Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 34
ÚTIVIST Á NORÐURLANDI
EG REIMAEKKI
ÁMIGSKÓNA
FYRIR MIIMNA
EN 10 TÍMA!
Ragnar Sverrisson, kaupmaður í
JMJ á Akureyri, er forfallinn áhuga-
maður um fjallgöngur. Hann er for-
sprakki gönguhópsins 24X24 sem
hefur það markmið að ganga á 24
tinda í Glerárdal á einum sólarhring.
„Ég segi nú stundum að okkur þykir
ekki taka því að reima á sig skóna
fyrir minna en 10 tíma."
TEXTI: MARGRET ÞORA ÞORSDOTTIR
MYNDIR MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR
OG VIÐAR SIGMARSSON
Ragnar á Lambárdalshnjúki
í Glerárdal 15. apríl sl.
Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ á
Akureyri og formaður Kaupmanna-
félags Akureyrar, er forfallinn áhuga-
maður um íjallgöngur. Vart h'ður svo helgi að
Ragnar rífi sig ekki á fætur fyrir allar aldir og
Á leið upp á Kerlingu í Eyjafirði.
haldi á fjöll. Hann er einn af forsprökkum
félagsins 24X24 og gengur jafnan á fjöll með
kjarna þess félagsskapar. Ahuginn á fjall-
göngum kviknaði fyrir átta árum og á þeim
tíma sem liðinn er hefur Ragnar lagt að baki
hvern fjallstindinn á fætur öðrum og segist
langt frá því að vera á þeim buxunum að
leggja skóna á hilluna.
„Það fylgir því ólýsanleg sælutilfinning að
ganga á fjöll, að standa á tindinum og njóta
útsýnis yfir okkar fallega land eftir erfiða
göngu. Það fyllir mann gleði og hamingju,"
segir Ragnar. Fjallganga sé góð bæði fyrir
líkama og sál, hreyfingin holl og það að
sigrast á ögrandi verkefni og standa á fjalls-
tindi sé næring fyrir sálina.
,A-ð finna að maður getur gert eitthvað
sem áður var talið óhugsandi, að sigrast á
sjálfúm sér er frábær tilfmning sem vekur
ómælda gleði,“ segir hann.
GRÍÐARLEG ÁSKORUN
Ragnar var upphafsmaður félagsins 24X24,
sem stofnað var fyrir átta árum í þeim til-
gangi að hleypa af stokkunum fjallgöngu um
Glerárdal ofan Akureyrar, markmiðið er að
ganga á 24 tinda í Glerárdal á einum sólar-
hring. Hugmyndin þótti galin þegar hún var
sett fram og talið að ógjörningur væri að ná
þessu markmiði. Ragnar og félagar létu úr-
töluraddir ekki á sig fá og efndu til göng-
unnar sem tókst ágætlega.
Kerlingafjöll voru heimsótt í fyrrasumar og gengið ó sjö tinda
eina helgi. Þó má nefna að Ragnar hefur gengið sex sinnum á
Hvanndalshnjúk.
34 SKÝ 2. tbl. 2012