Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 85
Menntamál
Framsögu um menntamál höfðu Snorri S. Konráðsson og Jóhann Geirdal.
Snorri ræddi um grunnskólann sem hann sagði í senn undirbúning fyrir fjöl-
skyldulíf, félagslíf og atvinnulíf. Haldgóð þekking í grunngreinum yki líkurnar
á að nemendur yrðu gjaldgengir í atvinnulífinu og svigrúm þeirra til að bæta við
sig menntun byggðist á grunninum. Snorri lagði áherslu á að menntun mikil-
vægasta fararnesti ungmenna í atvinnulífinu og haga ætti skólakerfinu sam-
kvæmt því. Grunnskólinn þjónaði mikilvægu hlutverki í að efla skilning nem-
endanna á samfélaginu, atvinnufyrirtækjunum og störfum sem þar væru unnin.
Vinnutími og vinnuvika í grunnskólum ættu að vera samfelld, foreldrar þyrftu
að hafa áhrif á starfsemi skólanna og taka þátt í stefnumótun um skólastarfið og
skólarnir yrðu að gera foreldrum kleift að taka þátt í slíku samstarfi.
Jóhann Geirdal ræddi um fullorðinsfræðslu. Jóhann sagði að lykillin að at-
vinnustefnu ASÍ væri aukin starfsmenntun og nauðsynlegt væri að menn áttuðu
sig á því að ætti starfsmenntun í skólakerfinu að takast vel yrðu stéttarfélögin að
taka þátt í mótun hennar. Jafnhliða átaki í starfsmenntun, í skólakerfinu, á
vinnumarkaði, fyrir vinnandi fólk og atvinnulaust, þyrfti að vera til almenn full-
orðinsfræðsla sem gæfi fólki kost á að bæta sér upp það sem á vantaði í undir-
búningi. Tryggja þyrfti rétt fullorðins fólks til grunnnáms með framlögum hins
opinbera þannig að námsgjöld verði í lágmarki og krefjast laga um almenna full-
orðinsfræðslu sem tryggðu fólki aðgang að námi við hæfi fullorðinna í almenn-
um greinum. Stuðla þyrfti að því að allir gætu tekið þátt í upplýsingasamfélag-
inu.
Jóhann sagði að lokum að MFA hefði unnið mikið starf á sviði fullorðins-
fræðslu, það væri í tengslum við félaga víða um heim, einkum þó á Norðurlönd-
um, þar sem til staðar væri þekking og reynsla sem nýta ætti í þessu uppbygg-
ingastarfi hérlendis.
I menntanefnd ríkti einhugur um niðurstöður að sögn framsögumanna, en
þeir voru við aðra umræðu: Oddur Sigurðsson, Anna Pála Víglundsdóttir, Þur-
íður Sigurðardóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Brjánn Jónsson.
Oddur ræddi um almenna fullorðinsfræðslu og sagði helstu breytingar
nefndarinnar vera þær að MFA skyldi beita sér frekar til að styrkja stöðu þeirra
sem einungis hefðu grunnmenntun að baki, stöðu nýbúa á íslenskum vinnu-
markaði og tryggja hagsmuni atvinnulausra og rétt þeirra til menntunar. Loks
ætti að byggja upp MFA skólann víðs vegar um landið.
Anna Pála fjallaði um tillögur menntanefndar um atvinnulífið. Hún gerði
grein fyrir fáeinum orðalagsbreytingum en efnisbreytingar voru engar.
Þuríður flutti nefndarálit um leikskóla sem hún sagði byggjast á því að öll
skólastig þyrftu að vera í samhengi, samræma ætti skólastig og tryggja öllum
börnum aðgang að leikskólum.
Hrafnhildur Einarsdóttir hafði framsögu um grunnskólann. Hún sagði tengsl
83