Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 6

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 6
Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson. Útlitshönnun: Ágústa Ragnarsdóttir - argh ehf. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, Páll Kjartansson ofl. Blaðamenn/greinarhöfundar: Eirik Sördal, Eygló Svala Arnarsdótir, Gísli Kristjánsson, Hilmar Karlsson, Hrund Hauksdóttir, Margrét Þóra Þórsdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir, Solveig Jónsdóttir, Steinunn Ásmundsdóttir, Svava Jónsdóttir og Þorbjörn V. Gestsson. Auglýsingastjóri: Inga Halldórsdóttir Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Heimur hf. - Öll réttindi áskilin. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512-7575 Allt ernú sem orðiðnýtt - en bráðum úrelt egar foreldrar mínir byrjuðu búskap keyptu þau sér ísskáp. Tæplega 60 árum síðar gegndi hann enn sínu hlutverki, svolítið hællærislegur að sjá en mjólkin hélst köld í honum eins og um miðja síðustu öld. Ekki entust öll búsáhöldin svona vel, en margt náði gullbrúðkaupinu sem keypt var á fyrstu árum hjóna- bandsins. Nú er öldin önnur. Margt af því sem við kaupum er alls ekki smíðað til þess að endast. Flest er þannig að sífellt kemur ný og betri tækni. Margir hristu höfuðið þegar forstjóri í tæknifyrir- tæki sagði frá því að hann notaði enn gömlu diskettutölvuna sína með fyrstu útgáfu af Word-forritinu. Skömmu síðar var hann fyrrverandi forstjóri. Forritið virkaði, en mörgum þótti ótrúlegt að hann fylgdist vel með framförum ef hann sætti sig við gamlan tölvuhlunk í sumarbústaðnum. Fleira og fleira er einnota nú á dögum. Mörgum fannst þetta eiga við í öllu samfélaginu á árunum 2004 til 2008. Nýir eigendur fóru með gömul og gróin fyrirtæki eins og þau væru fótaþurrkur. Gömlum gildum var varpað fyrir róða og djörfung var sett í önd- vegi og lofsungin af sumum ráðamönnum. Menn höfðu varla við að komast milli staða á einkaþotum. Stuðið var gegndarlaust í nokkur ár. Eftir stóð rjúkandi rúst. Því miður hefur samfélagið lítið lært af ósköpunum. í stað þess að einbeita sér að uppbyggingarverkefnum berast stjórnmálamenn á banaspjót. Illmælgi og niðurrifsstarfsemi gera það að verkum að þjóðfélagið verður verra. Alls kyns öfgar þrífast í skjóli óupplýstrar umræðu. Stjórnmálamenn sem ekki vilja eyða öllum sínum tíma í hjaðningavíg til þess að jafna sakir liðinna ára eru úthrópaðir af félögum sínum. Fáum stjórnmálamönnum dettur í hug að setja fram stefnu til frambúðar. Enginn veit hvernig þjóðin losnar úr gjaldeyrishöftum. Eftir því sem lengra líður verða höftin hvers- dagslegri og eðlilegri þáttur samfélagsins og þá munu flestir óttast það að afnema þau. Verst er þó að nú hefur verið búið til andrúmsloft í samfélaginu þar sem þeir sem vilja sinna stjórnmálum geta búist við því að verða fyrir hatrömum árásum. Einkalíf og fjölskyldur eru ekki lengur í vari fyrir ófyrirleitnum ofbeldisseggjum. Orðbragð og aðsúgur eru með þeim hætti að flest fólk hugsar sig tvisvar um áður en það heldur út á stjórnmálasviðið. Þess vegna verða fleiri og fleiri stjórnmálamenn byrjendur. Það er ekki hollt að menn sitji of lengi á valdastóli, en það er heldur ekki gott að byggja upp stjórnkerfi með einnota stjórnmálamönnum. Benedikt Jóhannesson 6 SKÝ 2. tbl. 2012

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.