Ský - 01.12.2001, Page 51

Ský - 01.12.2001, Page 51
FALASTEEN ABU LIBDEH Fædd 2.11.''78 í Jerúsalem, Palestínu 9 ára: Lendir i árás ísraelshers á mannfjölda í upphafi Intifada 1987 Kom til íslands 1995 Þaö er föstudagur, frídagur sem við notum til að fara í moskuna. Fjölskyldan er ekkert sérstaklega trúuð en við förum samt í mosk- una. Úti á götu byrja krakkar og unglingar að kasta steinum í ísra- elska hermenn og þeir svara með skothríð, gúmmíkúlum og táragasi. Ég týni fjölskyldunni. Man bara eftir mér níu ára stelpu sitjandi einni í táragasskýinu, gúmmíkúlurnar þjótandi allt í kring. Alein og grátandi. Seinna komu gúmmíkúlur ísraelsmanna oft þjót- andi inn um skólagluggana og fólk var handtekið á götunum. Kennarinn hróþaði bara á okkur að fara undir borð. Pabbi var blaóamaður á palestínsku dagblaði og ef það birti eitthvað sem ekki þóknaðist ísraelskum stjórnvöldum gerðu hermenn húsleit á skrifstofunum, handtóku blaðamennina og lokuðu blaðinu. Her- menn ruddust inn heima hjá okkur og umturnuðu öllu frá hjónarúmi til ísskáps í leit að einhverju ólöglegu, handtóku pabba og skildu allt eftir í rúst. Oft eru margir Palestínumenn drepnir á dag, en alltaf miklu færri ísraelar. Skáld eru sett í fangelsi fyrir það sem þau skrifa og engin þjóð mótmælir. í Palestínu sérðu dáið fólk mjög reglulega. Fórnarlömb hryðjuverkanna á Bandaríkin eru saklaus. Líka almenningur í Palestínu, Afganistan og írak. Þeir segja að Osama Bin Laden hafa drepið fimmþúsund. Hvað eru Bandaríkjamenn að gera í írak og Afganistan og láta viðgangast í Palestínu? Hvað er hryöjuverk? Stríð fyrir mér er að ná landinu okkar til baka. Við getum átt vini í hópi gyðinga en erum alin upp t hatri á Ísraelsríki. Viö höfum engin vopn, en við köstum steinum í skriðdrekana þeirra. Pabbi minn var fimm ár í pólitísku fangelsi og hver einasti Palestínumað- ur þekkir marga sem hafa lent í hermönnum Ísraelsríkis. Besti vinur minn og uppeldisbróðir var skotinn af ísraelskum hermönnum síðasta haust. Og öllum heiminum virðist vera sama. STRÍÐ SRÝ 49

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.