Ský - 01.12.2000, Qupperneq 41

Ský - 01.12.2000, Qupperneq 41
Já, of harður stundum. Ég held að það sé arfgengt í minni fjölskyldu. Við förum oftast illa með okkur með einum eða öðrum hætti. Fyrst þú ert meðvituð um þetta, af hverju slakarðu þá ekki aðeins á taumunum? Ég er alltaf að reyna það en árangurinn er ekkert sér- stakur. Ég vona að mér takist að draga mig í hlé tiltölulega ung og einhvers staðar í draumum mínum sé ég fyrir mér lítinn kofa í Suður-Evrópu sem gaman væri að nota í ellinni. Tiltölulega ung segirðu. Stendur þá ekki til að verða fyrsta konan til að gegna forsætisráðherra- embættinu? Ég stefni ekki að neinum embættum því eins og ég sagði áðan þá eru þau ekki markmið í sjálfu sér. Ef ég teldi á einhverjum tímapunkti að ég næði árangri í starfi for- sætisráðherra og gæti breytt einhverju eða bætt mundi ég athuga málið. Ertu leiðtogi? Það er enginn leiðtogi öllum stundum. Leiðtogi er ekki hlutverk eða embætti. Stundum er ég leiðtogi og það er þegar mér tekst að fá fólk með mér til að ná fram breytingum. Oft er ég ekki leiðtogi og oftast er ég ekki leiðtogi því enginn getur sífellt verið að ná fram þessum breytingum. Komin af alþýðufólki Fékkstu mikla hvatningu og athygli frá foreldrum þínum í æsku? Já, alveg ofboðslega mikla og kannski helst til of mikla. Áttu við að til þín hafi veríð gerðar miklar vænt- ingar? Já, mjög miklar væntingar. Segðu mér frá fjölskyldunni þinni. Ég er komin af alþýðufólki og á fimm systkini alls, þar af fjögur á lífi. Pabbi stundaði sjóinn og var síðan verkstjóri í frystihúsi og hann lagði hart að sér til að sjá fjölskyld- unni farboða. Ég man ekki til þess að mig hafi skort neitt enda held ég að foreldrar mínir hafi oft gert meira fyrir mig en þau í raun höfðu efni á. Dauðinn hefur tekið eitt ykkar systkinanna? Já, Sigurður bróðir minn, sem var sjö árum eldri en ég, lést eftir ofneyslu fíkniefna haustið 1993. Við vorum miklir vinir og mjög náin. Hann kenndi mér margt eins og að tefla og lesa. Hafði hann lengi verið ofurseldur vímuefnum? Já, talsvert lengi og hafði áður fjarað út en verið lífgaður við. Þetta var því eitthvað sem maður átti alltaf von á og óttinn sveif yfir fjölskyldunni eins og þrumuský. En það var ótrúlega erfitt að standa frammi fyrir missinum þegar á reyndi því maður hélt alltaf í vonina. Kenndi þessi lífsreynsla þér eitthvað sem þú hefur getað nýtt þér? Já, en ég er kannski ekki farin að nýta hana nógu mikið. Þegar þetta gerðist var ég nýlega orðin framkvæmda- stjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Ég var sem fyrr segir fyrsta konan og yngsti einstaklingurinn til að gegna þessu starfi og ég var ákveðin í að standa mig vel. Því mætti ég vel, sinnti starfinu heils hugar og reyndi að gera mitt besta, sem meðal annars leiddi til þess að ég vanrækti bróður minn hans síðustu daga og vikur. Þegar maður stendur frammi fyrir því að hafa tekið vinnuna fram yfir náinn ættingja og fer að kryfja málin eftir á segir maður við sjálfan sig að þetta geri maður aldrei aftur. Og þótt ég vinni mikið í dag ætla ég að reyna að passa mig á því að gleyma aldrei þeim sem standa mér næst. Dálítið dýru verði keypt þessi reynsla? Já, ég hef oft hugsað til þess og finnst ég kannski ekki lifa nógu mikið eftir þessu þótt ég sé að fullu meðvituð um að gera mitt besta. Hvernig umgengstu sjálf vín og tóbak? Ég hef aldrei tekið smók af sígarettu á ævinni og drekk ekki heldur. Fleiri í fjölskyldunni hafa átt við vímuefna- vanda að stríða og þegar ég var sex ára lofaði ég móður minni því að ég mundi aldrei reykja, drekka eða stela. Þegar ég fann hversu þessi orð mín skiptu mömmu miklu máli var þetta bara ákveðið þar með og ég hef reynt að standa við loforðið enda er ég sannfærð um það sjálf að það er ekki eftir neinu að slægjast á þessum vettvangi. Skiptir útlit máli í pólitík? „Já, aö einhverju leyti vegna þess að útlit er hluti af ímynd og getur sagt fólki ýmislegt um það hvers konar karakter maður er," Námið í Harvard Þú fórst í Harvard sem er einn virtasti háskóli ver- aldar. Var gaman? Þetta er ótrúlegur skóli og ekki bara skóli heldur lífsstíll. Ég hafði lengi haft áhuga á að fara út í nám og ákvað að sækja um inngöngu í Harvard ásamt manninum mínum þótt það hvarflaði aldrei að okkur að við kæmumst bæði inn. Hann fór svo í lagadeildina og ég í mastersnám í op- inberri stjórnsýslu. Hvernig er Harvard í samanburði við Háskóla íslands? í Harvard er þátttaka nemenda undirstaðan í hverri kennslustund. Þeir undirbúa sig vel heima og mæta svo í tíma þar sem kennari stjórnar umræðum í stað þess að halda fyrirlestur. Umræður eru þannig að stórum hluta samræður nemenda og kennara og einkunn byggist að mestu leyti á frammistöðunni í tímum. Einnig eru stöðug próf og mikið af verkefnum sem byggjast á veruleikan- um. í Háskóla íslands fólst námið í því að maður mætti, sat og hlustaði. Síðan tók maður ritgerðarpróf og þeir sem fengu hæstu einkunnirnar voru iðulega þeir sem voru bestir í að hafa það eftir sem kennarinn hafði sagt um veturinn. Menn leggja mikið á sig til að komast inn í Harvard j39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.