Ský - 01.12.2000, Page 44
Áhrifamestu konur Islands
■ Eiga konur enn langt í land með
að ná réttmætum áhrifum í ís-
lensku samfélagi? Hver eru raun-
veruleg áhrif kvenna og hverjar
eru áhrifamestar? Kristján Guy
Burgess leitar hér svara við þess-
um spurningum og fleiri.
Ein kona er á lista yfir æðstu stjómend-
ur hundrað stærstu fyrirtækja landsins,
þær eru í minnihluta á Alþingi en í
meirihluta í nær öllum deildum Há-
skóla Islands. Kynbundinn launamunur
er enn mikill, í hefðbundnum kvenna-
stéttum eru greidd lægri laun en í at-
vinnugreinum þar sem karlar hafa lengi
ráðið ríkjum. A lista DV yfir valda-
mestu menn landsins eru karlar allt að
því einráðir, tvær konur eru tilnefndar
en nokkrar eru nefndar sem annar helm-
ingur valdamikilla hjóna. I nýrri brand-
arabók eftir Hannes Hólmstein Gissur-
arson eru þúsund svokallaðar skemmti -
sögur sem hafðar eru eftir eða sagðar
um þjóðþekkta Islendinga. Vinur minn
sagði mér að fimm konur hefðu þar
komist á blað, ein saga hefði verið sögð
um hverja þeirra á meðan landsþekktir
brandarakarlar eins og Árni Pálsson
prófessor og Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra hefðu fengið margar blaðsíður.
Er þetta hin raunverulega staða
þegar komið er að seinni aldamótunum
þetta aldamótaár? Nú leikur enginn vafi
á því að tuttugasta og fyrsta öldin geng-
ur von bráðar í garð hjá þeim Þorsteini
Sæmundssyni og Ómari Ragnarssyni og
því óhætt að tala um endaiok tuttugustu
aldarinnar. Eiga konur enn langt í land
með að ná réttmætum áhrifum í íslensku
samfélagi? Hver eru raunveruleg áhrif
kvenna og hverjar eru áhrifamestar?
„Kannski hafa konur lítil sem eng-
in áhrif, eftir allt og þrátt fyrir allt,“
sagði einn viðmælandi. Annar sagðist
ekki hafa trú á því að þær konur sem
talist geta áhrifakonur séu þær sem eru
mest áberandi í þjóðfélaginu, þær sem
42 Iský