Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 42
Bradley Cooper var góði kærastinn í hinni vinsælu sjónvarpsseríu Atias
en þótti ekki meira spennandi en svo að hann var skrifaður út úr seríunni
þegar vinsældirnar voru að ná hámarki. Héldu margir að í Alias hefði
Cooper náð toppnum og nú tæki ströglið við, en það fór á annan veg. Með
góðum leik í Wedding Crashers og The Hangover braut Bradley Cooper
ísinn og er í dag einn eftirsóttasti kvikmyndaleikarinn í Hollywood. Jók
hann enn hróður sinn þegar tímaritið
karlmanninn árið 2011.
TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: ÝMSIR
/
líkt mörgum kyntáknum kvikmynd-
anna er Bradley Cooper mjög
viðkunnanlegur maður, myndarlegur
og um leið fyndinn, með góða háskóla-
menntun og kemur vel fyrir hvert sem tilefnið
er. Um frama sinn á síðustu árum segir hann:
„Eftir að ég lauk við Alias var erfitt fyrir mig
að koma mér á framfæri, ég fór í óteljandi
Peoplevaldi hann kynþokkafyllsta
prufur en enginn vildi ráða mig og ástæðan
var yfirleitt: „Nei, nei, ekki Bradley, hann er
svo góður strákur". Það sem bjargaði ferli
mínum var að framleiðandi Wedding
Crashers, David Dobkin, hafði aldrei séð Alias
og vissi ekkert um sjónvarpsseríuna og réð
mig. Sem beturfer var hlutverkið algjör
andstæða við hlutverk mitt í Alias, þarna var
Bradley Cooper ásamt meðleikurum sínum í
Hangover-kvikmyndunum tveimur.
Robert De Niro og Bradley Cooper í Limitless.
ég orðinn sá sem sveik konur og allt fór að
ganga betur."
Meðfæddir gamanhæfileikar hans komu
að góðum notum þegar valið var í hlutverkin
í The Hangover og eftir það varð ekki aftur
snúið. Bradley Cooper var kominn á toppinn
og er vart annað að sjá en að staða hans þar
sé traust og stutt sambönd hans við frægar
leikkonur hafa ekki verið honum til trafala á
framabrautinni.
SKIN OG SKÚRIR
Bradley Charles Cooper fæddist 5. janúar
1975 í Philadelphiu. Móðir hans er ítölsk-
amerísk og faðir hans írsk-amerískur. Með
háskólanámi starfaði Cooper sem blaða-
maðurvið Philadelphia Daily News. Hann
stundaði framhaldsnám við Georgetown
University þarsem hann útskrifaðist með
BA-gráðu í ensku. Samhliða stundaði hann
nám í frönsku og fór sem skiptinemi til
Frakklands í sex mánuði. Frakkar voru ekki
lítið hrifnir þegar Cooper kom fram í vin-
sælum frönskum viðtalsþætti þar sem hann
var að kynna The Hangover II og í Ijós kom
að hann talar reiprennandi frönsku. Bradley
Cooperskráði sig að háskólanámi loknu í
Actors Studio í New York. Segir hann að það
hafi verið kvikmyndir á borð við Apocalypse
Now, The Deer Hunter, The Loneliness ofa
Distance Runner, Hiroshima Mon Amour og
The Elephant Man sem hafi gert það að
verkum að hann sneri sér að leiklistinni.
Meðan Cooper var enn í leiklistarnáminu
var honum boðið hlutverk í einum þætti af
42 SKÝ 2. tbl. 2012