Ský - 01.12.2000, Síða 62

Ský - 01.12.2000, Síða 62
bara hugsað um útlitið og hvers konar málning er í tísku, heldur eigum við líka að lesa til dæmis listablöð, hönn- unarblöð, tölvublöð, dagblöð svo að við fylgjumst með því sem er að gerast í heiminum í dag. Allt gerist svo hratt. Sumar konur kaupa bara sama tísku- blaðið og lokast inni í þeim heimi. KOLLA: Samt skiptir tiskan miklu máli. Ef þú vilt að bankastjóri taki þig alvar- lega er mikilvægt að fara í dragt eða eitthvað svoleiðis í stað þess að mæta í tættum gallabuxum, alveg sama þó að þær séu hannaðar af Helmut Lang. EVA BERGÞÓRA: Já, það er alveg satt, í mínu starfi skiptir þetta miklu máli. ANNA MARGRÉT: En karlmenn þurfa líka að gera þetta. BRYNDÍS: Ég held að maður geti alveg fengið það sem maður vill þó að maður sé í gallabuxum, svo lengi sem maður færir góð rök fyrir máli sínu og er sann- færandi. KOLLA: Nei, bankastjórar myndu halda að maður bæri ekki virðingu fyrir þeim ef maður væri ekki vel til fara. Við erum að tala um kynslóðina sem lítur ekki á pasta sem mat. BRYNDÍS: Og sem getur ekki borðað rækjur nema setja kokkteilsósu á þær. LAUFEY BRÁ: Ég held að maður geti al- veg gert þeim þann greiða að klæða sig í dragt og setja hnút i hárið ef þeim líður eitthvað betur þannig. KOLLA: Mér finnst samt vanta mikið í þjóðfélagið að fólk taki áhættu. ( dag segjast allir standa á bak við ungt fólk sem er að gera eitthvað nýtt og snið- ugt. En í raun er enginn sem vill taka neina sénsa. BRYNDÍS: Kannski væri ráðlegra að loka öllum þessum sendiráðum úti um allan heim og reyna frekar að eyða peningum í að standa á bak við ungt fólk í atvinnulífinu. Eigum að njóta aess að vera conur ANNA MARGRÉT: En hvað fer þá mest í taugarnar á ykkur í þjóðfélaginu í dag? MARGRÉT: Mér finnst ömurlegt hvað það er mikil fátækt í þessu landi og að ekkert sé gert í því. IÐA BRÁ: Mér finnst skólakerfið mjög illa skipulagt. Það ætti bara að vera sex vikna sumarfrí eins og erlendis. Maður er farinn að kvíða fyrir því strax að setja barnið sitt í skóla. EVA BERGÞÓRA: Ég er líka ósátt við skólakerfið. Það er fáranlega langt Bryndís: „Nei, ég er ekki lesbía, ég hef bara ekki tíma til að standa í sambandi með þér, ógæfu-alkóhólistinn þinn." sumarfrí sem leiðir til þess að skóla- gangan lengist.Hér eru stúdentar tví- tugir.en í flestum öðrum löndum eru þeir átján, þetta er dýrt fyrir alla. Foreldrar fá ekki þriggja mánaða sumarfrí, þannig að börnin lenda í reiðileysi eða endalausum ævintýra- námskeiðum til að drepa tímann. BRYNDÍS: Mér finnst alvarlegt mál hve margir eignast börn án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað þeir ætla að gera við þau. Til dæmis finnst mér mjög skrýtið að ef ég væri í sambúð með lítið barn, og ekki nokkur leið fyrir mig að fá barnagæslu, þá hefur einhver ein- stæð móðir, sem ákvað ekki að eignast barn, forgang. Af hverju á ég að borga skattpeninga til að niðurgreiða barna- gæslu einhvers fólks sem á barn sem kom undir í einhverju ábyrgðarlausu kynlífi? Mér kemur það bara ekki við. EVA BERGÞÓRA: Og ef maður er heið- arlegur og skráir sig í sambúð aukast gjöldin um þriðjung . Það er fullt af mæðrum í námi sem skrá sig sem ein- stæðar þótt þær séu það ekki. BRYNDÍS: Það er asnalegt að maður þurfi að vera óheiðarlegur í þessu þjóð- félagi til þess að komast af. IÐA BRÁ: Þegar ég var í barneignarfríi fór ég á þessa mömmumorgna. Þá komst ég að því að til voru einstæðar mæður sem bjuggu í 14 fermetrum. Þetta sló mig. Það er hræðilegt þegar fólk lendir í einhverju sem það ætti ekkert að lenda í. BRYNDÍS: Ég bjó nú í Fellahverfinu og auðvitað sá maður þetta. EVA BERGÞÓRA: Ég fór í Fellahverfið um daginn og ég fékk áfall. Maður lifir í einhverri loftbólu og veit ekkert hvað er í raun og veru að gerast. Maður þekkir þetta ekki. BRYNDÍS: Það bara hefur enginn efni á að reka þetta land. Þetta er alger bilun. Hvernig datt okkur þetta í hug, 270 þúsund manna þjóð, að vera með allar þessar skuldir á bakinu? ANNA MARGRÉT: En þrátt fyrir þessi vandamál eru alltaf fleiri og fleiri út- lendingar að flytja hingað. BRYNDÍS: Og það er gott mál. Það vant- ar vinnuafl. ANNA MARGRÉT: En samt er ótrúlega margt fólk á móti innflytjendum, mið- að við nýlegar kannanir. MARGRÉT: íslendingar eru bara svo miklir rasistar. Þeir halda að þeir séu svo merkilegir. LAUFEY BRÁ: Ég held að það myndi koma annar tónn í þá ef það ætti að banna þeim að flytja til útlanda. BRYNDÍS: íslendingar hafa bara ger- samlega misskilið þetta og halda að ís- land og íslendingar séu eitthvað merki- leg þjóð. Blaðagreinar með oflofi um Laufey Brá: „Allar konur fara í megrun fyrir brúðkaup eða árs- hátíðir. Hvað í andskotananum á það eiginlega að þýða? Ekki er kynlífið betra ef maður er fimm kílóum léttari?" ísland fara alveg hrikalega í taugarnar á mér. MARGRÉT: Ég held samt að útlending- um finnist við merkileg. ísland er í tísku. IÐA BRÁ: Öllum finnst þeir merkilegri en aðrir. Ég er frá Vestmannaeyjum og Vestmanneyingum finnst þeir vera að- alfólkið á landinu. ANNA MARGRÉT: Fyrst umræðan er komin alla leið til Vestmannaeyja, er eitthvað að lokum sem ykkur finnst að við konur í dag ættum að íhuga? LAUFEY BRÁ: Við konur eigum að hætta að hugsa um hvað við höfum ekki og athuga hvað við höfum. Við eigum að komast áfram á okkar verð- leikum en ekki á verðleikum karl- manna. Við eigum ekkert að reyna að vera eins og karlmenn. Karlmenn eru karlmenn og konur eru konur. Við eig- um að njóta þess að vera konur. 60 | Ský
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.