Ský - 01.12.2001, Síða 76

Ský - 01.12.2001, Síða 76
Honnun: f|olmynd ehf. Ódýrt, ódýrara, ódýrast Eins og margir hafa eflaust tekið eftir er kaupmáttur krónunnar misjafn eftir því hvort bílastæði borgarinnar eru merkt P1, P2 eða P3. Hraðasttifar mælirinn á stæðum merktum P1, aðeins hægar á P2 en hægast þar sem P3 skiltin eru. Elsta og besta leiðin Að sögn Leifs Eiríkssonar hjá Bílastæðasjóði er tilgangurinn að baki hinum mismunandi gjaldsvæðum sá að stuðla að eins áreynslulausu flæði fólks og bíla um miðbæinn og unnt er. „Þetta er í raun elsta og jafnframt skilvirkasta leiðin til að gefa sem flestum kost á að nýta sér þau bílastæði sem eftirsóttust eru." Þarftu stæði til skamms eða langs tíma? „Jafnframt felst í þessu kerfi innbyggður hvati til að beina þeim sem þurfa á langtímastæðum að halda, frá þyngstu álagssvæðunum. P1 hentar þannig þeim sem þurfa að sinna tiltölulega fljótafgreiddum erindum í hjarta miðbæjarins, á meðan gjaldtakan á P3 miðast við þá sem þurfa að leggja bílnum sínum niður í mið- bæ eða jafnvel lengur. Fyrir vikið eru P3-stæðin stað- sett þar sem umferðarálag er að öllu jöfnu minnst." Tröppugangur gjaldtökunnar P2-stæðin miðast síðan við þá sem vilja gefa sér nokkuð rúman tíma í bænum, en kjósa að vera í þægilegu göngufæri við fjölförnustu verslunar- og þjónustustaðina. Þessi þrepaskipting gerir að verkum að P1-stæðin eru ódýr í notkun, en aðeins ef lagt er skamman tíma í einu. En hversu „skammur" er sá tími? „Þumalfingursreglan er sú að P1-stæðin eru miðuð fyrir 45-60 mínútna notkun og stæðin á P2 fyrir eina til tvær klukkustundir eða þar um bil. Fyrir þrjár stundir eða fleiri eru P3-stæðin tvímælalaust hagkvæmasti kosturinn." Bylting bílastæðanna Minniháttar bylting hefur átt sér stað á bílastæðum Reykjavíkurborgar undanfarinn áratug. Auk þess sem langvinnu 50-kalla harki lauk með tilkomu nýrra stöðumæla, miðamæla og greiðslumæla, hafa bílastæðin lyfst í áður óþekktar hæðir í bílahúsunum, eða jafnvel grafið sig í jörð niður. Þá hefur stæðum verið fjölgað, þeim skipt niður í ólík gjaldsvæði og ýmsar notendavænar nýjungar aðrar litið dagsins Ijós á borð við P-kortið, svo að dæmi séu nefnd. Vaxandi umferðarþungi „Hringiða miðbæjarins er ekki aðeins síkvik og marg- breytileg," segir Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. „Henni fylgir mikill fjöldi bifreiða, sem farið hefur ört vaxandi hin síðari ár. Sem dæmi má nefna að á árunum 1960 til 1997 fjölgaði fólksbifreiðum um 634%. Þessi fjölgun hefur líka verið mjög hröð á allra síðustu árum og slíkum stíganda verður ekki svarað nema með fjölþættum aðgerðum. Lykilatriðið í þessu samhengi er, að um leið og vandamál gera vart við sig hefst skipuleg leit að hentugustu lausninni." Þrjú ný bílahús Sem dæmi um þau verkefni sem Bílastæðasjóður vinnur að um þessar mundir, nefnir Stefán byggingu þriggja nýrra bílahúsa. „Gert er ráð fyrir að þau muni rísa í næsta nágrenni við annars vegar Hlemmtorg og hins vegar Aðalstræti og Reykjavíkurhöfn. Þótt þessi tvö síðarnefndu rísi í tengslum við fyrirhugaðar hótel- og ráðstefnubyggingar, munu þau koma öllum gest- um miðbæjarins að notum. Af smærri verkefnum má benda á að öll bílahúsin eru nú gjaldfrjáls á laugar- dögum, auk þess sem við erum að þróa fleiri gerðir af P-kortum."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.