Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 26
BÆKUR OG TÓNLIST
TEXTI: SOLVEIG K. JÓNSDÓTTIR
IRENE NEMIROVSKY
FRONSK SVITA.
ÞYÐANDIFRIÐRIK RAFNSSON. JPV UTGAFA 2011.
Frönsk svíta er framúrskarandi skáldsaga, full af
fyndnum og sérkennilegum persónum. Sé litið á
tilurð hennar og sögu handritsins bætast við víddir
sem vekja lesandann til enn frekari umhugsunar
um skáldskapinn, söguna og samtímann og
mannlega tilvist.
Þegar Iréne Némirovsky hóf að rita Franska svítu ætlaði
hún að skapa meistaraverk í fimm þáttum um lífið í
Frakklandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún lauk
tveimur hlutum verksins sem standa prýðilega sem sjálfstætt
verk. Eftir að Némirovsky og eiginmaður hennar voru myrt í
útrýmingarbúðum nasista báru dætur þeirra barnungar
handritið með sér
úr einum felustað í
annan frá 1942 og
til stríðsloka.
Stúlkurnar komust
af fyrir elju og
fórnfýsi kennslu-
kvenna, nunna og
fóstra sem tóku þær undir sína
verndarvængi og fluttu milli staða.
Handritið opnuðu systurnar ekki
fyrr en nærri 60 árum síður því þær
héldu að þær væru með dagbók
móður sinnar í höndum og að of
sársaukafullt yrði að lesa hana.
Némirovsky var þekktur og virtur
höfundur þegar hún lagði á flótta
frá París eftir innrás þýska hersins í
borgina. Frönsksvíta lýsir lífi fólks
eftir að flóttinn suður Frakkland
brestur á íjúní 1940 þartil þýskar
herdeildir eru kvaddar til austur-
vígstöðvanna sumarið 1941. Efri-
stéttafjölskyldan Péricand, skáldið
Corte, sveitafólkið og þýsku her-
mennirnir áttu ef til vill enga ná-
kvæma samsvörun í raunveruleik-
anum en Némirovsky lýsirfólki af
öllum stigum og samskiptum her-
manna við hersetna þjóð á sama
tíma og hliðstæðir atburðir dynja
yfir Frakka.
Hvernig er hún svo þessi fágæta
samtímalýsing á hernumdu fólki?
Allt er breytingum undirorpið og
persónurnar í bókinni eru einstak-
lega fjölbreyttar og sýna mannlegt
eðli frá ótal sjónarhornum. Og sumt
breytist ekki þó flóttinn sé hafinn.
Péricand-fjölskyldan kemst ekki af
staðfyrren eftirjapl ogjaml og
fuður því línið er ekki komið úr
þvottahúsinu svo fátt eitt sé nefnt af
því sem hafa þarf í handraðanum á
flóttanum. Það er ekki nema von að
afinn, sem er hálfpartinn út úr
heiminum, gleymist á hóteli á leið-
inni. Elsti sonurinn, sem er prestur,
leggur upp í sjálfstæða flóttaför
með stálpaða munaðarleysingja en
hefur ekki erindi sem erfiði. I sömu
flóttamannaþvögu er skáldið Corte
sem hugsar mest um að orðspori
hans sé á lofti haldið og hann fái
eitthvað í gogginn. Honum finnst að
á flótta eigi að vera einhver almenni-
legur bragur en verður ekki að ósk
sinni. Lágstéttarhjón sem svikin eru
um bílfar, þar eð sæti þarf fyrir hund
og hjákonu bílstjórans, eru eina
Legend
Fearless
Útgefandi: Legend
Þunglyndi og oflæti á innan
við mínútu
TEXTI: ERIK SÖRDAL
arkasöngur og afbakað fuglatíst renna saman við
þunga hljómborðshljóma þegar líður á Amazon V\Iar,
upphafslag Fearless, fyrstu plötu sveitarinnar Legend.
Tónninn sem er sleginn svipartil myrkviða franskra hljóð-
gervla en hann á sérjafnframt augljósarfyrirmyndir í nýrri
drungalegri raftónlist, í ætt við hina sænsku Fever Ray
eða Salem. Það er því vægt sjokk þegar hlustandinn er
umsvifalaust drifinn inn á klúbb þar sem tónlistin tekur
hraðaskiptum og söngur upphefst hlaðinn biblíutilvísunum
um ættboga Benjamíns! Smám saman verður Ijóst að
þessi skriðþunga kvísl Amasónfljótsins endaði í þeim hafsjó raftónlistar sem
vísartil níunda áratugarins.
Platan reynist síðan að miklu leyti vera hálfgerður umskiptingur, þar sem eina
stundina er sungið um djöfulsins siðspillingu og depurð yfir myrkum tónum, og í
þann mund sem virðist vera hægt að sætta sig við þunglyndið kemur léttleikinn
valhoppandi á vonarneistum ástarinnar, hetjur eru hvattar til dáða og alráður
kóngur himinhvolfanna mætir á svæðið, en þar sem kaflaskipti laganna koma
stundum eins og skrattinn úr sauðarleggnum og textarnir einir sér verða seint
taldir burðugir er illmögulegt að fylgja öllum skapsveiflum Legend. Það er eins
og hljómsveitin hafi stundum ekki getað gert upp á milli drungans og léttleikans
og sveiflist milli þunglyndis og oflætis á innan við mínútu. Stundum spyr maður
sig hreinlega hvort þetta sé allt saman bólstrað einhverri dulinni kaldhæðni og
á stöku stað reynist erfitt að verjast brosi, líkt og í hálfgerðum rappkafla lagsins
Sudden Stop. Honum er fylgt eftir af söng sem gæti fengið hlustandann til að
draga þá ályktun að þarna hafi verið hóað í Phil Collins sem sérlegan leynigest
plötunnar.
Margt á plötunni er grípandi, útsetningarnar oft áhugaverðar þrátt fyrir
furðuleg hliðarsporog hljómurinn erflotturá heildina litið. Lögin City, Violence
og Runaway Train eru til að mynda öll vel bitastæð. Það vantar bara yfirleitt
eitthvað upp á, þótt efniviðurinn og hæfileikarnir séu augljóslega til staðar. Það
sem eftir situr er fyrst og fremst samsafn af tilvísunum í kunnuglegan hljóðheim
og óljósum minningum um ákveðið skeið popptónlistarsögunnar. Eflaust hefði
þessi plata komið Legend rækilega á kortið á níunda áratugnum - en hann er
víst löngu liðinn.SKV
26 SKÝ 2. tbl.2012