Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 28
Véðrið hafði versnað mikið á síðasta
hálftímanum. Ort vaxandi öld-
urnar gengu yfir skipið svo til
linnulaust en það fór vel í sjó og
bar af sér brotin af mikilli mýkt, er við sigld-
um í rólegheitunum vestur eftir suðurlandinu
á leið í langþráð frí. Það var létt yfir mann-
skapnum og samræðurnar í borðsalnum
snerust að mestu um það hvað gera skyldi
þegar heim væri komið. Þetta hafði verið
frekar létt úthald, einungis nokkrar ferðir um
borð í fiskibáta til athugunar á veiðarfærum
og skráningum skipveqa bátanna. Draumatúr
varðskipsmanna.
Skyndilega heyrðum við að vélarhljóðið
breyttist og skipið fór að velta meira sem
benti til að það væri verið að breyta um stefnu.
Urg í kallkerfinu staðfesti það, þegar rödd
skipherrans tilkynnti okkur að flutningaskip
væri í vandræðum sem við þyrftum að fylgjast
með. Hann bað um að tveir menn til viðbótar
við sig og sfyrimanninn kæmu upp í brú til að
vera á vakt.
Stuttu seinna kemur annar vaktmaðurinn
inn í borðsal og segir okkur að gera klárt til
björgunar, þar sem fraktarinn sé orðinn vélar-
vana og hafi látið ankerin falla til að forðast
rek að landi.
AHir sem einn stóðum við á fætur og fórum
að gera okkur klára á fyrirfram ákveðnum
stöðum um borð. Allt hlutir sem við höfðum
æft, oft og mörgum sinnum.
Er við stóðum og rýndum út um kýraugun
sást grilla í fraktarann í fjarska á milfi öldu-
faldanna sem risu sífellt hærra.
Hvers vegna vorum við ekki lagðir af stað
til að sækja hann?
Allt var klárt, línubyssan með fullhlöðnu
þrýstihylki á brúarvængnum, kasth'nan og
önnur til vara, dráttartógið og vírinn á spilinu.
Við vissum að innan skamms gæti það orðið
of seint. Veðrið fór sífellt versnandi og flutn-
ingaskipið rak stjórnlaust nær landi með
hverri mínútunni sem leið.
Mannskapurinn beið fullgallaður og klár til
aðgerða inn í þyrluslfylinu. Við fundum
hvernig varðskipið lék á reiðiskjálfi þegar
brotin riðu yfir það og að báðar aðalvélamar
vom keyrðar til að halda því upp í brotin.
Við vomm átta sem biðum þarna í skýfinu
og vomm að verða frekar óþolinmóðir yfir
aðgerðarleysinu. Veltingurinn hafði aukist það
mikið að það var orðið næstum ógerningur að
ganga um án þess að halda sér.
Stýrimaðurinn þrýsti á hnappinn á kall-
kerfinu og spurði hvað væri eiginlega um að
vera.
Svarið: „Bíðum eftir samþykki úr landi.
Þyrlan er á leiðinni.“
Samþykki úr landi! Þyrlan á leiðinni! Hvað
vom menn eiginlega að hugsa?
Það var vitlaust veður og stjórnlaust flutn-
ingaskipið rak vélarvana upp í fjöru.
Þá sló það okkur alla samtímis. Við fitum
hver á annan forviða og hugsuðum greinilega
allir það sama.
Peningar að sjálfsögðu, hvað annað!
Björgunarlaunin!
Ég fann kuldann hríslast niður eftir bakinu
á mér. Höfðu þessir menn enga samvisku?
Það vom sextán menn um borð í skipinu og
það var útséð um að þeir kæmu vélinni í gang
aftur. Þeir vom búnir að reyna í marga
klukkutíma án árangurs.
Þyrlan? Hvað gæti þyrlan gert? Það var
kolvitlaust veður. Að vísu vom þeir snillingar
en það vom takmörk fyrir öllu.
Og þó að þeir næðu mannskapnum, hvað
með skipið? Æduðu þeir bara að fórna því?
Allt þetta flaug í gegnum hugann á meðan
enn eitt brotið reið yfir. Við fundurn að veðrið
var enn að versna eða urðu brotin bara stærri
og öflugri þegar við færðumst nær landi?
Grynningarnar geta veríð hrikalegar, sér-
staklega í þessari átt. Allt Atiantshafið var
fyrir utan og hafði nógan tíma og nægt pláss
til að sýna hvað í því bjó.
Skyndilega heyrðum við í kallkerfinu:
„Við sækjum hann. Allir klárir.“
Röddin var róleg og yfirveguð rétt eins og
við væmm að fara að sýna björgun á
sjómannadaginn skammt fyrir utan Gróttu.
Skipið valt ofsalega undan öldunum sem
skullu Hnnulaust á síðunni þegar skipinu var
snúið undan vindinum og vélamar stundu af
áreynslu þegar fullt afl var sett á þær.
Við þokuðum okkur út úr skýlinu og
reyndum að sæta lagi á milfi brota að festa
öryggislínuna okkar.
Nú tók spennan við af biðinni. Adrenah'nið
fór að flæða um æðamar og hvert handtak var
ömggt og fumlaust. Við höfðum ahir æft þetta
hundrað sinnum og þeir elstu og reyndustu
höfðu lent í björgunum áður. Við vissum allir
nákvæmlega hvað hver og einn átti að gera.
Fraktarinn lá nú flatur fyrir veðrinu og
brotin gengu yfir hann. Við sáum hvernig
gámastæðurnar vom byrjaðar að losna og
gámarnir að faUa í sjóinn. Nokkrir gámar vom
á floti á milh okkar og flutningaskipsins og
við vissum að þeir gætu valdið okkur miklum
vandræðum er við nálguðumst þá.
Veltingurinn minnkaði um leið og við
vomm komnir á keyrslu undan veðrinu en í
staðinn vomm við í meiri hættu afturá þegar
brotin gengu yfir skutinn. Gangurinn fyrir
neðan þyrlupaUinn tæmdist orðið ekki þar
sem affaUsraufarnar höfðu ekki undan sjónum
sem steyptist látlaust yfir.
Er við komum nær sáum við betur hversu
gríðarstórt flutningaskipið var, þar sem það
valt sljórnlaust í bromnum.
AUt í einu fór skipið okkar að velta aftur og
við gerðum okkur um leið grein fyrir því að
nú færi eitthvað að gerast. Skipherrann var að
setja stefnuna á flutningaskipið aftanvert og
við tókum okkur stöðu. Yfirstýrimaðurinn fór
á línubyssuna, einn með honum og við hinir
tUbúnir með tógið og við sptiið með
dráttarvírnum.
Er við nálguðumst sáum við að fjórir, nei
sex menn vom aftur á skutnum tti að taka við
kasth'nunni. Yfirstýrimaðurinn skaut af
byssunni á hárréttu augnabhki og boltinn
með h'nunni lenti fyrir innan borðstokkinn.
Orfáum mínúmm síðar sáum við að það fór
að strekkjast á h'nunni sem var bundin við
dráttartógið og gáfurn við þá út slaka en þó
28 SKÝ 2. tbl.2012