Ský - 01.12.2000, Page 46

Ský - 01.12.2000, Page 46
Fimm konur komust á blað, ein saga var sögð um hverja þeirra á meðan landsþekktir brand- arakarlar eins og Árni Pálsson pró- fessor og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fengu margar blaðsíður. björg Sólrún Gísladóttir. „Borgarstjór- inn í Reykjavík er áhrifamikill stjórn- málamaður og hefur mun meiri áhrif en til dæmis kvenráðherrarnir í ríkis- stjóm,“ var fullyrt í viðtali vegna grein- arinnar. „Ingibjörg Sólrún er raunveru- legur leiðtogi vinstri aflanna, hörkutól, pólitískur fæter og eini pólitíkusinn hér sem getur í raun staðið Davíð Oddssyni á sporði," sagði annar. Sá þriðji sagði á- hrif hennar meðal annars felast í því að hún stýrði „stærsta batteríi landsins, hún hefur karlgerða hugsun og forystu- hæfileika.“ Það er ekki nóg með að kona stýri Reykjavíkurborg, leiðtogi minnihlutans er líka kona, Inga Jóna Þórðardóttir. Nýlega hefur enn eitt víg- ið fallið í sveitarstjómum þar sem kona hefur tekið við sem bæjarstjóri eins af stærstu sveitarfélögum landsins. Það er Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Því hefur lengi verið haldið fram að eiginkonur leiðtoga séu áhrifamestu konurnar í stjórnmálum. „Ástríður Thorarensen eiginkona Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra hlýtur að hafa mikil áhrif,“ sagði einn þein-a sem var spurður; „ef Davíð hlustar ekki á hana, hvem þá?“ Davíð lýsir henni þannig í nýlegu viðtali við Ásdísi Höllu Bragadóttur í bókinni I hlutverki leidtogans: „Ástríður hefur aldrei otað mér út í eitt eða neitt. Ekki hefur hún heldur reynt að koma í veg fyrir að ég geri ákveðna hluti en stundum hefur hún spurt mig hvort ég sé alveg viss. Hún var til dæmis mjög hugsi yfir því þegar ég fór í formanns- kjörið í Sjálfstæðisflokknum og sá ýmsa anmarka sem því fylgdu. Þegar ég var búinn að gera það upp við mig þá veitti hún mér fullan stuðning. Hún skynjar vel að þegar ég hef tekið eitthvað í mig verð ég að fá að ljúka málinu." Einn viðmælandinn vildi fella þær Ingibjörgu Sólrúnu og Vigdísi undir skilgreininguna „framkvæmdakonur“. Það sé athyglisverður hópur vegna þess að þær séu að brjóta ný lönd. Fram- kvæmdir hafa ekki verið á könnu kvenna fram á allra síðustu ár. Hann vildi bæta við nafni séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur sem var fyrst kvenna til að taka prestvígslu hér á landi. Viðmæl- andinn taldi að með því hefði Auður haft gríðarleg áhrif og veitt fordæmi og í raun breytt stefnu íslensku þjóðkirkj- unnar. Nú eru allt að því jafnmargar konur og karlar í guðfræðideild Há- skóla íslands. I nýlegri rannsókn á frammistöðu stjórnenda í Bandaríkjunum, sem fjall- að var um í Morgunblaðinu fyrir skömmu, kemur í ljós að konur í stjóm- unarstöðum ná mun betri árangri en karlar á flestum þeim sviðum sem mæld eru. Þær leita ekki persónulegrar upphefðar í sama mæli og karlar, hafa meiri yfirsýn og eru ábyrgari, vandvirk- ari og samvinnufúsari en karlforstjórar. Hér á landi stjóma karlar þó nær öllum stærstu fyrirtækjunum. Rannveig Rist er eina konan í hópi forstjóra hundrað stærstu fyrirtækjanna. Hún er forstjóri ÍSAL og stýrir álfram- leiðslu svissnesks álrisa hér á landi. Langflestir starfsmenn hennar eru karl- menn. „Hefur hún einhver áhrif?“ spurði einn og annar sagðist ekki vita hversu áhrifamikil hún væri. Rannveig stýrir verksmiðju og hefur ef til vill ekki mörg tækifæri til að setja svip sinn á stjórn fyrirtækisins en áhrif hennar eru fyrst og fremst sem fyrirmynd fyrir aðrar konur. Hún stýrir þrátt fyrir allt einu stærsta fyrirtæki landsins. Hún er leiðandi á sviði þar sem konur eru í miklum minnihiuta og sýnir að konur geta líka skarað fram úr þar. Enn eru 44|Ský

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.