Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 27

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 27
fólkið sem segja má að taki örlögum sínum af skyn- semi. Þau áttu sjálfsagt aldrei von á bróderuðum verum á rúmin eða gæsalifrarkæfu í matinn. I sveitaþorpinu og nágrenni þess í öðrum hluta bókarinnar býr fólkið við óþægindin af setuliðinu en kemst brátt að því að þýsku piltarnir eru ekki alvondir. Slys, afbrýðisemi og glæpir breyta lífi sumra en líf flestra er áfram harla hversdagslegt. En tíma Némir- ovsky þraut og lengra komst hún ekki en minnisatriði um framhaldið og beinagrind að köflunum sem ekki voru ritaðir fylgja aftast í bókinni. Þýsku hermennirnir eru sendir áfram á vígstöðv- arnar í austri og rændir draumnum um frið. Bænda- fólkið í franskri sveit dregst inn í átökin þrátt fyrir að gera sitt besta til að standa utan þeirra. Draumar fjölskyldunnartaka að snúast um að fá synina heila heim frá vígstöðvunum. Némirovsky lifði ekki að lýsa ömurleika útrýmingarbúðanna eða rústunum sem Evrópubúar stóðu frammi fyrir í lok stríðisins. Frönsk svíta hefur notið verðskuldaðrar viðurkenn- ingar. Hún er langt frá því að vera dapurleg heldur þvert á móti fyndin og full af innsæi í mannlega hegðun, góða og illa. Hvers vegna ættu líka allir að verða eins og umskiptingar þegar þeir leggja á flótta við afleitar aðstæður? Snobb, sjálfselska, upphafning eigin ágætis, græðgi og skeytingarleysi um náungann minnkarekki á hlaupum undan innrásarliði á rykugum þjóðvegi á heitum sumardegi. Alveg þvert á móti eiginlega en neikvæðir eiginleikar verða hlægilegirí heimskulegustu birtingarmyndunum. Og svo er einn og einn sem tekur sig á og tekur á honum stóra sínum þegar allt er komið í óefni og nær að gleyma daglegu nöldri og leggja hrokann til hliðar þegar leggja þarf flóttamönnum lið. Irene Némirovsky þótti gott að sitja úti í skógi og punkta niður hugsanir sínar og skipuleggja skriftirnar. Henni auðnaðist ekki að Ijúka við stórvirkið sem hún ætlaði Franskri svítu að verða. En hún skildi eftir í handritinu fágætar lýsingar á samtímanum í skáld- söguformi og lýsti af djúpum skilningi viðbrögðum manna við breytingum og stóráföllum. SKY Of Monsters and Men My Head is an Animal Útgefandi: Record Records Lala dýrasögur TEXTI: ERIK SÖRDAL Kannski er borið í bakkafullan lækinn með umfjöllun um plötuna My Head is an Animal á þessu stigi málsins. Platan er að vísu ekki ýkja gömul, þar sem hún kom út á síðari hluta síðasta árs, en hún hefur á örfáum vikum tekist á þvílikt flug vestanhafs að dæmalaust er í íslenskri tónlistarsögu. Fyrir popptónlistarunnendur sem eiga eftir að kynna sér gripinn í heild sinni er þó óhætt að mæla með því að þeir bæti ráð sitt. Of Monsters and Men virðast hafa fangað tíðarandann með einhverjum hætti. Það er vart hægt að segja að vinsældirnar stafi af frumleika tónlistarinnar. Þau leika þjóðlagaskotið krúttpopp sem gítarar, bassi, hljómborð og trommur bera uppi, en kryddað er með öðrum hljóðfærum. Fyrir þá sem hafa gaman af Of Monsters and Men má benda á dobíu af öðrum sveitum sem leika tónlist af svipuðum meiði: Efterklang, Edward Sharpe and the Magnetic Zeros og Beirut, svo nokkrar séu nefndar. Sveitin hefur þó náð að skapa sinn sérstaka hljóm sem helst út alla plötuna. Það er mikið um klapp, samtaka „lala-lala" og upphrópunina „hey!" sem er í miklu uppáhaldi. Oftar en ekki er ómótstæðileg stígandi í uppbyggingu laganna og það er eiginlega með öllu ómögulegt að smitast ekki af spilagleðinni sem virðist alls staðar skína í gegn. Samspilið, ekki síst einkennandi samsöngur Nönnu Bryndísar Hilmarsdóttur og Ragnars Þórhallssonar, er aðalsmerki plötunnar en skemmtileg smáatriði gera hana heilsteyptari: brak, rjátl, bergmál hér og þar og aðrir fídusar í eftirvinnslu sem er annars til fyrirmyndar. Titill plötunnar vísar í dýraríkið og segja má að alls konar ævintýralegar dýrasögur séu á meðal helstu yrkisefna sveitarinnar. Flest er þetta voðalega sætt, breytir engu, skilur fátt eftir, en nær því heldur ekki að verða vandræðalegra en gengur og gerist í þessum geira. Það er full ástæða til að raula með og samgleðjast Of Monsters and Men og þó enn meiri ástæða til að hlakka til framhaldsins. SKY My Head is an Animal hefur á örfáum vikum tekist á þvílíkt flug vestanhafs að dæmalaust er í íslenskri tónlistarsögu. STRIKIÐ RESTAURANT»BAR Skipagata 14 | 5.hæð | 602 Akureyri | Sími 462-7100 | www.strikid.is 2. tbl. 2012 SKÝ 27

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.