Ský - 01.12.2001, Page 82

Ský - 01.12.2001, Page 82
EF ÉG VFERI EKKI SJÓNVRRPSKONR... Eva María Jónsdóttir er eitt af eftirlætisbörnum þjóöarinnar. Hjartahlý, fersk, hnyttin og fordóma- laus. Þegar hún sest í spyrlastól Kastljóssins er eins og litirnir í sjónvarpstækinu skýrist allir upp og morgundagurinn sýnist viðráöanlegri. Hún virðist náttúrubarn á sínu sviöi en stóó þessi starfsvettvangur alltaf til? V a j % r „Nei, á unglingsárunum var draumurinn að verða skrifta og þaó starf hlotnaöist mér þegar Dagsljós fór af stað haustió 1993. Síðan leiddi eitt af ööru, tækifærin hafa komið upp í hendurnar á mér og ég spreytt mig jafnóðum.” En værirðu ennþá skrifta í dag, ef ekki sjónvarpskona? „Nei, ég held ég hefði menntað mig í skipulagsfræði meó sérhæfingu í viðhaldi eldri borgarhluta. Ég ynni trúlega hjá Borgarskipulaginu þar sem hlutverk mitt væri í og með að sannfæra fólk um gildi þess að varðveita þyggðina sem byggð var fyrir fyrsta skipulagið 1927, en þaó eru mestöll Þingholtin. Sjálf er ég mjög hrifin af óskipulögðu borgar- landslagi þar sem byggingar eru ýmist risastórar eða pínulitlar og standa ekki í beinum röðum á ferhyrndum reitum. Það má segja að svoleiðis hverfi séu sjálfsprottin frekar en skipulögö. Auðvitað gæti maður þó ekki skipulagt kaos væri maður skipulagsfræðingur heldur þyrfti að einbeita sér að því að finna lausnir tii aö hlutföll skipulagsins miðuóust við mannslíkamann en ekki bílana. Já, þau hlutföll eru ekki sanngjörn í dag. Nei, og ég fann illilega fyrir því hvað skipulag miðast við bílaumferð um daginn þegar ég ætlaði að labba úr Elko yfir í Smáralindina en sneri vió og fór á bílnum mínum því leiðin var ekki hugsuð fyrir gangandi vegfarendur. Það er ömurleg tilfinning sem fylgir því aó ganga þar sem ekki er gert ráð fyrir bíllausu fólki því þótt við klæðum okkur flest í bílana á hverjum morgni mega þeir ekki vera algjörlega ráðandi í landslaginu. Ég held að helsta verkefni skipulags- fræðinga okkar tíma sé að leiðrétta alræði bílsins í umhverfi okkar og þá er ég ekki að tala um aö gera bílinn að algerri hornreku heldur nýjar lausnir.” Dugaði skriftudraumurinn þá ekki lengur þegar hann var í höfn? „Það er nú það. Ég hef reyndar aldrei verið jafn- ánægð með að fá starf á ævi minni og þegar ég fékk skriftustarfið. Að gerast þáttastjórnandi hefur gerst meira í meðvitundarieysi þótt auðvitað hafi blundað í mér löngunin til að fá að spreyta mig á erfiðari verkefnum. Ertu þá í nýjum draumi núna? Ég ætla aö endast í þessu starfi svo ég verði einhvern tímann almennilegur sjónvarps- maður. Halda áfram að æfa mig og vanda betur. Það er nefnilega mjög gaman að spá í starf sjónvarpsmannsins sem ég lít á sem þjónustustarf. Hvaó er það sem skilar sér helst til áhorfandans? Er það gott skap, létt lund, aimenn jákvæ^hugsun eða eitthvað allt annað? Seg þú mér. „Ég veit það ekki almennilega sjálf, er enn að hugsa um það. Það eru örugglega margir og ólíkir eiginleik- ar. Það dugar ekki að vera bara alltaf hress, maður þarf helst aö vera fylginn sér, rökfastur og vel undirbúinn. Áhorfendur eru ekki fífl, þeir skynja vonda útgeislun og slælegan undirbúning á augabragði.” Af hverju hefur þér vegnað vel sem sjónvarpskonu? „Ég vinn mátulega mikið og er ekki að keyra á síðustu bensín- dropunum. Mæti oftast vel upplögð og hlakka alltaf til að mæta í vinnuna og hitta félagana, það eru bara alltaf jólin hjá mér þá daga sem ég mæti til vinnu.” En raunhæft séð, hvað tæki við ef sjónvarpsferillinn endaði? „Bullandi barneignir og metnaðarfullt uppeldi á barnaskaranum. Það er verðugt hlutverk sem bætir heiminn.” Það var Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem naut nærveru Evu Maríu. 80 SKÝ Ljósmynd: PÁLL STEFÁNSSON (Gísli Marteinn Baldursson og Haukur Hauksson útsendingastjóri í bakgrunni.)

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.