Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 15
Pontus______________
í myndunum um Wallander
er íslenskur
Sverrir Páll Guðnason, sem kunnur er sem Pontus í lögregluþáttunum um Wallander, er íslenskur. Hann er
sonur Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra og Bryndísar Sverrisdóttur, sviðsstjóra hjá Þjóðminjasafninu,
en hún er dóttir Sverris Hermannssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra. Tólf ára fór Sverrir Páll út með
foreldrum sínum og hefur ekki snúið heim aftur.
VIÐTAL: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: ÝMSIR
Sverrir Páll fór tólf ára gamall til Stokk-
hólms með foreldrum sínum og settist
þar á skólabekk, mállaus að sjálfsögðu á
tungu heimamanna eins og svo margir
unglingar sem fara utan og verða að spjara
sig í nýju umhverfi. Það hefiir hann gert.
Þetta var árið 1990. Núna 22 árum síðar er
Sverrir kunnur og eftirsóttur leikari í Sví-
þjóð. Hann á þegar að baki feril í leikhúsi,
sjónvarpi og kvikmyndum og er þó bara rétt
að byrja. Ferillinn í Svíþjóð nær yfir 15 ár.
Sverrir hefur verið duglegur að koma sér
áfram og neitar ekki að þar gæti ættgeng
framhleypni ráðið einhverju, þrátt fyrir
meinta feimni. Afi hans og nafni er Sverrir
Hermannsson, einn af litríkari stjónmála-
mönnum Islandssögunnar, alþingismaður,
ráðherra og bankastjóri. Hann er ekki feim-
inn svo á því beri.
DÓTTURSONUR SVERRIS
HERMANNSSONAR
„Afi fylgist mjög vel með því sem ég geri og
fagnar hverjum áfanga,“ segir Sverrir yngri.
Áfangarnir eru orðnir margir og sjónvarps-
áhorfendur á íslandi þekkja andlit Sverris
best í hlutverki Pontusar, hins unga og
óreynda fylgissveins Wallanders í sam-
nefndum sakamálaþáttum. Alls hefur
Sverrir verið 12 sinnum í hlutverki Pont-
usar í Wallanderþáttunum.
Myndirnar eru gerðar eftir lögreglu-
sögum Svíans Hennings Mankell og hafa
átt mikinn þátt í að kynna „hinn norræna
reyfara“ um allan heim. Þetta eru einhverjar
vinsælustu spennusögurnar á markaðnum
síðustu ár og hafa mótað spennusagna-
hefðina á Norðurlöndum.
Einkenni hins norræna reyfara eru mörg.
Oft eru veikleikar hetjanna og vandamál í
forgrunni ásamt félagslegu raunsæi. Þetta
eru andhetjur. Fyrir vikið er meira lagt upp
úr pesónusköpun í þessum sögum en lög-
reglusögum margra annarra landa.
Um leið eru mörg alþjóðleg stíbrögð
notuð - eins og til dæmis að hafa tvíeyki í
aðalhlutverki. Hinn gamalreyndi og oft
haðneskjulegi Wallander á sér mótvægi í
Pontusi.
EINS OG WALLANDER UNGUR
„Pontus er eins og Wallander var meðan
hann var enn ungur og óreyndur,“ segir
Sverrir um persónuna sem hann hefur
Þœttimir eru gerðir eftir
lögregíusögum Svíans
Hennings Mankell og hafa ótt
mikinn þótt í að kynna „hinn
norrcena reyfara" um allan
heim. Þetta eru einhverjar
vinsœiustu spennusögurnar
ó markaðnum síðustu
ór og hafa mótað
spennusagnahefðina á
Norðurlöndum.
sjálfur mótað.Textinn er fenginn úr bókum
Mankells en síðan eru það handritshöf-
undar, leikarar og leikstjórar sem gæða
fólkið lífi á skjánum.
Sverrir segir að þegar margar myndir
með sömu sögupersónum eru teknar upp í
2. tbl. 2012 SKÝ 15