Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 19

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 19
.................... FRÁ TJÖRN: ................. KRISTJÁN ELDJÁRN, FORSETI ÍSLANDS 1968 TIL 1980 Kristján Eldjárn fæddist að Tjörn í Svarfaðardal árið 1916 og var sonur hjónanna Sigrúnar Sigurhjartardóttur og Þórarins Kr. Eldjárns. Hann ólst upp í dalnum og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Hann hélt til Kaupmannahafnar að loknu stúdentsprófi 1936 og nam þar fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla þaðan sem hann lauk fyrri hluta námsins árið 1939. Hann ætlaði síðan að bíða af sér heims- styrjöldina og kenndi ensku, dönsku og latínu við Menntaskólann á Akureyri. Hann hóf síðan nám við Háskóla Islands þegar hann sá að stríðið gæti dregist á langinn og útskrifaðist þaðan með meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1944. Hann varð síðan doktor frá sama skóla árið 1957. Doktorsritgerð Kristjáns, Kuml og haug- fé í heiðnum sið á Islandi, varð metsölurit. Hún var endurútgefin hálfri öld eftir út- komu hennar ásamt viðbótum og hafði Kristján sjálfur skrifað meirihluta þeirra. Kristján vann m.a. sem kennari við Menntaskólann á Akureyri og Stýrimanna- skólann í Reykjavík, hann vann við forn- leifauppgröft, var safnvörður við Þjóðminja- safn Islands, varð síðar þjóðminjavörður, skrifaði bækur og greinar um fornleifar og stýrði fræðsluþáttum í Ríkissjónvarpinu um fornleifafræði. Þá var hann ritstjóri Árbókar Hins íslenska fornleifafélags í áratugi. Kristján þótti laga Þjóðminjasafn Islands að kröfum nútímans og tengjast margar merkustu fornleifarannsóknir hér á landi tíma hans sem þjóðminjavarðar. Eiginkona Kristjáns var Halldóra Ing- ólfsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Kristján varð þriðji forseti íslands árið 1968 og sat í því embætti í 12 ár. Hann var endurkjörinn fjórum árum síðar og lét svo af embætti árið 1980. Kristján þurfti oft að hafa afskipti af myndun ríkisstjórna á forsetatíð sinni. Hann blandaði sér þó aldrei í erjur stjórnmála- manna og reyndi að gæta hlutleysis. Hér fyrir ofan má sjá Kristján á bernskuslóðum en Kristján ólst upp í Svarfaðardalnum og hélt utan til náms í fornleifafræði við Kaupmannahaf- narháskóla að námi loknu. Kristján heilsar upp á unga fólkið. GuðniTh.Jóhannesson sagnfræðingur skrifaði bók um Kristján á sínum tíma. Hann segir: „Kristján Eldjárn var vinsæll forseti og virtur. Enginn hefur sest á for- setastól með viðlíka fylgi, í kjörinu 1968 hlaut hann um tvo þriðju hluta atkvæða. Þorri kjósenda vildi heldur fornleifafræð- inginn en Gunnar Thoroddsen, þaulreynd- an stjórnmálamann. Meðal valdhafa og embættismanna var Kristján þó tæpast óskakandídat. Sömu- leiðis þótti sumum íslendingum sem þau Halldóra, eiginkona hins nýja forseta, væru ekki nógu „fín“. Um það skrifaði Kristján í dagbók sína sem hann hélt alla tíð á Bessa- stöðum: „Mig grunar að einhverjum finnist við ekki vera nógu miklir höfðingjar til að vera hér. Má vera að rétt sé.“ Nokkur tími leið líka uns honum leið vel í hinu háa embætti. Hann saknaði fræðanna og þurfti að venjast nýjum vettvangi; mót- tökum, veislum og öðrum skyldum. Sumt af því fannst honum ætíð fáfengilegt. Kristján kappkostaði að standa utan hins pólitíska sviðs. Glöggt kom það í ljós vorið 1974 þegar stjórnarandstæðingar vildu að hann féllist ekki á þá ósk forsætisráðherra að þing yrði rofið. Því hafnaði Kristján og sagði við sjálfan sig að „forseti gæti ekki með nokkru móti brugðið fæti fyrir for- sætisráðherra nema með því að steypa sér og embætti sínu í ógurlegan háska og trufla stórkostlega allan gang stjórnmálanna“.Til þess var hann ekki kjörinn. Nauðugur þurfti Kristján þó að láta til sín taka við stjórnarmyndanir og tvisvar munaði Um það skrifaði Kristján í dagbók sína sem hann hélt alla tíð á Bessastöðum: „Mig grunar að einhverjum finnist við ekki vera nógu miklir höfðingjar til að vera hér. Má vera að rétt sé." 2. tbl. 2012 SKÝ 19

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.