Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Page 48

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Page 48
— Samfara tæknibreytingum, sem starfsfólk og verkalýðsfélag þess hefur samþykkt verði starfsfólki tryggð endurmenntun á fullum launum. 6. Tölvuskermar — Fram fari nákvæm athugun undir umsjón þess opinbera á hvern hátt tölvuskermar hafa áhrif á manninn, andlega sem líkamlega. Sérstaklega verði þetta skoðað þegar í hlut eiga vanfærar konur. Leiði þessi skoðun til þess að einn tölvuskermur sé heppilegri en annar skal skylt að nota hann. 34 þing ASÍ leggur ríka áherslu á að með samningum og/eða lagasetn- ingu verði tryggt að sú tækniþróun, sem tölvubyltingin leiðir af sér verði notuð til þess að bæta lífskjörin og skapa betra mannlíf. Fái atvinnurekend- ur hins vegar einir að ráða ferðinni og verði tölvuvæðingin eingöngu notuð til þess að þjóna atvinnurekendum munu afleiðingarnar verða m. a. stórfellt atvinnuleysi í nær öllum stéttum, störf verða í auknum mæli einhæf og nið- urdrepandi og atvinnuöryggi verður enn minna en það er í dag. 34. þing ASI hvetur til almennrar umræðu um þessi vandamál í verkalýðs- félögunum og skorar á verkafólk að vera vel á verði þannig að hlutur þess verði ekki fyrir borð borinn í þessum málum. FRÁ FRÆÐSLU- OG MENNIMGARMÁLANEFND Þingskjal nr. 39 Álykturt um fræöslu- og menningarmál 34. þing ASÍ ályktar að frá síðasta þingi hafi náðst mikill árangur á ýms- um sviðum fræðslu- og menningarmála verkalýðshreyfingarinnar. Má þar einkum nefna starfsemi MFA og samstarf þess við verkalýðsfélög- in að fræðslumálum. Tekist hefur í þessu samstarfi að ná víðtækari áhrifum, sem beint og óbeint hafa fært verkalýðsfélögunum aukna möguleika til sjálf- stæðra fræðslustarfa innan eigin raða. Þannig hafa félögin í auknum mæli tekist á hendur undirbúning og stjórnun námskeiða og öflun gagna í sam- starfi við MFA. Það er erfitt að meta mikilvægi þeirra verkefna, sem MFA hefur unnið að síðustu fjögur árin, en skýrslur ársfunda MFA gefa nokkra hugmynd um það helsta, sem í störfum þess er fólgið. Svo er einnig um þá skýrslu, sem hér liggur fyrir. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.