Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 9

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 9
íslandsklukkan á sviði: Jón Hreggviðsson (Ingvar Sigurðsson) ásamt móður sinni (Herdís Þor- valdsdóttir). LAXNESS Á SVIÐI OG TJALDI Fjölmargar leiksýningar, sjónvarpsmyndir og kvikmyndir hafa verið byggðar á verkum Halldórs Laxness. Verk hans hafa verið sýnd hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, atvinnuleikhópum og áhugaleikfélögum. Frumsamin leikrit Halldórs Laxness eru Straumrof, Silfurtúnglið, Strompleikurinn, Pijónastofan Sólin og Dúfnaveislan. Skáldsögurnar Vefarinn mikli frá Kasmír, Salka Valka, Sjálfstætt fólk, Heimsljós, fslandsklukkan, Atómstöðin, Kristnihald undir jökli, Innansveitarkronika og Gerpla hafa allar verið sviðsettar í leikgerðum og eru til fleiri en ein leikgerð af mörgum þeirra. Kvikmyndir og sjónvarpsmyndir hafa verið byggðar á skáldsögunum Sölku Völku, Atómstöðinni, Brekkukotsannál, Paradísarheimt og Kristnihaldi undir Jökli, leikritinu Silfúrtúnglinu og smásögunum Ungfirúin góða og húsið, Lilju, Jóni í Brauðhúsum og Veiðitúr í óbygðum. Einnig hafa verk Halldórs Laxness orðið efniviður í balletta og óperu, auk þess sem fjölmargar leiknar dagskrár hafa verið samdar upp úr verkum hans. Ríkisútvarpið hefur flutt leikið efni af ýmsu tagi, byggt á verkum Halldórs Laxness. SNERIST TIL SÓSÍALISMA í AMERÍKU Halldór dvaldi semsagt í Hollywood veturinn 1927-1928 og vann kappsamlega að framgangi sínum ásamt umboðsmanni sínum Harriet Wilson. Það voru tvö hand- rit eða hugmyndir sem unnið var út frá. Annars vegar var það Kári Káran eða Judged by a Dog en hins vegar var það Salka Valka eða Woman in Pants. Metro- Goldwyn-Mayer félagið í Hollywood sýndi handritinu að Woman in Pants nokkurn áhuga. Um tíma stóð til að Halldór færi til Islands með hópi kvik- myndagerðarfólks og stjórnaði gerð mynd- arinnar en ekki varð af því. Á þessum tíma var Greta Garbo ein helsta stjarna kvik- myndanna og mikið dálæti Halldórs. Garbo var á mála hjá Metro-Goldwyn- Mayer svo sega má að litlu hafi munað að Salka Valka liti fyrst ljós heimsins í túlkun Garbo. Um haustið 1928 verður ljóst að öll þessi áform renna út í sandinn og Halldór yfirgaf Hollywood ofurlítið kalinn á hjarta og hefur líklega fengið sig fullsaddan af þessum hverfula iðnaði eins og margir síðan. Hann sneri aftur heim til íslands til þess að skrifa bók um bónda á afskekktri íslenskri heiði. „The rest is history“ eins og líklega væri sagt í Hollywood. Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur, sem manna best hefur ritað krónikur um ævi Laxness, orðar það svo að „ósigur Halldórs í Hollywood varð sigur íslenskra bók- rnennta." Eftir tveggja ára dvöl í Ameríku lét Halldór hafa eftir sér að hann hefði orðið sósíalisti af dvölinni í Hollywood við að horfa á svanga umrenninga í almennings- görðum og taldi augljóst að hver meðal- snotur maður sem í Ameríku dveldi kæmi þaðan sannfærður um alræði öreiganna. Líður svo fram um langa hríð eins og Islendingasögur myndu orða það og Hall- dór sinnir ritstörfum af kappi og öðlast frægð víða um lönd fyrir skáldsögur sínar. En þessi fjölhæfi listamaður hafði ekki misst löngunina til þess að láta að sér kveða með öðrum aðferðum en hefðbundin skáldsagnagerð gefur færi á. Halldór var alla tíð mjög hrifinn af leikhúsinu og sagði sjálfur frá því að tólf ára gamall hefði hann séð sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar sem hafði mikil áhrif á hann. Nokkrum árum seinna skrifaði hann leikdóm um sýningu félagsins á Syndum annarra eftir Einar H. Kvaran. I LEIKHUSI INNAN LANDS OG UTAN Vitað er að þegar Halldór var á ferðum erlendis eða dvaldi við ritstörf á ýmsum stöðum sótti hann leikhúsið talsvert og sá margar leiksýningar á verkum sem seinna 6. tbl. 2011 SKÝ 9

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.