Ský - 01.12.2000, Side 30

Ský - 01.12.2000, Side 30
 / hhbhhhii % / • 'j . ' J Andrea Unnarsdóttir, nektardans- mær á Þórscafé *Ef þú gætir breytt einum hlut í þjóðfélaginu í dag, hvað myndi það vera? „Ég myndi gera eitthvað í umferðarmálunum í höfuðborginni, umferðin er alltof þung." *Hver er merkasta konan á íslandi í dag og af hverju? „Það er Jónína, eigandi Þórscafé. Hún er þrusu- gella og ég vil verða eins og hún þegar ég er eldri." *Hver er merkasti maður á íslandi í dag og af hverju? „Þáll Óskar Hjálmtýsson. Hann hefur náð ýmsu í gegn og barist fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann kom umræðunni upp á yfirborðið." *Aðeins örlítil prósenta kvenna er forstjórar hjá íslenskum fyrirtækjum. Er okkur sama? „Nei, okkur er alls ekki sama. Konum er ekki gefið tækifæri á því að sanna sig í þjóðfélaginu en von- andi verður breyting á því." *Finnst þér íslendingar vera fordómafullir gagn- vart öðrum kynþáttum? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé ekki algengt." *Hvað finnst þér um rétt samkynhneigðra til að ala upp börn? „Þeir hafa fullan rétt á því. Ég styð þá 150 pró- sent." *Þurfa karlmenn meira á konum að halda en kon- ur á karlmönnum? „Tvímælalaust. Karlmenn eru eins og stór börn. Konur eru miklu sjálfstæðari." *Truflar þessa nýja bylgja af nektarstöðum á ís- landi þig? „Nei, ekki á nokkurn hátt. Það er alveg nógu mikið eftirlit með þessu hér á landi." ský 129

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.