Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 24.11.1980, Blaðsíða 78
Þingið ítrekar enn á ný þá meginstefnu, að grundvöllur skipulags sam-
bandsins skuli vera vinnustaðurinn og landssambönd, sem taki fyrir helstu
starfsgreinar.
Þingið felur skipulagsmálanefnd í samráði við miðstjórn að hafa forgöngu
um viðræður milli núverandi landssambanda innan ASÍ um nauðsynlegar
aðgerðir, sem leiði til þess að landssamböndin verði í reynd starfsgreinasam-
bönd. Þessum viðræðum skal lokið fyrir reglulegan sambandsstjórnarfund
ASI 1982 og leggi skipulagsmálanefnd fyrir þann fund greinargerð um nið-
urstöður sínar. Leiði störf nefndarinnar í ljós að nauðsyn beri, að hennar
mati, til breytinga á gildandi samþykkt um skipulagsmál, skal nefndin jafn-
framt gera tillögur um breytingu til sambandsstjórnar, sem kynnir þær að-
ildarsamtökunum og leggur síðan fyrir 35. þing Alþýðusambandsins 1984.
Ennfremur felur þingið skipulagsmálanefnd, í samráði við landssambönd-
in, félög með beinni aðild og miðstjórn, að hafa forgöngu um viðræður um
skipulagsmál við önnur launþegasamtök, og hlutaðeigandi viðsemjendur,
með það markmið í huga, að allir launþegar á samningssviði aðildarsamtaka
ASÍ séu félagsmenn í aðildarfélögum þess. Niðurstöður af þessum viðræð-
um skulu liggja fyrir eigi síðar en á sambandsstjórnarfundi 1982.
Þingskjal nr. 46
Á þingskjali 46 voru eftirfarandi tillögur sem samþykktar voru:
Um bókhaldskerfi og þjónustu:
„34. þing ASÍ samþykkir að láta vinna að gerð samræmds bókhaldskerfis
fyrir verkalýðsfélögin og sjóði þeirra.
Stefnt verði að bókhaldsþjónustu á vegum heildarsamtakanna fyrir þau
félög sem þess óska."
Um kostnað við ASÍ-þing:
„Laga- og skipulagsnefnd gerir tillögu um að skipulagsnefnd ASÍ athugi
sérsaklega og útfæri hugmyndir um að kostnaði við að sækja þing ASÍ verði
jafnað jafnt niður á alla félagsmeðlimi ASÍ."
76