Ský - 01.12.2001, Qupperneq 51

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 51
FALASTEEN ABU LIBDEH Fædd 2.11.''78 í Jerúsalem, Palestínu 9 ára: Lendir i árás ísraelshers á mannfjölda í upphafi Intifada 1987 Kom til íslands 1995 Þaö er föstudagur, frídagur sem við notum til að fara í moskuna. Fjölskyldan er ekkert sérstaklega trúuð en við förum samt í mosk- una. Úti á götu byrja krakkar og unglingar að kasta steinum í ísra- elska hermenn og þeir svara með skothríð, gúmmíkúlum og táragasi. Ég týni fjölskyldunni. Man bara eftir mér níu ára stelpu sitjandi einni í táragasskýinu, gúmmíkúlurnar þjótandi allt í kring. Alein og grátandi. Seinna komu gúmmíkúlur ísraelsmanna oft þjót- andi inn um skólagluggana og fólk var handtekið á götunum. Kennarinn hróþaði bara á okkur að fara undir borð. Pabbi var blaóamaður á palestínsku dagblaði og ef það birti eitthvað sem ekki þóknaðist ísraelskum stjórnvöldum gerðu hermenn húsleit á skrifstofunum, handtóku blaðamennina og lokuðu blaðinu. Her- menn ruddust inn heima hjá okkur og umturnuðu öllu frá hjónarúmi til ísskáps í leit að einhverju ólöglegu, handtóku pabba og skildu allt eftir í rúst. Oft eru margir Palestínumenn drepnir á dag, en alltaf miklu færri ísraelar. Skáld eru sett í fangelsi fyrir það sem þau skrifa og engin þjóð mótmælir. í Palestínu sérðu dáið fólk mjög reglulega. Fórnarlömb hryðjuverkanna á Bandaríkin eru saklaus. Líka almenningur í Palestínu, Afganistan og írak. Þeir segja að Osama Bin Laden hafa drepið fimmþúsund. Hvað eru Bandaríkjamenn að gera í írak og Afganistan og láta viðgangast í Palestínu? Hvað er hryöjuverk? Stríð fyrir mér er að ná landinu okkar til baka. Við getum átt vini í hópi gyðinga en erum alin upp t hatri á Ísraelsríki. Viö höfum engin vopn, en við köstum steinum í skriðdrekana þeirra. Pabbi minn var fimm ár í pólitísku fangelsi og hver einasti Palestínumað- ur þekkir marga sem hafa lent í hermönnum Ísraelsríkis. Besti vinur minn og uppeldisbróðir var skotinn af ísraelskum hermönnum síðasta haust. Og öllum heiminum virðist vera sama. STRÍÐ SRÝ 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.