Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Síða 57
annars með gerð kostnaðaráætlunar. Fjármagn til verkefnisins verði tryggt
með þeim hætti, að lögð verði fram umsókn til fjárveitingavaldsins um sér-
staka fjárveitingu á fjárlögum ársins 1982, er nægi til að standa straum af
þeim kostnaði, sem framkvæmd vinnuverndarársins hefur í för með sér. Þá
skal ráða sérstakan framkvæmdastjóra og starfsmenn eftir því sem þörf þykir
og fjárráðin leyfa.
Um framkvæmd vinnuverndarársins að öðru leyti vísast til greinargerðar
með tillögunni.
Greinargerð
Veturinn 1980 efndi Sambandi byggingamanna og fræðslumiðstöð þess til
sérstakrar vinnuverndarviku. Tilgangur þess var að vekja byggingamenn til
umhugsunar um vinnuumhverfi sitt og freista þess að vinnuverndarvikan
ásamt með öðru gæti fært ástand þessara mála til betri vegar. Svo sem kunn-
ugt er hafa aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum verið með
þeim hætti á fjölmörgum vinnustöðum að ekki verður við unað. Þetta á ekki
síst við um vinnustaði í byggingariðnaði eins og dæmi sanna. Vinnuverndar-
vika byggingamanna, sem reyndar stóð í margar vikur vakti verðskuldaða
athygli og heimsóttu starfsmenn verkefnisins marga vinnustaði og stofnanir
um land allt í því skyni, að kynna og taka þátt í umræðum um vinnuvernd.
Þær góðu undirtektir, sem vinnuverndarvikan fékk, er í reynd ástæða þess
að nú á 34. þingi Alþýðusambands íslands er lagt til, að af hálfu ASÍ verði
árið 1982 helgað vinnuumhverfi verkafólks og vinnuvernd.
Hér á eftir er gerð grein fyrir þeim hugmyndum, sem flutningsmenn til-
lögunnar hafa um framkvæmd vinnuverndarársins:
Undirbúningur - Fjármögnun
Vinnuverndarárið verði undirbúið árið 1981 með skipan framkvæmda-
nefndar og ráðningu framkvæmdastjóra. Auk þess má ætla að nauðsynlegt
verði að ráða starfsfólk til einstakra þátta og tímabundið og í samræmi við
fjárráðin. Gerð verði kostnaðaráætlun og undirbúin umsókn og lögð fram,
um sérstaka fjárveitingu af fjárlögum ársins 1982.
Aðilar að framkvœmdanefnd
Eins og kemur fram í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir að ASÍ, MFA og
landssamböndin innan ASÍ skipi fulltrúa í framkvæmdanefndina. Eðlilegt
er að miðstjórn ASÍ hafi strax í ársbyrjun 1981 frumkvæði að skipan nefnd-
arinnar.
55