Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 36
Fjöldi gesta hefur farið í vélsleðaferðir með Sigurði.
Sigurður hefur komið upp bækistöð i gömlum vigtarskúr í Glerárdal, fjalla-
trukkurinn góði stendur hér við skúrinn.
Sælir ferðalangar á fjöllum.
Svíþjóð og Noregi. Hann fluttist aftur
heim fyrir fáum árum og stofnaði sem fyrr
segir fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Þetta er
nú fremur smátt í sniðum hjá mér ennþá
og þannig vil ég hafa það,“ segir Sigurður,
eini starfsmaður fyrirtækisins en hann sér
fram á aukin umsvif næsta sumar og gerir
ráð fyrir að ráða með sér einn til tvo
starfsmenn.
FRÁBÆR STAÐUR
MEÐ MIKLA MÖGULEIKA
„Það er gott að vera hér, eiginlega hrein
snilld, ekki nema um það bil 10 til 15 mín-
útna akstur frá hótelum bæjarins og fólk er
komið í ósnortna náttúru á augabragði, með
frábæru útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð,“
segir Sigurður sem hefur komið sér vel fyrir
í gamla vigtarskúrnum, bætt við geymslu
fyrir búnað og smíðað grillhús. Þá hefur
hann áhuga á að byggja á svæðinu stóran
heitan pott og nýta í hann vatn frá Norður-
orku, en ein af borholum fyrirtækisins er í
nágrenninu. Draumurinn er svo að reisa
eins konar Staura-tjald þar sem gestir geta
setið að snæðingi. Loks má nefna hug-
myndir hans um snjóþotubraut við starfs-
stöðina þar sem fjölskyldufólk gæti átt
saman góða stund við útiveru. Gangi
áformin eftir er þess ekki langt að bíða að
svæðið muni iða af lífi.
1 ó MANNA FJALLATRUKKUR
„Þetta gengur vel, fyrirtækið er lítið og
þannig vil ég hafa það, ég ætla mér að
byggja það upp hægt og rólega og taka eitt
skref í einu,“ segir hann. Extreme býður
upp á ýmsar ferðir, snjósleðaferðir og ferðir
á fjallatrukknum, sem tekur 16 manns í sæti
og Sigurður smíðaði sjálfur fyrir fáum árum
úr tveimur Benz Unimog bílum. „Ég er
með skipulagaðar ferðir, sem taka frá einum
og upp í 6 klukkutíma, en eins er ég mjög
sveigjanlegur og það er hægur vandi að
útbúa sérsniðnar dagsferðir að óskum
viðskiptavina hverju sinni,“ segir hann.
ÝMSAR HUGMYNDIR í GANGI UM
UPPBYGGINGU
Samstarf er við ferðaþjónustuaðila á Eyja-
ijarðarsvæðinu og er það með miklum
ágætum, þannig að hægt er að nýta sér fleiri
kosti, sem m.a. kemur sér vel þegar óvissu-
ferðir fyrir starfsmannafélög og fleiri eru
skipulagðar. Hann hefur fengið afnot af
skálanum í Fálkafelli í því skyni.
Að sumarlagi þegar snjór er á bak og burt
eru í boði gönguferðir um svæði, búið er að
útbúa bækling með öllum blómum sem vaxa
í Glerárdal og hafa margir haft ánægju af að
ganga um með leiðsögn kunnugra og kynna
sér þau. Þá á Sigurður sér þann draum að
leggja hjólabraut frá bækistöð sinni og að
íjallahjólabrautinni í Kjarnaskógi og sér
ýmsa möguleika verði hann að veruleika.
„Það eru margar hugmyndir í gangi hjá
mér varðandi uppbyggingu hér og ég vona
að þær verði að veruleika í fyllingu tímans,"
segir Sigurður og er bjartsýnn á framtíðina í
ferðaþjónustu í Glerárdal. SKÝ
36 SKÝ 2. tbl. 2012