Ský - 01.12.2001, Side 36
Spurningar innblásnar af Óþelló (1990)
Þú lékst hinn slæga og undirförla Jagó í
afbragösgóöri uppsetningu Nemendaleik-
hússins á Óþelló. Hvort finnst þér meira
gaman, aö leika þorpara eöa góömenni?
Það er mjög erfitt að leika þessi Ijósu góð-
menni þannig að þau séu spennandi og
skemmtileg. Fyrir vikið eru þau ögrandi
hlutverk og ég hef tilhneigingu til þess að
leika þau þannig að þau hafi einhverja
mannlega breyskleika. En reyndar er ég
nánast aldrei valinn í svona hlutverk. Jagó
karlinn er gjarnan talinn einn grimmasti
karakter leikbókmenntanna. Þegar maður
tekur að sér slíka persónu má maður ekki
hugsa hana vonda. Maður verður eiginlega
að hugsa hana alveg öfugt, það er ástæða
fyrir öllu. Einu sinni var illmennið lítið sak-
laust barn.
„Mára-hrókinn hef ég grunaöan um aö
stelast í minn sööul; þanki sá brennir mig
innan eins og vítissteinn,” segir Jagó,
sturlaöur af afbrýöisemi í garö Óþellós.
Sumir segja að heilbrigður skammtur af
afbrýöisemi veröi aö vera í hverju sam-
bandi. Afbrýðisemi er partur af okkur og til
þess að glæða eldinn þarf smáolíu. Ef fólk
fær ekki einhvers konar ögrun, sama
hvaðan hún kemur, þá geta hlutirnir fjarað
út. Ég get til dæmis ekki haldið áfram að
vera góður leikari, ef ég má taka svo stórt
upp í mig, ef ég fæ ekki verðuga samkeppni
og spark í rassinn.
Er mikill metingur og öfund innan leikhús-
anna? Ég get ekki sagt það. Ég held að það
sé miklu frekar að utanaðkomandi reikni með
því að svo sé, heldur en að sú sé raunin.
Þinn árgangur í Leiklistarskólanum var
óvenju sterkur; Baltasar, Hilmar Jónsson,
Björn Ingi, Edda Arnljóts, Harpa Arnardótt-
ir, Erling Jóhannesson og Eggert Kaaber,
flest þeirra hafa látið mikið að sér kveða í
leikhúsinu. Hvernig var að fara í gegnum
skólann í svona öflugum hópi? Það var
ofsalega gaman en um leið mjög erfitt
fyrir okkur öll. Þetta var hópur af mjög ólíku
fólk, eins og bekkirnir eru yfirleitt í skólan-
um, og allir þurftu að gefa einhvers staðar
eftir á leiðinni. En það var einmitt mjög
mikilvægur þáttur af náminu. Það sem batt
þennan bekk mjög vel saman var ákveðin
ást. Við bundust mjög sterkum taugum
eftir þessa nánu samvinnu.
Þrjú af þessum skólasystkinum þínum,
Baltasar, Hilmar og Harpa, hafa mikiö til
snúið sér aö leikstjórn. Er þaö eitthvaó sem
þig langar að prófa? Þegar ég hef verið að
leika mikið hef ég stundum orðið hræddur
um að fólk fengi leiða á mér; þá hefur mér
stundum dottið í hug að snúa mér að leik-
stjórn. En ég hef aldrei fundið nógu sterka
hvöt til þess að henda mér út í þaö. Ég hef
oft verið beðinn um að stýra áhugaleikhóp-
um, en aldrei þegið þaó, þóst hafa of mikið
að gera. Svo er ég ekki einu sinni viss um
að ég sé vel til þess fallinn.
Edda konan þín var einmitt meó þér í bekk.
Flækir þaó eitthvað tilveruna að þió eruó
bæði leikarar? Nei, það hefur aldrei gert
það. Það hefur aldrei verið nein samkeppni
milli okkar. Á margan hátt er það mjög gott
því það er mikill skilningur á starfinu á
báða bóga. Sambandið hefur verið ákaflega
farsælt hjá okkur. Svo mjög reyndar að
stundum óttast ég að það komi eitthvað
fyrir, stundum er þetta nánast einsog það
sé of gott til að vera satt.
Jón Kaldal er ritstjóri Skýja.