Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 18
ÞAR SEM RÆTURNAR LIGGjA:
FIMM ÞEKKTIR
S VARF DÆ LIN G AR
Skýin fjalla um fimm þekkta Svarfdælinga. Þeir eru Kristján Eldjárn, Heiðar Helguson, Jóhann Kristinn
Pétursson (Jóhann risi), séra Friðrik Fridriksson og Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir (Hugrún skáldkona).
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR
Eftir að Heiðar Helguson, knatt-
spyrnumaður frá Dalvík, var
kjörinn íþróttamaður ársins 2011
vaknaði sú spurning á Skýjum hverjir væru
fimm þekktustu Svarfdælingar landsins.
Kristján Eldján, fyrrum forseti Islands,
kom fyrstur í hugann sem og Jóhann
Kristinn Pétursson, Jóhann risi. Eftir að
hafa rætt við nokkra góða Svarfdælinga
varð niðurstaðan sú að séra Friðrik
Friðriksson, stofnandi KFUM, kæmi inn á
listann ásamt Filippíu Sigurlaugu Kristj-
ánsdóttur; Hugrúnu skáldkonu.
Vissulega komu ýmsir aðrir til greina og
þessi úttekt er í sjálfu sér engin stórvísindi.
Af þekktum Dalvíkingum má nefna tón-
listarmennina Friðrik Omar Hjörleifsson,
Matthías Matthíasson (Matta Matt söngv-
ara), bæjarfulltrúa á Dalvík, og Eyþór Inga
Gunnlaugsson stórsöngvara. Allir eru með
þekktari mönnum landsins um þessar
mundir.
Björgvin Björgvinsson skíðakappi var oft
í fréttum á árum áður en hann tók þátt í
þrennum Ólympíuleikum, 48 heimsbikar-
mótum, keppti á 102 Evrópubikarmótum
og sex heimsmeistaramótum. Átján ára
gamall varð hann heimsmeistari unglinga í
stórsvigi árið 1998 í Chamonix í Frakk-
landi.
Þá eru þeir Halldórssynir frá Jarðbrú
þekktir úr heimi fjölmiðla; Atli Rúnar
Halldórsson var kunnur fréttamaður á
útvarpinu um árabil. Bræður hans Jón
Baldvin, Jóhann Ólafur og Óskar hafa líka
fengist við fréttamennsku. Fimmti
bróðirinn er Helgi Már Halldórsson
arkitekt.
Svanfríður Jónasdóttir, bæjarsljóri á Dalvík
og fyrrverandi þingmaður, er auðvitað
mörgum að góðu kunn eftir að hafa verið í
stjórnmálum í yfir tuttugu og fimm ár.
Ef farið er í þjóðsögur em bræðurnir á
Bakka kunnir. I þjóðsögum Jóns Arnasonar
segir: ,Á b* þeim sem á Bakka heitir í Svarf-
aðardal bjó bóndi einn fyrir löngu. Hann átti
þtjá sonu: Gísla, Eirík og Helga; vom þeir
orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör þeirra
mjög í frásögur færð þó fæst þeirra verði hér
talin.“
Auðvitað em þessar vangaveltur okkar um
fimm þekktustu Svarfdælingana fyrst og
fremst til gamans - en vonandi til einhvers
fróðleiks líka.
Kristján Eldjárn.
Filippía Sigurlaug Séra Friðrik Friðriksson. Jóhann Kristinn Pétursson. Heiðar Helguson.
Kristjánsdóttir
18 SKÝ 2. tbl. 2012