Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 77
þessa verkefnis á einu ári yrði nánast að tvöfalda skattheimtu til sambands-
ins. Þess vegna leggur fjárhagsnefnd til að átakinu verði dreift yfir nokkurn
tíma og lagður á 15% skattauki, sem hafi ekki áhrif á skattlagningu til
Vinnudeilusjóðs, Listasafns og MFA.
Þar sem eignarhald á húsn.eði Listasafns ASÍ er eina viðfangsefni Lista-
skála alþýðu og öll starfsemi í húsnæðinu verður í höndum Listasafns ASÍ,
telur fjárhagsnefnd að einfaldast sé að leggja hlutafélagið niður og ASÍ verði
eigandi húsnæðisins. Verkefni hlutahafafunda yrðu ekki önnur en samþykkt
reikninga og þeir yrðu einfaldir þar sem gert er ráð fyrir því að Listasafn
ASÍ reki húsnæðið alfarið Listaskálanum að kostnaðarlausu.
Þar sem tillaga fjárhagsnefndar gerir ráð fyrir því að vandi Listaskálans
verði leystur á nokkrum árum er nauðsynlegt að veita miðstjórn ASÍ heim-
ild til nauðsynlegrar lántöku í þessu sambandi og freista verður þess að
semja við núverandi hluthafa um að hlutafé þeirra breytist í lán til nokkurs
tíma.
frá skipulags- og laganefnd
Þingskjal nr. 16
Endurskoðun á reglugerð
34. þing Alþýðusambands íslands, haldið í Reykjavík 24.-28. nóvember
1980, samþykkir að fela skipulagsmálanefnd og miðstjórn að láta fara fram
ítarlega endurskoðun á reglugerð um allsherjaratkvæðagreiðslu frá árinu
1949. Skal endurskoðuð reglugerð lögð fyrir sambandsstjórnarfund 1981 til
afgreiðslu.
Endurskoðunin hafi það að markmiði aðallega að tryggja betur en nú-
gildandi reglugerð gerir, lýðræðisleg réttindi félagsmanna verkalýðsfélag-
anna.
Þá verði sett í reglugerðina ákvæði um kosningar á félagsfundum.
Þingskjal nr. 45
Um skipulagsmál
Nefndin leggur til að í stað tillögu á þingskjali 17 samþykki þingið eftir-
farandi:
34. þing Alþýðusambands íslands telur það ástand, sem nú ríkir í skipu-
lagsmálum verkalýðssamtakanna, bæði hvað snertir innra skipulag Alþýðu-
sambandsins og gagnvart öðrum launþegasamtökum, með öllu óviðunandi.
75