salzburg, sem Brynja tók mynd af. Magnús Hlynur Hreiðarsson magnushlynurh@gmail.com Handverk: Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur – Brynja Davíðsdóttir vann til verðlauna á Evrópumeistaramóti hamskera Brynja Davíðsdóttir, hamskeri á Selfossi, hefur náð langt í sinni grein enda meira en nóg að gera hjá henni við að stoppa upp fugla. Hún segir að uglur séu mesta áskorunin þegar uppstoppun er annars vegar. Mynd /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.