Ský - 01.12.2000, Page 19

Ský - 01.12.2000, Page 19
FYRST & FREMST AÐ EILÍFU í bakhúsi við Laugaveginn er að finna sannkallaðan Aladdínshelli, búðina Aururn, en þar gefur að líta frábærlega hannaða skartgripi og fatnað eftir tvo unga og hæfi- leikaríka hönnuði. Skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skapar ntjög frumlega og fal- lega hluti hannaða úr gulli, silfri og stein- um, allt undir áhrifum íslenskrar náttúru. Guðbjörg vann verðlaun fyrir gripi sína fyrr á árinu í hönnunarkeppninni „Spirit of the North“ sem haldin var í Sankti Péturs- borg. Nútímaleg og kvenleg föt Bergþóru Guðnadóttur skapa fullkomna umgjörð um þessa fínlegu skartgripi. Hönnun Bergþóru er samsett úr hreinum, einföldum línum í jarðarlitum og hún notar náttúruleg efni eins og bómull og íslenska uil. Stöllurnar í Aurum voru nýlega í New York við opnun sýningar á norrænni hönn- un í Norræna húsinu (Scandinavian House) sem opnað var í byrjun nóvember. Skart- gripir og föt þeirra höfðu verið valin til sýningarinnar og vöktu þar mikla athygli. Sýningin stendur yfir fram í janúar en ferð- ast svo til ýmissa borga innan Bandaríkj- anna. Bergþóra og Guðbjörg eru um þessar mundir að vinna að nýju verkefni fyrir brúði hinnar nýju aldar. Saman hafa þær skapað „öðruvísi" brúðarlínu þar sem kjól- amir eru einfaldir og framúrstefnulegir og íburðarmikið höfuðskraut fellur eins og fléttur niður eftir líkamanum eða er vafið í belti í um mittið. í stað silkis og gulls nota þær bómull og silfur. „Við vildum sýna eitthvað nýtt, eitthvað óvenjulegt - sýna að það væri hægt að gera eitthvað annað en þessa hefðbundnu brúð- arkjóla og skart,“ segir Guðbjörg. Einnig verður Aurum með samkvæmis- klæðnað á næstunni þar sem föt og skart mynda eina heild. AMB Aurum, Laugavegi 27 101 Reykjavík, sími 551 -2770 Ský I7

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.