Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 10

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 10
Halldór dvaldi í Hollywood veíurinn 1927-1928 og vann kappsamlega að framgangi sínum ósamt umboðsmanni sínum Harriet Wilson. Það voru tvö handrit eða hugmyndir sem unnið var út fró. áttu eftir að verða mjög þekkt. Þannig má segja að Halldór hafi um tíma að minnsta kosti verið í hópi þeirra Islendinga sem voru hvað best að sér um leikhús og þróun í leikritun samtímans. Sex árum eftir að draumurinn um frægð og frama sem handritahöfundur í Hollywood brast og varð að engu skrifaði Halldór fyrsta leikrit sitt sem heitir Straumrof Það var sýnt í Iðnó haustið 1934 við fremur daufar undirtektir. 1 umsögn um Straumrof í Morgun- blaðinu er sagt að fyrstu tveir þættirnir séu bragðdaufir og óáhugaverðir en í þriðja þætti noti höfundur kringumstæðurnar „meistaralega". G.J. sagði í Vísi að leikritið væri fullt af „ljómandi setningum" en reynsluleysi höfundar í leikhúsi sæist glöggt. Halldór mun hafa viljað koma verkinu á framfæri erlendis og lét þýða það á dönsku en þær framavonir rættust ekki. Eftir þetta samdi Halldór ekki leikrit í tvo áratugi heldur einbeitti sér að öðrum ritstörfum. Næst dró til tíðinda á ferli leikskáldsins Halldórs Laxness árið 1954 þegar hann samdi leikritið Silfurtunglið sem var sýnt í Þjóðleikhúsi íslendinga sem þá var nýlega tekið til starfa. Þetta nýja leikrit fékk ögn meiri frama og var sýnt bæði í Moskvu og Helsinki. Vitað er að hinn heimsfrægi Bertolt Brecht sem var kunningi Halldórs las verkið yfir en þótti ekki mikið til þess koma. FRUMKVÖÐULL MÓDERNISMA í ÍSLENSKU LEIKHÚSI Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur segir í grein á heimasíðu Gljúfrasteins að í kring- um 1960 hafi Halldór Laxness verið orðinn afhuga skáldsagnagerð og ákveðið að snúa sér að leikritagerð. Fyrri hluta sjöunda áratugarins komu þrjú leikrit úr smiðju skáldsins sem öll voru sett á svið á íslandi. Þetta voru Strompleikurinn (1961), Prjóna- stofan Sólin (1962) og Dúfnaveislan (1966). Jón Viðar telur að þetta hafi verið fyrstu leikritin sem skrifuð voru á íslandi í anda módernismans og skipi fyrir vikið nokkuð merkan sess í sögu íslenskra leikbókmennta því þau hafi rutt brautina fyrir aðra og ■’-m Úr kvikmyndinni Brekkukotsannál frá 1973: Álfgrímur Hansson á Löngustétt. Úr kvikmyndinni Ungfrúin góða og húsið frá 1999: Tinna Gunnlaugsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir í hlutverkum sínum. yngri höfunda sem vildu skrifa leikrit í þessum anda og nefnir hann Odd Björns- son, Guðmund Steinsson og Erling E. Halldórsson sem allir áttu eftir að setja mark sitt á íslenskt leikhús. Flosi heitinn Ólafsson sagði í skop- stælingu á leikdómi sem hann skrifaði að áhorfendur hefðu tekið sýningunni fálega en af hrifningu og hlýju. Hið sama má að sumu leyti segja um leikrit Halldórs og viðtökur áhorfenda. Strompleikurinn vakti talsverða forvitni en deildar meiningar voru um ágæti verksins. Árið 1962 komu ríflega 11 þúsund manns að sjá Strompleikinn í Þjóðleikhúsinu á 24 sýningum. Þrefalt fleiri sáu Skugga-Svein og fjórfalt fleiri söngleikinn My Fair Lady. Prjónastofan Sólin fékk dræmari viðtökur en Dúfnaveislan varð mjög vinsæl í upp- setningu Leikfélags Reykjavíkur árið 1966. Halldór Þorsteinsson sagði í leikdómi í Tímanum um Prjónastofuna Sólina að það væri ekki hægt að kreista blóð úr steini og sýningin væri andvana frá hendi höfundar. Að vísu játaði gagnrýnandi á sig nær algert skilningsleysi gagnvart verkinu. Ásgeir Hjartarson var öllu mildari í Þjóðviljanum en leyndi ekki þeirri skoðun sinni að áhorf- endur hefðu almennt hvorki skilið upp né niður í verkinu. Svo virðist sem þessi tilraun til samstarfs við leikhúsið hafi ekki orðið Halldóri innblástur til frekari afreka á þessu sviði því í lok sjöunda áratugarins sneri hann sér aftur að prósaskrifum. Af bréfum hans til þýðenda og umboðsmanna á þessum tíma má ráða að hann gerði sér töluverðar vonir um velgengni þeirra erlendis. En viðtökur þeirra á erlendri grundu voru áþekkar því sem varð hér heima. Kurteislegur áhugi en ekkert umfram það. BÆKUR Á SVIÐ Þótt frumsömdum verkum Halldórs fyrir leiksviðið hafi verið tekið eins fálega og raun ber vitni hafa fjölmörg verk verið sviðsett því íslenskt leikhúsfólk hefur verið duglegt að gera leikgerðir af skáldsögum hans. Sjdlfstættfólk, Heimsljós og Kristni- hald undir jökli hafa verið sett á svið og tvær fyrrnefndu sögurnar oftar en einu sinni. Kristnihaldið, Brekkukotsanndll, Paradísarheimt og Silfurtunglið hafa orðið að kvikmyndum ýmist fyrir hvíta tjaldið eða sjónvarp. Viðtökur hafa verið misjafnar en samt væri sanngjarnt að segja að Brekkukotsanndll, sem Rolf Hádrich gerði fyrir sjónvarp, hafi fangað athygli íslend- inga sem og Kristnihald undirjökli sem Guðný Halldórsdóttir, dóttir skáldsins, leikstýrði. Sá sem þetta ritar man vel eftir því þegar Brekkukotsanndll var sýndur í íslenska sjónvarpinu og þjóðin sat hugfangin í sparifötum við sjónvarpið því svo bar til um þessar mundir að það voru jól. Nokkur blaðaskrif urðu um val á aukaleikurum í jarðarfararsenu en þar mátti þekkja meðal kirkjugesta mörg andlit þjóðþekktra lista- manna, bankastjóra, stjórnmálamanna og síðast en ekki síst skáldið sjálft í sínu fín- asta pússi. I þeim atriðum varð lífið ekki greint frá listinni eða listin frá lífinu því þar runnu saman þjóðin, verkið og skáldið en enginn vissi lengur eitt endaði og hitt hófst. SKV 10 SKÝ 2. tbl. 2012

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.