Bændablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. mars 2023
LANDSINS MESTA
ÚRVAL AF SÁÐVÖRU
Sáðvara fyrir íslenskar aðstæður!
HERMANNI sexraða bygg
Hefur komið vel út í íslenskum tilraunum
og prófunum meðal bænda. Þolir lægra
sýrustig en mörg önnur yrki.
SMYRILL sexraða bygg
Íslenskt yrki sem gefur öruggari og betur
þroskaða uppskeru í meðalárferði.
Vetrarrepja UNICORN
Fljótsprottið blendingsyrki með
mikla vaxtargetu.
Getur gefið góðan endurvöxt.
Kynntu þér sáðvöruúrvalið í nýjum sáðvörulista
Líflands og leitaðu til sölufólks okkar með
þínar fræþarfir www.lifland.is/sadvara
Skannaðu QR kóðann með myndavélinni í símanum og skoðaðu
sáðvörulistann sem er fullur af áhugaverðum valkostum!
Rauðsmári SAIJA
Endingargóður og uppskerumikill frá
Finnlandi
Rauðsmári PEGGY
Uppskerumikið, ferlitna yrki –
forsmitað fræ
Smáratún SPRETTA
Kröftugir vallarfoxgrasstofnar ásamt
forsmituðum rauð- og hvítsmára í auknu
hlutfalli
Finnlandsblanda
Blanda með endingargóðum og uppskeru-
miklum vallarfoxgrasstofnum og RIIKKA
rýgresi
GRASFRÆBLÖNDUR SMÁRAR
GRÆNFÓÐURBYGG
NITURBINDANDI
NITURBINDANDI
NÝTT NÝTT
NÝTT
Sala og ráðgjöf
Sími 540 1100
www.lifland.is
lifland@lifland.is
Reykjavík
Lyngháls 3
Akureyri
Óseyri 1
Borgarnes
Digranesgata 6
Blönduós
Efstabraut 1
Hvolsvöllur
Ormsvöllur 5
Selfoss
Austurvegur 69
hvort tolla- og innflutningsmál geti
enn talist sameiginleg hagsmunamál
íslenskra kjötafurðastöðva og
hagsmunasamtaka bænda.
Gunnar tekur undir þau sjónarmið,
að þessi mál veki spurningar um
hvað séu sameiginlegir hagsmunir í
þessum málum. „Ég tel mikilvægt að
við eflum eftirlit með merkingum og
fáum breytingar á regluverkinu sem
skýra enn frekar hvað sé íslenskt, það
hlýtur að vera sameiginlegt verkefni.
Mér finnst einnig að afurðageirinn
hafi upplifað að mistök voru gerð
í öllu þessu máli. Mikilvægt er
að merkingar séu með sem mest
leiðbeinandi hætti fyrir neytendur.
Gunnar segir helstu áskorunina
vera varðandi sameiningu þessara
aðila í heildarsamtök, að hluti
fyrirtækjanna undir SAFL sé ekki
í eigu bænda og blandað eignarhald
sé á sumum fyrirtækjum. „Eins
og þetta er uppbyggt í DK þá er
fyrirtækjastoðin sem greiðir mest
inn til Landbrug og födervarer.
Bændur segja þar að með því gjaldi
sem fer af hverjum slátruðum grip
séu þeir að greiða gjaldið til að halda
uppi hagsmunagæslunni. Þar eru tíu
stærstu fyrirtækin, sem standa undir
80 prósenta tekna Landbrug &
födevarer, í 100 prósent eigu bænda.“
Engar hindranir í
upprunamerkingum kjötvara
Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag-
firðinga og formaður SAFL, segist
ekki sjá neinar hindranir í veginum að
sameiningunni í ein heildarsamtök.
Spurður um hvort áðurnefnd
innflutningsmál geti spillt fyrir
framþróun á þessu ferli, segist hann
ekki sjá það fyrir sér. „Allra síst að
upprunamerkingar kjötvara geri það,
úr því þú spyrð að því sérstaklega. Ef
lagaramminn er of vítt skilgreindur í
þeim efnum held ég að allir taki undir
að herða þurfi þær reglur sem um
það gilda. Það er íslenskum vörum
til framdráttar og fyrir þær erum við
öll að vinna,“ segir Sigurjón.
Hann bendir á að í alþjóða-
væðingu síðustu áratuga, þar sem
lögð hefur verið áhersla á frjálst
flæði fjármagns, vara og fólks, hefur
þróunin orðið sú að markaðssvæði
hafi stækkað gífurlega. Gleymst hafi
við upphaf alþjóðavæðingarinnar
árið 1993 að verja hagsmuni Íslands
hvað landbúnað varðar. Því hafi
önnur ríki ekki gleymt. „Þetta sést
kannski best á því að undanþágur
fyrir bændur frá samkeppnislögum
hafa gilt í fjölmörgum löndum allt
frá 1993 og í öðrum mun lengur, auk
þess sem byggðamál og landbúnaður
eru iðulega á sömu hendi erlendis.
Afleiðingin er sú að á síðustu
tveimur áratugum hefur þekking
minnkað verulega innan íslenska
stjórnkerfisins, hjá fyrirtækjum
í landbúnaði, bændum sjálfum
og almenningi á hagsmunagæslu
annarra ríkja og stuðningskerfi
þeirra í víðum skilningi og vörnum
þegar kemur að landbúnaði.
Þá hefur samkeppnisstaða
íslensks landbúnaðar versnað og
aðstöðumunur aukist til muna.“
Sameiginlegir kraftar
Sigurjón segir að sameiginlegum
kröftum BÍ og SAFL verði best
borgið saman við það verk að
snúa þessari þróun við. „Fyrir því
eru fordæmi á erlendri grundu, til
dæmis í Danmörku. Það gætir enginn
annar hagsmuna landbúnaðarins
nema þeir sem í honum starfa –
bændur sjálfir og afurðastöðvarnar.
Síðan eru önnur verkefni
sem myndu alltaf vinnast
áfram á sitt hvorum vettvangi
aðila. Innan SAFL er víðtækur
stuðningur við stofnun slíkra
sameiginlegra samtaka en öllum
aðildarfyrirtækjum verða kynntar
hugmyndirnar eins og þær voru
kynntar á búgreinaþingi, áður en
kemur að Búnaðarþingi,“ segir
Sigurjón R. Rafnsson.
FRÉTTIR
Sauðfjárbændur:
Trausti áfram formaður
Á búgreinaþingi 2023 var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð
endurkjörinn formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda
hjá Bændasamtökum Íslands.
Hann hafði einn lýst yfir framboði og fékk um 94 prósent
greiddra atkvæða. Aðrir í stjórn lýstu einnig yfir framboði
til endurkjörs; þau Ásta Fönn Flosadóttir, Höfða 1, Jóhann
Ragnarsson, Laxárdal 3, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir,
Oddsstöðum 1 og Sveinn Rúnar Ragnarsson, Akurnesi – og
voru sjálfkjörin.
Í varastjórn voru kjörin þau Sigríður Ólafsdóttir,
Víðidalstungu 1. varamaður, Hulda Brynjólfsdóttir,
Tyrfingsstöðum 2. varamaður og Ragnar Jónsson,
Halldórsstöðum 3. varamaður. /smh
Stjórn og varastjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands: Ragnar
Jónsson, Sigríður Ólafsdóttir, Hulda Brynjólfsdóttir, Jóhann Ragnarsson, Trausti Hjálmarsson,
Ásta Fönn Flosadóttir, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, og Sveinn Rúnar Ragnarsson.