Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Page 48
— Samfara tæknibreytingum, sem starfsfólk og verkalýðsfélag þess hefur
samþykkt verði starfsfólki tryggð endurmenntun á fullum launum.
6. Tölvuskermar
— Fram fari nákvæm athugun undir umsjón þess opinbera á hvern hátt
tölvuskermar hafa áhrif á manninn, andlega sem líkamlega. Sérstaklega
verði þetta skoðað þegar í hlut eiga vanfærar konur. Leiði þessi skoðun
til þess að einn tölvuskermur sé heppilegri en annar skal skylt að nota
hann.
34 þing ASÍ leggur ríka áherslu á að með samningum og/eða lagasetn-
ingu verði tryggt að sú tækniþróun, sem tölvubyltingin leiðir af sér verði
notuð til þess að bæta lífskjörin og skapa betra mannlíf. Fái atvinnurekend-
ur hins vegar einir að ráða ferðinni og verði tölvuvæðingin eingöngu notuð
til þess að þjóna atvinnurekendum munu afleiðingarnar verða m. a. stórfellt
atvinnuleysi í nær öllum stéttum, störf verða í auknum mæli einhæf og nið-
urdrepandi og atvinnuöryggi verður enn minna en það er í dag.
34. þing ASI hvetur til almennrar umræðu um þessi vandamál í verkalýðs-
félögunum og skorar á verkafólk að vera vel á verði þannig að hlutur þess
verði ekki fyrir borð borinn í þessum málum.
FRÁ FRÆÐSLU- OG MENNIMGARMÁLANEFND
Þingskjal nr. 39
Álykturt um fræöslu- og menningarmál
34. þing ASÍ ályktar að frá síðasta þingi hafi náðst mikill árangur á ýms-
um sviðum fræðslu- og menningarmála verkalýðshreyfingarinnar.
Má þar einkum nefna starfsemi MFA og samstarf þess við verkalýðsfélög-
in að fræðslumálum. Tekist hefur í þessu samstarfi að ná víðtækari áhrifum,
sem beint og óbeint hafa fært verkalýðsfélögunum aukna möguleika til sjálf-
stæðra fræðslustarfa innan eigin raða. Þannig hafa félögin í auknum mæli
tekist á hendur undirbúning og stjórnun námskeiða og öflun gagna í sam-
starfi við MFA.
Það er erfitt að meta mikilvægi þeirra verkefna, sem MFA hefur unnið
að síðustu fjögur árin, en skýrslur ársfunda MFA gefa nokkra hugmynd um
það helsta, sem í störfum þess er fólgið. Svo er einnig um þá skýrslu, sem
hér liggur fyrir.
46