Ský - 01.12.2000, Qupperneq 18

Ský - 01.12.2000, Qupperneq 18
FYRST & FREMST ITATAIKIMAS! Loksins er kominn japanskur veitingastaður í Reykjavík. í raun og veru er hann nú ekki alveg af hreinræktuðum japönskum ættum því að Sticks'n'Sushi er hluti af vinsælli veitingastaðakeðju í Kaupmannahöfn. En hvað sent því líður býr stað- urinn yfir formúlu sem samanstendur af frábærum mat, stflhreinni hönnun og lif- andi þjónustu. Sticks'n'Sushi er í einu fallegasta timburhúsi bæjarins, Aðalstræti 12, en það var nýlega gert upp á smekklegan hátt, í upprunalegum stfl. Veitingastaðurinn er á tveimur hæðum; á jarðhæðinni er eldhúsið og aðstaða fyrir fólk sem bíður eftir pöntun til að taka heim og á efri hæðinni er rúmgóður veitingasalur. Hönnun staðarins er í anda naumhyggjunnar; íburðarlítil svartlökkuð borð og stólar leyfa upprunalegri fegurð hússins að skína í gegn. Sticks'n'Sushi býður upp á mjög gott úrval af sushi og sashimi og hér er að finna nýstárlegar útgáfur af þessum þjóðarréttum Japana, eins og til dæmis hráu nauta- eða lambakjöti og hrárri andarbringu. Nýjung á fslandi er yakitori, en það er kjöt, fiskur eða grænmeti sem mariner- að er í japanskri sósu og grillað á teini. Þessi matargerð gengur hér undir nafninu „sticks" og réttimir eru einstaklega bragðgóðir. Hægt er að fá samsetta matseðla með sushi og sticks og fylgir þá hin heilsu- samlega misosúpa með á undan, en sojabaunakrafturinn í henni er sagður mikil vítamínsprauta og mótefni gegn krabbameini. Drykkimir sem fara best með matnurn eru hrísgrjónavínið sake, og japönsku bjórtegundirnar Asahi, Sapporo og Kirin, sem henta vel til þess að skola niður of stórum skammti af wasabi. AMB - eða „verði þér að góðu“ á japönsku eins og sagt er á Sticks'n'Sushi Sticks'n'Sushi, Aðalstræti 12, 101 Reykjavík, opið daglega kl. 12-14 og 18-24, um helgar kl. 18-24. Sími 51 I 4440. r EKKERT KLAM Það er liðin tíð að gjaldgengar tækifæris- gjafir þurfi að koma úr Tékk-kristal. I seinni tíð hefur það færst í aukana að afmælisbörn geti átt von á því að undir glanspappír og slaufum leynist örbylgjutittlingur eða raf- stýrður sjálfsfróunarbúnaður. Aðdráttarafl langra laugardaga felst nú ekki síst í því að heimsækja eina af mörgum kynlífsbúðum Reykjavíkur og handfjatla þar óendanlegt úrval draumóravarnings. „Flingað koma konur í áttatíu prósent til- vika," upplýsir Magnús Guðgeirsson, kaup- maður í Erotica Shop sem verslar með hjálp- artæki ástarlífsins. „Karlar láta sig hafa það að koma einir og sér, en oftast koma þeir með sinni heittelskuðu og eiga þá með henni rómantíska stund þegar þau skoða saman sinn eftirlætisútbúnað." Magnús segir elskendur oftast labba út með erótísk spil eða nuddolíu- og titrarasett undir hendinni. „Svo má ekki gleyma Dolphin-kitl- aranum og Butterfly-göngutitraranum sem hjón geta skapað sér gæðastundir með." Fljá Erotica Shop er boðið upp á heimakynn- ingar þar sem úrval vinsælustu hjálpartækj- anna er kynnt og leyft er að snerta og máta. „Fólk er orðið ófeimið við að nota hjálpar- tæki og ég veit til þess að dömur hafa rölt niður Laugaveginn með göngutitrara til að gera sér gönguna ánægjulegri," segir Magn- ús blákalt. „Við seljum ekki klám hér, enda þýðir orðið klám illa gerður hlutur. Það er nokkuð sem ég hef ekki áhuga á í mínum húsum." Meðal bestu viðskiptavina verslunarinnar er fólk sem er komið af léttasta skeiði og segir Magnús að það kaupi mikið af áspennibún- aði og kynörvandi efnum. „Við bjóðum upp á kynörvandi efni sem heitir Male Factor 1000. Það er skemmst frá því að segja að það svínvirkar og selst grimmt vegna áhrifanna," segir Magnús hróðugur. Ekki eru allir sáttir við starfsemi ástarlífsbúða og halda því fram að kynlífið beri skaða vegna allra aðskotahlutanna. „Nei, það er tóm vitleysa og fáfræði enda hafa hjúkrun- ar- og kynlífsfræðingar bent á að þessi varn- ingur hjálpar fólki. Þess vegna kallast hann hjálpartæki." Eftirlæti kvenna: Egg Titrarar (perlu-, göngu- og vatnsheldir) Nuddolíur Bragðolíur Kynæsandi undirfatnaður Eftirlæti karla: Gervisköp Dúkkur Þumpur til stækkunar á getnaðarlim Rafstýrður sjálfsfróunarbúnaður Erótískar myndbandsspólur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.