Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 12
Snorri Thors er hótelstjóri á lcelandair Hótel Reykjavík Marina.
ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK MARINA
MANNLÍFSHJARTAÐ
VIÐ GÖMLU HÖFNINA
lcelandair Hótel Reykjavík Marina prýðir nú gömlu höfnina í Reykjavík.
Snorri Thors, hótelstjóri, heldur um stjórnartaumana þar.
ViÐTAL: HRUND HAUKSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Slippurinn er frábær staðsetning fyrir hótel,
steinsnar frá iðandi mannlífi miðborgar-
innar á einum besta útsýnisstað Reykjavík-
ur,“ segir SnorriThors, hótelstjóri á
Icelandair Hótel Reykjavík Marina. „Sú
uppbygging ferðaþjónustu, veitingastaða og
markaða sem átt hefur sér stað á undan-
förnum misserum hér við höfnina er kjör-
inn vettvangur fyrir nýja gistingu í borg-
inni. Fjölbreytileiki og nýjungar í þjónustu
og afþreyingu verða allsráðandi. Ahersla
verður lögð á lifandi og skapandi umhverfi,
sem veitir ferðamönnum innsýn í mannlíf
Reykjavíkur og það helsta sem þar er á
döfinni hverju sinni.“
SLIPPBARINN BRÆÐIR
VÍNÁHUGAMANNSINS HJARTA
„Hótelið er án efa það eina í heiminum þar
sem hægt verður nánast að snerta skip í
slipp, en aðalinngangurinn er gegnt Slippn-
um norðan megin við húsið. A öllum her-
bergjum eru litrík textaspjöld á veggjunum
sem eru eins konar óformlegt spjall við
hótelgestina sem vísar í húsið og umhverfi
hótelsins en hvetur gestina einnig til þess að
koma niður á Slippbarinn og hlusta á sögur
og söngva heimamanna og eignast kunn-
ingja og vini. Slippbarinn er klárlega staður
sem heimamenn og ferðamenn verða að
koma við á en þar er að finna glæsilegan
vín- og kokteil-lista sem bræðir hjarta
vínáhugamannsins."
NÚTÍMAHÖNNUN í BLAND VIÐ
GAMLA TÍMANN
„Hönnun hótelsins er nýstárleg og litrík en
bæði húsgögn og innréttingar eru sérsmíð-
aðar hér heima á Islandi. Húsið að Mýrar-
götu 2-8 hefúr hýst afar ijölbreytta starf-
semi í gegnum tíðina og var sá fjölbreyti-
leiki hafður að leiðarljósi við byggingu
hótelsins, þar sem nútímahönnun blandast
eldri munum úr nærumhverfi Slippsins.Til
dæmis eru ljósin á Slippbarnum upprunaleg
og barborðið er búið til úr bryggjuviði og
fellur sú hönnun mjög vel að heildar-
útlitinu. Þó að mikið sé búið að gera við
húsið var áhersla var lögð á að halda í
upprunann, t.d. er mikil lofthæð, grófir og
upprunalegir veggir og viðarklæðning
gamla Slipphússins látin halda sér.“ SKÝ
Margt var um manninn við opnun lcelandair Hótel Reykjavik Marina.
12 SKÝ 2. tbl.2012