Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 85

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 85
Menntamál Framsögu um menntamál höfðu Snorri S. Konráðsson og Jóhann Geirdal. Snorri ræddi um grunnskólann sem hann sagði í senn undirbúning fyrir fjöl- skyldulíf, félagslíf og atvinnulíf. Haldgóð þekking í grunngreinum yki líkurnar á að nemendur yrðu gjaldgengir í atvinnulífinu og svigrúm þeirra til að bæta við sig menntun byggðist á grunninum. Snorri lagði áherslu á að menntun mikil- vægasta fararnesti ungmenna í atvinnulífinu og haga ætti skólakerfinu sam- kvæmt því. Grunnskólinn þjónaði mikilvægu hlutverki í að efla skilning nem- endanna á samfélaginu, atvinnufyrirtækjunum og störfum sem þar væru unnin. Vinnutími og vinnuvika í grunnskólum ættu að vera samfelld, foreldrar þyrftu að hafa áhrif á starfsemi skólanna og taka þátt í stefnumótun um skólastarfið og skólarnir yrðu að gera foreldrum kleift að taka þátt í slíku samstarfi. Jóhann Geirdal ræddi um fullorðinsfræðslu. Jóhann sagði að lykillin að at- vinnustefnu ASÍ væri aukin starfsmenntun og nauðsynlegt væri að menn áttuðu sig á því að ætti starfsmenntun í skólakerfinu að takast vel yrðu stéttarfélögin að taka þátt í mótun hennar. Jafnhliða átaki í starfsmenntun, í skólakerfinu, á vinnumarkaði, fyrir vinnandi fólk og atvinnulaust, þyrfti að vera til almenn full- orðinsfræðsla sem gæfi fólki kost á að bæta sér upp það sem á vantaði í undir- búningi. Tryggja þyrfti rétt fullorðins fólks til grunnnáms með framlögum hins opinbera þannig að námsgjöld verði í lágmarki og krefjast laga um almenna full- orðinsfræðslu sem tryggðu fólki aðgang að námi við hæfi fullorðinna í almenn- um greinum. Stuðla þyrfti að því að allir gætu tekið þátt í upplýsingasamfélag- inu. Jóhann sagði að lokum að MFA hefði unnið mikið starf á sviði fullorðins- fræðslu, það væri í tengslum við félaga víða um heim, einkum þó á Norðurlönd- um, þar sem til staðar væri þekking og reynsla sem nýta ætti í þessu uppbygg- ingastarfi hérlendis. I menntanefnd ríkti einhugur um niðurstöður að sögn framsögumanna, en þeir voru við aðra umræðu: Oddur Sigurðsson, Anna Pála Víglundsdóttir, Þur- íður Sigurðardóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Brjánn Jónsson. Oddur ræddi um almenna fullorðinsfræðslu og sagði helstu breytingar nefndarinnar vera þær að MFA skyldi beita sér frekar til að styrkja stöðu þeirra sem einungis hefðu grunnmenntun að baki, stöðu nýbúa á íslenskum vinnu- markaði og tryggja hagsmuni atvinnulausra og rétt þeirra til menntunar. Loks ætti að byggja upp MFA skólann víðs vegar um landið. Anna Pála fjallaði um tillögur menntanefndar um atvinnulífið. Hún gerði grein fyrir fáeinum orðalagsbreytingum en efnisbreytingar voru engar. Þuríður flutti nefndarálit um leikskóla sem hún sagði byggjast á því að öll skólastig þyrftu að vera í samhengi, samræma ætti skólastig og tryggja öllum börnum aðgang að leikskólum. Hrafnhildur Einarsdóttir hafði framsögu um grunnskólann. Hún sagði tengsl 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.