Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 23
.. FRÁ SYÐRA-HVARFI OG JARÐBRÚ: .
JÓHANN KRISTINN PÉTURSSON,
(JÓHANN RISI) VAR2,20 METRAR
Það var í febrúar árið 1913 sem lítill drengur kom í heiminn á Akureyri, sonur Siguijónu
S. Jóhannsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Fjölskyldan fluttist fljótlega í sveitina í
Svarfaðardal en lífsbaráttan var hörð og í nokkur ár var Jóhann í fóstri hjá hjónunum
sem bjuggu á Syðra-Hvarfi. Eftir það flutti hann til foreldra sinna sem bjuggu á bænum
Jarðbrú í dalnum.
Jf óhann var framan af álíka hár og jafn-
| aldrar hans - fram að fermingu eða svo.
á tók hann vaxtarkipp svo mikinn næstu
árin að Jóhann er talinn hæsti Islending-
urinn fyrr og síðar; talið er að orsökin hafi
verið æxli í heiladingli. Jóhanni fannst hann
vera öðruvísi. Hann fann fyrir minnimáttar-
kennd og skömm fyrir að vera til. Stundum
gantaðist fólk með hæð hans; sumir kölluðu
á eftir honum: Jói stóri. Þetta særði. Hann
hafði gaman af að dansa en hætti því þegar
hann var 18 ára. Astæðan: Feimni vegna
hinnar miklu stærðar.
Jóhann fór á sjóinn 15 ára gamall og
neyddist hann til að troða sér í gúmmí-
stígvél númer 12 - ekki fengust stærri stíg-
vél. Stundum tók það hann um 20 mínútur
að fara í þau; svo þröng voru þau. Hann
fékk sár á fæturna sem greru ekki og lagðist
hann inn á sjúkrahús þar sem komið var
drep í holdið og skemmd í beinin. Það tók
eitt og hálft ár að græða sárin.
Það þurfti að sérsmíða og sérsauma skó,
föt og húsgögn. Reiðhjólið hans var sér-
smíðað og það sama má segja um bílinn
hans og harmonikku sem hann eignaðist
síðar. Fjöldi muna sem tengjast Jóhanni eru
til sýnis á byggðasafninu Hvoli á Dalvík,
http://www. dalvik. is/byggdasafn
ÚTÍ HEIM
Jóhann flutti til Danmerkur þegar hann var
22 ára; læknir fyrir norðan hafði spurt hann
hvernig honum litist á að vinna í útlöndum
hjá mönnum sem ferðuðust um og sýndu
dverga og risa. Jóhann var á báðum áttum
en sló til. Hreppurinn lánaði honum 500
krónur til utanfararinnar en niðurstaða
hreppsnefndarinnar var að hann færi annars
á sveitarframfæri. Honum gekk ekki of vel
að fá starf eða að vinna vegna stærðar
sinnar.
Það var sumarið 1935 sem Jóhann steig á
skipsfjöl til að sigla til Danmerkur. Hann
var þá 220,5 sentimetrar.
Hann vakti mikla athygli þar í landi. Fólk
sneri sér við, horfði á þennan stóra mann.
Ljósmyndarar sóttu í að taka myndir af
honum. Hann fékk vinnu við að sýna sig á
Dyrehavsbakken þar sem hann var kallaður
hinn íslenski Golíat. Samkvæmt samningi
mátti hann ekki ganga um götur heldur
varð hann að vera heima allan daginn.
Honum leið illa - eins og apaketti í búri að
eigin sögn.
Tveimur árum síðar hélt hann með
dönskum kunningja sínum til Frakklands
en þeir höfðu ráðið sig í vinnu hjá Circus
Medrano sem var eitt stærsta hringleika-
húsið þar í landi. Hann var ánægður þetta
sumar í Frakklandi og næstu tvö árin kom
hann fram í þýskum sirkus.
Heimsstyrjöldin síðari braust út og
Jóhann hélt til Danmerkur með það að
markmiði að fara aftur til Islands en stríðið
kom í veg fyrir að það tækist. Þessi dvöl
varð honum erfið. Hann fékk lítið að gera
en hafði fast starf um hver jól, kom fram í
jólasveinagervi í stórversluninni Messen í
Kaupmannahöfn. Þá fékk hann vinnu sem
Jóhann risi í braggahverfi.
Jóhann ásamt dóttur sinni Gertrud sem fæddist
árið 1941.
næturvörður í skipasmíðastöð auk þess sem
hann lék í kvikmynd vorið 1944.
DÓTTIRIN GERTRUD
Astin kviknaði og tókust kynni með
Jóhanni og konu sem vann á gistiheimili
þar sem hann bjó. Hún varð ófrísk og
eignuðust þau dóttur í febrúar árið 1941.
Jóhann vildi kvænast en barnsmóðir hans
var ekki á sama máli. 1 ljós kom að hún
hafði áður eignast börn sem höfðu verið
gefin til vandalausra og svo varð um dóttur
þeirra, Gertrud. Hún fór á heimili fyrir
munaðarlaus börn strax eftir fæðingu og var
síðan ættleidd. Jóhann hélt sambandi við
hana, heimsótti hana á jólunum og þegar
hún átti afmæli næstu fjögur árin. Það
breyttist eftir að hann flutti til Islands en
feðginin skrifuðust á þegar tímar liðu.
Hann kom heim; eim til íslands. Með í
för var sérsmíðaður bíll svo stóri maðurinn
gat ekið hvert sem hann vildi. Hann ætlaði
2. tbl. 2012SKÝ 23