Ský - 01.12.2000, Page 39

Ský - 01.12.2000, Page 39
gefandi ef maður er að vinna með þroskuðum einstak- lingum og góðu fólki sem vill láta gott af sér leiða. Frú bæjarstjóri Ertu hugrökk? Já, ég er hugrökk og stundum er ég jafnvel of frökk. Er eitthvað sem þú treystir þér ekki til að gera? Ég finn auðvitað fyrir kvíða af og til, sérstaklega þegar ég fæst við eitthvað vandasamt í fyrsta sinn. Ég treysti mér samt nánast alltaf í hlutina og trúi því að á endan- um ég klári þá ágætlega. Aldrei verið hrædd við höfnun? Ég hef pælt svolítið í þessu. Eitt sinn sat ég með tveimur mönnum sem ég met mikils og rætt var um tilfinningar. Þeir sögðu báðir að versta hugsanlega tilfinningin væri höfnun. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta. Kannski vegna þess að ég hef aldrei skilgreint eigin tilfinningar sem vanlíðan vegna höfnunar, en kannski vegna þess að ég kann ekki að greina höfnun þegar hún á sér stað. Hefurðu fundið fyrir því að fólk taki þig ekki alvar- lega sökum þess hve þú ert ung? Nei, en það getur vel verið að svo sé án þess að ég átti mig á því. Það var umdeilt þegar þú varst ráðin bæjarstjóri í Garðabæ. Finnurðu fyrir andúð eða stuðningi bæjar- búa í dag? Ég skynja frekar stuðninginn og er þakklát fyrir gott samstarf við Garðbæinga. Getur verið að þú sért of ung til að vera bæjar- stjóri? Nei, það hvort fólk valdi starfi sínu eða nýtur trausts hefur ekkert með aldur að gera. Áhugi, reynsla, vilji til að vinna með öðrum og þroski til að viðurkenna að maður viti ekki allt skiptir miklu meira en hvort maður er þrítugur eða sextugur. Heldurðu að karlar óttist að þú sért ofjarl þeirra? Ég hef aldrei upplifað það. Finnst þér á einhvern hátt minnkun að því fyrir karlmann að vera heimavinnandi húsfaðir eða tekjuminni en eiginkonan? Nei, alls ekki. Vandasamasta verkefni lífsins er uppeldis- eða foreldrahlutverkið. Þú spurðir mig áðan hvort ég treysti mér til alls. Við nánari umhugsun mundi ég ekki treysta mér til þess að eignast barn núna vegna þess að það er erfiðasta hlutverk mitt til þessa og það hlutverk sem ég hef minnst sjálfstraust í. í móðurhlutverkinu veit ég aldrei hvort ég er að gera rétt eða rangt og það eru aldrei neinir kjósendur sem kjósa um hvort maður eigi að halda áfram að vera mamma eða ekki og aldrei nein einkunnagjöf þar um. Það hlýtur að vera strembið að sameina móðurhlut- verkið og annasamt starf sem bæjarstjóri. Hvernig er dæmigerður dagur í lífi þínu? Vinnudagurinn er oft erilsamur. Ég fer yfirleitt út klukkan átta á morgnana og eftir að ég tók við starfi bæjarstjóra 12. október hef ég í fyrsta lagi komist heim klukkan sex, þá átt samverustund með fjölskyIdunni og farið aftur að vinna eftir kvöldmat. Oft hef ég samt ekki komist heim fyrr en eftir að börnin eru sofnuð. Ertu sátt við þetta? Nei, ég er ekki sátt við að komast ekki heim seinni partinn Ský 37

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.