Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 43

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 43
Sex and the City. Framleiðandi þeirrar sjónvarpsseríu mundi eftir honum þegar hann fór af stað með nýja seríu The Street og fékk Cooper aðalhlutverkið. Ekki sótti hann gull í greipar sjónvarpsins að þessu sinni þar sem hætt var framleiðslu seríunnar eftir aðeins 12 þætti. Tók nú við tímabil þar sem Cooper lék í nokkrum kvikmyndum sem eru flestum gleymdar og gestahlutverk í sjón- varpsseríum. Segja má að Alias hafi verið fyrsta raun- verulega tækifærið, en hans þætti lauk f seríunni 2003 þegar þrjú ár voru eftir. Stóð hann því I sömu sporum og í upphafi en að vísu nokkuð þekktari. Eftir að hafa náð góðum árangri í Wedding Crashers (2005) tók hann hlé frá kvikmyndum og sjónvarpi veturinn 2006 og lék á Broadway á móti Juliu Roberts í Three Days ofRain. Tóku svo við nokkur minniháttar háttar hlutverk ásamt leik í nokkrum þáttum í hinni umdeildu sjónvarps-seríu Nip/Tuck. Siðan kom The Hangover og engin vandræði eftir það. Nefna má að fyrir The Hangover fékk Bradley Cooper 600 þúsund dollara að launum, en tveimur árum síðar 5 milljónir dollara fyrir The Hangover Part II. FJÓRAR KVIKMYNDIR Á ÞESSU ÁRI Eftir að The Hangover sló í gegn hefur Bradley Cooper varla tekið sér frídag og stekkur á milli kvikmynda. Þessa dagana bíða fjórar kvikmyndir eftir að komast í sýningu á þessu ári og kvikmyndun stendur yfir á Serena, sem hin danska Susanne Bier leikstýrir. Mótleikkona Coopers þar er Jennifer Lawrence, sem um þessar mundir er að slá eftirminnilega í gegn í The Hunger Games. Þær kvikmyndir Coopers sem eiga eftir að líta dagsins Ijós á þessu ári eru The Words, þar sem mótleikkonur hans eru Zoe Zaldana og Olivia Wilde, báðarfyrrum kærustur, The P/ace Beyond the Pines, þar sem mótleikari hans er Ryan Gosling og má búast við að kvenþjóðin hópist á þessa dramatísku kvikmynd því ráðamenn á People fengu varla frið fyrir æstum kvenaðdáendum Goslings, sem fannst Cooper vera tekinn óverðskuldað fram fyrir hann þegar kyn- þokkafyllsti maður ársins var valinn. Þriðja myndin er Outrun, mótorhjólamynd þar sem Bradley Cooper er í aukahlutverki, og sú fjórða er The Silver Linings Playbook þar sem mótleikari hans er Robert De Niro, en þeir léku einnig saman í þeirri ágætu kvikmynd Limitless, sem fékk góðar viðtökur í fyrra. Fyrrnefnd Jennifer Lawrence leikur einnig í The Silver Linings Playbook. EIH HJÓNABAND OG NOKKRAR ÞEKKTAR KÆRUSTUR Bradley Cooper á eitt hjónaband að baki sem ekki varð langlíft. Eiginkona hans, leikkonan Jennifer Esposito, varfljót að átta sig á því að framtíðarplön voru ekki ofarlega á blaði hjá Bradley Cooper. Þau giftu sig síðla árs 2006 og skildu í maí 2007. Cooper hefur passað sig síðan að vera ekki að lofa upp í ermina á sér þegar kemur að kvenfólki og á að baki nokkur sambönd. Það lang- lífasta var með Renée Zellweger sem stóð yfir í rúmt eitt ár. Síðasta kærasta hans var Avatar stjarnan Zoe Zaldana og tilkynntu þau sambandsslit í mars. Aðrar þekktar leikkonur sem Bradley Cooper hefur verið orðaður við eru Olivia Wilde, Jennifer Lopez, Jennifer Aniston og Cameron Diaz. Ekki amalegur listi þetta, en eitthvað virðist Cooper eiga erfitt með að festa rætur þegar hann getur ekki haldið sig á teppinu þegar slíkar dívur eiga í hlut. Bradley Cooper segist ekki velta mikið fyrir sér frægðinni en viðurkennir að frægðin hafi marga kosti og möguleikarnir að nýta sér hana á réttan hátt séu miklir. „Ég hef verið heppinn hvernig sem á það er litið en frægðin hefur sína endastöð og ekkert er sjálfsagt í þeim efnum, en meðan ég fæ tækifæri til að stunda mína vinnu með góðum leikstjórum og góðum leikurum erfrægðin til góða, annað sem henni fylgir verð ég bara að eiga við eftir bestu getu." SKV RITSTULDUR í The Words finnur rithöfundur handrit af skáldsögu sem hann gerir að eigin verki. Ein fjögurra kvikmynd Bradleys Coopers á þessu ári er The Words, sem frumsýnd var á Sundance kvikmyndahátíðinni í febrúar en verður ekki tekin til almennra sýninga fyrr en í september. Þótt The Words hafi verið valin til að Ijúka hátíðinni var hún fyrst óháðra kvikmynda til að ná sér í dreifingar- aðila. í upphafi The Words er þekktur rithöfund- ur að segja stutta sögu um rithöfundinn Rory Jensen (Bradley Cooper) sem hefur ekki gengið allt of vel á listabrautinni og finnst hann eiga meira skilið. Þegar hann er ásamt unnustu sinni á ferðalagi í París færir hún honum gamlan og veðraðan kistil sem hún hafði hrifist af á fornsölu. Þegar heim er komiðtil New Yorkskoðar Jensen kistilinn nánar og finnur handrit að skáldsögu. Hann ákveður að rita söguna á sína ritvél og gera að eigin verki. Bókin slær í gegn og Rory Jensen öðlast þá frægð og viðurkenningu sem hann telur sig eiga skilið. Allt er í sómanum þar til dag einn að gamall maður gengur að honum í Central Park og fer að segja honum sögu um handrit sem hafi týnst. Jensen veit, og gamli maðurinn líka, að þar er komin sagan sem hann sagðist hafa skrifað. Jensen fær samviskubit en það er erfitt að hverfa til baka þegar frægðin hefur loks bankað á dyrnar. Þess ber þó að geta að ekki er allt sem sýnist hvað varðar söguþráðinn í myndinni og stúlka sem hlustar á rithöfundinn í upphafi vill fá nánari skýringar. Auk Bradleys Coopers leika í The Words Zoe Saldana, Olivia Wilde, Jeremy Irons, Dennis Quaid og John Hannah. Á Sun- dance-kvikmyndahátíðinni fékk The Words góðar viðtökur þótt ekki hafi hún unnið til verðlauna. SKY

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.