Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 20
minnstu að hann skipaði utanþingsstjórn,
fyrstur forseta. Kannski varð enginn fegnari
en hann að til þess kom ekki. En kannski
var hann líka of tregur til að fara inn á svið
stjórnmálanna. Stundum er það hiklaust í
verkahring þjóðhöfðingjans.
Kristján Eldjárn þótti hógvær og látlaus á
Bessastöðum, með Halldóru sér við hlið.
Nöldrið um ónóg finheit minnkaði með
árunum og hvarf svo nær alveg. Kristján
heimsótti þjóðhöfðingja hinna norrænu
ríkjanna en vildi annars halda utanförum í
lágmarki. Einkalíf fékk hann að eiga í friði
og tókst meira að segja að afkasta furðu-
miklu í fræðaheiminum. Hér þarf þó að
hafa í huga að embætti forseta Islands var
allt annars eðhs á þessum árum, fyrir daga
landkynningar, útrásar og óvægins kastljóss
fjölmiðla. I tíð Kristjáns var ekki alltaf erill
á Bessastöðum.
Þegar Kristján Eldjám lét af embætti
sumrið 1980 naut hann nær einróma hylli
almennings á Islandi. Þótt nú sé öldin önnur
er aldrei að vita nema landsmenn óski sér þess
að eignast aftur forseta sem svipar til hans.“ SKV
.... FRÁ BRAUTARHÓLI: ....
HUGRÚN
SKÁLDKONA
Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir var
dóttir hjónanna Kristínar Sigfusínu
Kristjánsdóttur og Kristjáns Tryggva
Sigurjónssonar. Hún fæddist á bænum
Skriðu í Svarfaðardal árið 1905 og flutti
fjölskyldan á bæinn Brautarhól, skammt
ffá í sama dal, þegar hún var hálfs árs.
Þótt Filippía hafi snemma byrjað að
hjálpa til við sveitastörfm voru það þó
orðin sem vöktu áhuga hennar. Hún
byrjaði ung að semja vísur, kvæði, leikrit og
sögur. Og þar sem myrkrið réð ríkjum á
dimmum vetrarkvöldum þar sem ekkert var
rafmagnið bað hún stundum systur sína að
muna það sem hún orti þar til hún gæti
skrifað það niður.
Hún fann einn daginn, í sendiferð milli
bæja, bréfmiða, og á hann var skrifað: „Mér
vakti von í hjarta, er varð að táli- þó, en uppi
hélt hún huga, þá hál var braut og mjó.“
Fyrir neðan stóð: „Hvað stoðar mig gullið og
gimsteinafjöld og gagnsæjar kristalla-
borgir.“
Filippía tók bréfið og geymdi. Hún fann
annað bréf á sama stað um ári síðar. 1 því
stóð það sama. Ekki vissi hún hver höf-
undur þessara lína var. Filippía tók þessum
orðum sem viðvörun og hugsaði síðar á
lífsleiðinni um þau þegar henni fannst hún
gera eitthvað sem hún taldi að væri ekki gott
fyrir sig. Filippía - Hugrún skáldkona - trúði
því að huldufólk væri til.
Arin hðu og á fermingaraldri varð Fihppía
kaupakona á prestssetrinu Völlum í Svarf-
aðardal og síðar lá leiðin til sömu starfa að
Hólum í Hjaltadal og Bægisá í Öxnadal.
VELKOMIN I DALVÍKURBYGGÐ
- Náttúruperla á Tröllaskaganum!
Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar frá fyrstu hendi er Dalvíkurbyggð
tilvalinn áfangastaður. Þar eru í boði fjölmargar gönguleiðir, styttri og
lengri. Af lengri gönguleiðum má nefna gömlu þjóðleiðina yfir Heljar-
dalsheiði milli Svarfaðardals og Hóla í Hjaltadal og einnig liggja þrjár
gamlar þjóðleiðir yfir til Ólafsfjarðar, Reykjaheiði, Grímubrekkur og
Drangar, sem gaman er að ganga.
í Dalvíkurbyggð má einnig finna glæsilega sundlaug, menningarhús,
byggðasafn, frábært skíðasvæði, 9 holu golfvöll, sjóstangveiði, hesta-
ferðir og margt margt fleira.
Allarfrekari upplýsingar, gönguleiðalýsingar, gisting og fleira má
finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is.
Þar er einnig að finna upplýsingar um gönguvikuna okkar sem verður
um mánaðarmótinn júní/júli. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Fylgstu með!
20 SKÝ 2. tbl. 2012