Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Síða 74
eyriskerfi fyrir alla landsmenn verði komið á ekki síðar en á árinu 1982.
Meginmarkmið þeirrar endurskipulagningar á að vera, að lífeyrissjóðir og
almannatryggingar veiti öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri er fylgi þróun
verðlags á hverjum tíma og að lífeyriskerfið tryggi öllu fólki á vinnumark-
aði sömu lífeyrisréttindi óháð því hjá hverjum það starfar.
í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna verði sett rammalöggjöf um starf-
semi lífeyrissjóða er miði að eftirtöldu:
— Kveðið verði á um réttindi og lágmarksskyldur lífeyrissjóða, hvað varð-
ar myndun lífeyrisréttinda, flutning réttinda milli sjóða, og ávöxtun ið-
gjalda.
— Iðgjaldsstofn verði færður nær raunverulegum tekjum en nú er til þess
að tryggja að lífeyrir verði í nánara sambandi við atvinnutekjur.
— Lífeyrir verði verðtryggður.
— Tryggt verði að lífeyriskerfið verði samfellt og lífeyrissjóðum fækkað
og þeir sameinaðir eftir því sem kostur er, þannig að lífeyrissjóðir verði
af þeirri stærð, sem tryggir hagkvæman og öruggan rekstur.
— Ellilífeyrir miðist almennt við 65 ára aldur en geti þó verið breytilegur
fyrir einstaka starfsstéttir og eftir vali hvers og eins lífeyrisþega eftir
að vissum aldri er náð.
— Lífeyrir verði sem jafnastur þannig að ákveðinn verði lágmarks og há-
marks lífeyrir.
— Þess verði gætt að jöfnuður sé á milli lífeyrisréttinda hjóna eða sambúð-
arfólks, án tillits til þess hvort aflar réttindanna.
Við setningu laga um lágmarksskyldu lífeyrissjóða verði sérstaklega hug-
að að þeim skamma réttindatíma, sem flestir lífeyrisþegar búa við í almennu
sjóðunum og öllum launamönnum með sameiginlegu átaki tryggður a. m. k.
25 ára réttindatími.
Eðlilegt er að verkalýðshreyfingin fái aðild að þeirri endurskoðun, sem
nú fer fram á almannatryggingalögunum, enda nauðsynlegt að líta á þessi
tvö kerfi sem eina deild. í þessu sambandi vill þingið benda á eftirfarandi
atriði:
— Almennur réttur til eftirlauna miðist við 65 ára aldur.
— Lögin verði gerð sveigjanlegri þannig, að hægt verði að taka eftirlaun
áður en 65 ára aldri er náð, ef um skerta starfsorku er að ræða.
72