Ský - 01.12.2001, Qupperneq 12

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 12
FYRST & FREM5T = HEIMURINN BERNARD REYNER GERÐUR ATVINNULAUS Til Englands koma 13 milljón feröamenn á ári og níu af hverjum tíu fara ekki út fyrir höfuðstaðinn. Nú hefur borgarstjórn London ákveðið að gera Bernard Reyner atvinnulausan, en hann hefur haft það starf á annan áratug að selja ferðamönnum fuglafóður á Trafal- gartorgi. Á torginu eru 40.000 dúfur sem samkvæmt ályktun ráðs- ins eru meira til óþurftar en gleði. ps Á VÖLLINN Stærsti knattspyrnuvöllur heims er Maracaná í Rio de Janeiro og tekur hann 130.000 manns í sæti, eða um það bil alla íbúa Reykjavíkur og Kópavogs. Þegar hann var byggður fyrir HM í Brasilíu árið 1950 tók hann 220.000 í stæði. Það eru einungis tveir vellir í Evrópu sem rúma yfir hundrað þúsund árhorfendur og eru þeir báðir á Spáni. Sá stærri er Nou Camp í Barcelona en hann tekur 115.000 og Santiago Bernabeu, leikvangur Real Ma- drid, en hann tekur 108.000. Næststærstu vellirnir eru á Ítalíu, Stadio Olimpico í Róm, heimavöllur Lazio og Roma, en hann tek- ur 86.500 og leikvangur Inter og AC Milan sem rúmar 83.500. Stærsti völlur Bretlands er Old Trafford í Manchester en hann tekur 68.000. Til samanburðar má geta þess að stærsti völlur ís- lands, Laugardalsvöllur, tekur 7.076 í sæti. ps LEIKHÚ5 si BOÐORÐIN 9 Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Segir frá brúðkaupi aldarinnar. Æskuástirnar Andri og Birna ganga í það heilaga með tilheyrandi glæsibrag, tónlist, gleði, söng og dansi. Undir yfirboröinu kraumar fortíöin og möguleg framtíð, en kannski er ekki allt sem sýnist. í aöalhlutverkunum eru Björn Ingi Hilmarsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir en auk þeirra koma m.a. við sögu Gísli Örn Garðarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Eggert Þor- leifsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri Viðar Eggertsson. Sýnt I Borgarleikhúsinu. GESTURINN Vínarborg 1938 nasistar hafa tekið völdin í Austurríki. Sigmund Freud er bjartsýnn og vill enn ekki yfirgefa landið sitt, en kvöld eitt er Anna dóttir hans, tekin til yfirheyrslu af Gestapó. Freud er ótta- sleginn og vonlaus þegar hann fær óvænta og furðulega heimsókn. Maður í kjólfötum, kaldhæðinn og léttur kemur inn um gluggann og heldur furðu- legustu ræður. Hver er hann? Vitfirringur? Galdramaður? Eða er hann sá sem hann segist vera: Sjálfur Guð? Margverðlaunað verk eftir Frakkann Eric-Emmanuel Schmitt. Gunnar Eyjólfsson leikur Freud en gesturinn óboðni er Ingvar E. Sigurösson. Jóna GuðrúnJónsdóttir og Kristján Franklín Magnús leika einnig í sýningunni. Leikstjóri Þór Tulinius. Sýnt í Borgarleikhúsinu. CYRANO Hann býr yfir leiftrandi gáfum, er talandi skáld og vígfimastur allra í París. Hann er hetja sem ekkert fær stöðvað nema... nefið! Þetta risastóra nef sem meinar honum að ná ástum hinnar fögru Roxönnu. Þetta er mann- mörg og viöamikil sýning. Það er Stefán Karl Stefánsson sem setur upp gervinefið og leikur titilhlutverkið en Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur ást- ina í lífi Cyrano, meðal annarra leikara eru Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, Edda Arnljótsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Linda Ásgeirsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson. Leikstjóri Hilmar Jónsson. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. SLAVAR Kraftmikið, skemmtilegt, ögrandi og nýstárlegt leikrit eftir Tony Kushner, sem hefur meðal annars fengið Pulitzer-verðlaunin, og Tony-verð- launin tvívegis. Yrkisefnið er fall Sovétríkjanna og skipbrot sósíalismans í Austur-Evrópu. Sögusviðið er Moskva voriö 1985 og Síbería 1992. Leikarar eru Þráinn Karlsson, Aöalsteinn Bergdal, Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason, Þorsteinn Bachmann, Laufey Brá Jónsdóttir og María Pálsdóttir. Leikstjóri Halldór E. Laxness. Leikfélag Akureyrar sýnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.