Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 8

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 8
Halldór Guðjónsson frá Laxnesi fæddist 23. apríl 1902. Hér er hann ásamt Auði konu sinni með Nóbelsskjalið. 110 ÁR FRÁ FÆÐINGU HALLDÓRS LAXNESS: LAXNESSÁ LEIKSVIÐINU Maðurinn sem ætlaði að „erobrera" heiminn með „filmleikjum". Halldór Laxness var á fyrri hluta ferilsins afar hugfanginn af kvikmyndaforminu og taldi um tíma að á þeim vettvangi lægi framtíð hans. Lengi vel var það hinn stóri draumur hans að hasla sér völl á leiksviði og kvikmyndatjaldi frekar en hinu ritaða formi. VIÐTAL: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON MYNDIR: ÝMSIR Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Halldórs Guðjóns- sonar frá Laxnesi sem tók sér nafnið Halldór Kiljan Laxness og er þekktasti rithöfundur Islands á 20. öld. Minning Halldórs vakir með þjóðinni og er loganum haldið lifandi með margvís- legum hætti. Lífshlaup hans hefur verið skráð með ítarlegri hætti en nokkurs annars, í fjölda bóka en einnig í kvik- myndum, heimildamyndum og sjón- varpsþáttum. Heimili hans og fjölskyldu hans að Gljúfrasteini í Mosfellsdal er safn í opinberri eigu og þar er arfleifð skáldsins gerð ítarleg skil og óhætt að mæla með heimsókn þangað við hvern sem er. Eins og þjóð veit eru skáldsögur Hall- dórs burðarvirkið í höfundarverki hans en í því er að finna margvísleg önnur ritverk, greinar um þjóðmál, smásögur, ljóð og leikrit. Þar er einnig að finna kvikmyndahandrit en Halldór var á fyrri hluta ferilsins afar hugfanginn af kvik- myndaforminu og taldi um tíma að á þeim vettvangi lægi framtíð hans. I þeim þykku bókum sem ritaðar hafa verið um ævi hans og feril má víða sjá staðfest- ingar þess að lengi var það hinn stóri draumur hans að hasla sér völl á leiksviði og kvikmyndatjaldi frekar en hinu ritaða formi. Halldór var aðeins 17 ára þegar fyrsta skáldsaga hans, Barn náttúrunnar, kom út en skömmu seinna segir hann í bréfi til vinkonu sinnar að hann sé að skrifa „filmleik" á ensku sem eigi að „erobrera" heiminn. Með þennan „filmleik“ eða handrit í farteski sínu sigldi Halldór til Ameríku árið 1922 en var þá ekki hleypt inn í landið heldur snúið við í eftirlitinu á Ellis Island. Fimm árum seinna gerði hann aðra tilraun og dvaldi þá í nokkur misseri í Hollywood og gerði markvissar tilraunir til þess að hasla sér völl þar sem hand- ritshöfundur. Hann sagðist fmna fyrir „óstjórnlegri köllun" til að semja tíu kvikmyndir og sagðist sannfærður um að ekkert lægi eins vel fyrir honum eins og kvikmyndin. „Ég hef ekki auga fyrir neinu eins og því kvikmyndalega,“ segir hann í bréfi til Erlendar vinar síns í Unuhúsi. 8 SKÝ 2. tbl. 2012

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.