Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Page 23
aS þeim hagsmunum okkar allra, að tryggð sé afkoma þjóðarinnar og hlúð
að menningu hennar.
Um leið og ég tek undir þakkir til fráfarandi stjórnar sambandsins, óska
ég nýkjörinni stjórn velfarnaðar í afar mikilvægum störfum á næstunni og
öllum þingfulltrúum farsældar og heilla. Eg bið þá jafnframt að flytja félög-
um sínum kveðjur mínar og góðar óskir.
Vigdís Finnbogadóttir.
Þriðjudaginn 25. nóvember sendi þingið svohljóðandi skeyti til Jóhönnu
Egilsdóttur í tilefni af afmæli hennar:
„34. þing Alþýðusambands íslands, samankomið á Hótel Sögu, færir þér,
Jóhanna Egilsdóttir, kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af 99 ára afmælisdegi
þínum, og þakkar þér mikil störf í þágu íslenskrar verkalýðshreyfingar.
34. þing Alþýðusambands íslands."
Þingslit
Er þingstörfum var lokið, tók nýkjörinn forseti ASI, Asmundur Stefáns-
son, til máis. Hann þakkaði þeim er nú láta af störfum í miðstjórn ASÍ og
formanni MFA þeirra störf. Sérstakar þakkir færði hann þeim Snorra Jóns-
syni og Birni Jónssyni fyrir þeirra störf. Hann bauð nýkjörna miðstjórn vel-
komna til starfa. Sagði hann að á þinginu hefðu umræður verið málefnaleg-
ar og starf þingsins gott veganesti fyrir nýkjörna miðstjórn. Sleit hann síðan
þinginu kl. 16.50.
21