Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 17

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 17
skólastjóra svo vel að tekið var eftir og leiddi til þess að hann stóð i fyrsta sinn á fjölunum í alvöruleikhúsi í október árið 1989, þá rétt orðinn 11 ára gamall. Það var í Borgarleikhúsinu og Sverrir var í hlutverki hins unga Olafs Kárasonar í Heimsljósi Halldórs Laxness. Jóhanna Kristjónsdóttir sagði í leikdómi í Morgunblaðinu: „Á frumsýningunni fór Sverrir Páll Guðnason með hlutverk Óla litla og gerði það forkunnarvel. Textameðferð Sverris var mjög til fyrirmyndar svo og svipbrigði og hreyfmgar.“ Sverrir lék einnig Emil í sjónvarpsmynd- inni um Emil og Skunda. FLUTNINGUR TIL STOKKHÓLMS En þar með lauk líka leikferlinum á Islandi. Fjölskyldan flutti til Svíþjóðar vorið eftir þar sem faðir Sverris, Guðni A. Jóhannes- son, nú orkumálastjóri, fékk prófessorsstöðu við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Móðir „Á frumsýningunni fór Sverrir Póll Guðnason með hlutverk Óla litla og gerði það forkunnarvel." Sverris, Bryndís Sverrisdóttir, rak ferða- skrifstofuna ISLANDIU í Stokkhólmi. Fjölskyldan bjó í Stokkhólmi í 18 ár en svo varð Sverrir eftir í borginni sem heima- menn kalla nú höfuðborg Skandinavíu. Foreldrarnir fóru heim en sonurinn hélt áfram að vinna að leikferli sínum enda orðinn 28 ára gamall og sjálfstæður maður. HVERSU FRÆGUR? Hann getur nú valið úr hlutverkum og leitast við að leika bæði á sviði og í mynd- um. Hann getur ekki endalaust leikið hinn uppreisnargjarna ungling eins og í Upp Till Kamp! og Pontus er líka hlutverk sem heyr- ir sögunni til. Tónskáldið Hugo Alfvén er hlutverk sem hæfir Sverri á þeim aldri sem hann er nú. Sverrir er faðir tveggja dætra og hann er í sambúð í Stokkhólmi sem hefur verið heimaborg hans frá árinu 1990 og starfs- vettvangur. Mikið af vinnunni hefur verið hjá sænska sjónvarpinu, SR, og Stads- teatren. Hann hefur einnig leikið í fleiri kvikmyndum, til dæmis Hur mánga lingon finns det i varlden sem sýnd var í Bíó Paradís vorið 2011 og hlaut mjög góða aðsókn í Svíþjóð. En snýr fólk í Stokkhólmi sér við á götu þegar það sér Sverri? Það er mælikvarði á frægð. „Tsja,“ segir Sverrir. „Jú, það kemur fyrir að ég finn fyrir að mér er veitt athygli, fólk gjóar á mig augum. En ég verð meira var við þetta úti á landi af einhverjum ástæðum, sjaldnar í Stokkhólmi.“ SKV Nítjánda veitingastaður er frábær staður fyrir alla fjölskylduna Hádegisverðarhlaðborð, Brunch og spennandi kvöldverðarhlaðborð Smáratorgi 3 201 Kópavogi nítjándQ. www.nitjanda.is sími 575 7500 2. tbl. 2012 SKÝ 17

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.