Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 38
Lhotse
(8.516 m)
Ama Dablam
(6.812 m)
Everest
(8.848 m)
/
TEXTI: EYGLÓ SVALA ARNARSDÓTTIR
MYNDIR EYGLÓ SVALA ARNARSDÓTTIR OG GORE TAMANG
„í lok mars náði ég hátindi lífs míns með því að ganga (næstum
því) á hátind veraldar, að grunnbúðum Everest í Nepal, ein
með þarlenskum leiðsögumanni. Eftir standa minningar um
ægifagurt land, margslungna menningu og yndislegt fólk - ferð,
sem var ævintýri líkust."
Mikið er bakpokinn þungur,“ stóð ég sjálfa mig
að því að hugsa þegar gangan var nýhafin og
leiðin lá meira að segja að mestu leyti niður á
við. Hnén voru farin að kvarta og maginn að ýlfra.
Leiðsögumaðurinn minn, hann Gore, hafði lagt til að
við færum tvær dagleiðir í einu og ég bölvaði sjálfri mér
fyrir að hafa samþykkt það. Eg var þreytt og svöng og
meira að segja hætt að dást að mikilfengni Himalaja-
fjaUanna sem tróndu yfir okkur, mane bænatáknum á
steintöflum, undrast þol og burðargetu múldýra og
jakuxa sem gengu upp og niður tröppur, þræddu kráku-
stíga og óðu yfir hengibrýr án þess að blika, og annað
framandi sem fyrir augu bar.
ERFIÐASTI DAGURINN
Við vorum á leið frá Lukla til Namche Bazaar, úr 2.860
í 3.440 metra hæð, sem var fyrsti áfangi 11 daga göngu
að grunnbúðum Everest í Nepal. Ferðin styttist úr 12 í
11 daga þegar fluginu frá Kathmandu var aflýst daginn
áður vegna veðurs, sem er víst frekar algengt.
38 SKÝ 2. tbl. 2012