Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 29

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 29
ekki of mikið til að minnka hættuna á að það drægist niður í skrúfusogið firá okkur. Eilífðartími virtist líða á meðan við gáfiim út tógið þar til kallið kom ofan úr brú um að allt væri klárt. „Forðið ykkur“, var skipunin. Við slepptum tóginu sem var fest við drátt- arvírinn og forðuðum okkur í skjól. Það sem eftir var af tóginu rauk út af feikna- afli þegar öllum tíu þúsund hestöflunum sem vélarnar gátu gefið, var beitt til að fá næga spymu sem dygðu til að draga þetta ferh'ki út úr þeim ógöngum sem það hafði lent í. Dráttarvírnum af stjórnborðsspilinu var slakað út, hægt í fýrstu en síðan með auknum hraða eftir því sem átakið jókst. Gefið var út af spilinu þar til eftir var ijórðungur af víra- magninu, sem ætti að vera nóg við allar venjulegar aðstæður. En málið var að þetta voru engar venju- legar aðstæður. Að æda sér að draga skip sem var tvisvar sinnum stærra og þyngra en okkar, á skutnum móti ofsaveðri og stórsjó, var meira en að sega það. Kolsvartur reykjarmökkur kom upp úr báðum púströrunum þegar vélarnar vom keyrðar á öllu því afli sem mögulegt var að ná út úr þeim. Hægt, svo óendanlega hægt, sáum við að skuturinn á skipinu byijaði að hreyfast og það fór að snúast upp í vindinn. Dráttar- vírinn var eins og þaninn gítarstrengur og það var hreinlega hægt að sjá hvernig teygðist á honum. Nú var ekkert annað fyrir okkur að gera en að bíða og vona að vírinn héldi. Skyndilega sáum við úti í sortanum hvar björgunarþyrlan sveimaði yfir skipinu eins og áhöfnin væri að kanna aðstæður. Síðan kom hún nær okkur og hélt sig á milli skipanna tveggja sem börðust á móti veðrinu í örvænt- ingarfullri tilraun til að hafa betur. Veðrið var að færast í aukana og við veltum því fyrir okkur hversu lengi þyrlan gæti hald- ið þetta út. Okkur fannst ekkert ganga að draga skipið út úr brotunum, sjórinn gekk látiaust yfir og við sáum hvernig hann brotnaði á sjö hæða hárri yfirbyggingu flutningaskipsins með þvflíkum ógnarkrafti að oft sáum við ekkert í hana, einungis hvítfyssandi sjávarlöður. Svo kom smellurinn og við sáum hvernig slaknaði á dráttarvírnum. Það sem við óttuðumst mest hafði gerst. Það hafði slitnað aftur úr. Við heyrðum hvemig álagið á vélunum minnkaði og snúningshraðinn jókst ogjafnaðist aftur þegar skrúfunum var kúplað frá gírnum. Það versta sem gæti gerst núna var að við fengjum vírinn í skrúfurnar. Annar stýrimaður stökk til, þreif í sljórn- tækin og byrjaði að hífa vírinn inn eins hratt og spilið snerist. Veltingurinn jókst allt að hættumörkum þegar varðskipið fór að leggj- ast sþ'ómlaust undan veðrinu og við áttum í miklum erfiðleikum með að skorða okkur fasta við eitthvað sem héldi. Heil eilífð virtist líða áður en vírendinn kom inn fyrir. Hann hafði slitnað um augað. Við sáum annan sfyrimann þfysta á hnapp- inn á kallkerfmu en heyrðum ekki hvað hann sagði. Það skipti í raun ekki máli því við heyrðum og fúndum strax hvernig skrúf- unum var kúplað inn og álag sett á vélarnar. Við fómm strax allir að gera klárt til að koma annarri línu yfir í fraktarann, við vissum að það yrði gerð önnur tilraun. Sama hversu vonlaus hún væri. Yfirsfyrimaðurinn á línubyssuna, kastlín- urnar klárar og dráttartógið og vírinn á bak- borðsspilinu. AUt klárt.Taka tvö. Ekkert mál. Þrátt fyrir gífiirlegan veltinginn og stans- lausa ágjöfina var skipinu snúið í átt að ff akt- aranum aftur sem færðist hratt í átt að landi með stefnið á undan. Ankerin gerðu greini- lega ekkert gagn. Einhveija hreyfingu sáum við aftur á skipinu en gátum engan veginn gert okkur grein fyrir því hversu margir vom þar. Eins konar plomphljóð heyrðist þegar skotið reið af úr línubyssunni og við reyndum að fylgja rauða boltanum er hann skaust í átt að skipinu, en hann hvarf sjónum okkar í löðrinu. Eitthvað virtist yfir sfyrimaðurinn hafa séð því hann fór strax að hlaða aftur. Missti greinilega marks, sem var sjaldgæft þegar hann átti í hlut. Þegar hann var tilbú- inn aftur var það orðið of seint. Fjarlægðin var of mikil. Röddin í kallkerfmu var róleg eins og venjulega. „Við náum honum ekki, gangið frá og komið ykkur inn.“ Það var beygur í okkur þegar við gerðum okkur klára til að taka saman allt sem var laust og átti á hættu að skolast útbyrðis. Allir horfðum við í átt að landi þar sem fraktarinn lá orðið flatur fyrir í brotunum og hugsuðum um þá sem vom þarna um borð. Allt í einu, eins og hendi væri veifað, breyttist veðrið úr stormi í fárviðri. Sjórinn varð eins og kraumandi suðupottur sem kastaði varðskipinu til eins og korktappa. Allt lauslegt fór á fleygiferð og menn köstuðust til og frá eins og tuskubrúður, reynandi að ná einhverri handfesm. Ut undan mér sá ég að einn félaginn hafði náð tökum á olíuröri fyrir spilið og vafði sig utan um það eins og ormur. „Það kemur brot“ heyrðum við allt í einu. Hvaðan kallið kom geri ég mér ekki fúlla grein fyrir því allt í einu var ég á kafi og hafði enga stjórn á því hvert ég fór eða hvernig ég ætti að stöðva mig. Ég barðist við að halda höfðinu upp úr sjónum og kastaðist til og frá eftir þyrlupallinum þar til ég fann að ég var kominn út að borðstokknum og þreifaði eftir einhverri handfesm. Allt í einu fann ég gríðarlegan sársauka í öðmm handleggnum og hélt að hann myndi hreinlega slitna af. Höndin hafði skorðast á milli tveggja röra sem staðsett vora úti við borðstokkinn. Líkaminn slengdist til og höfúðið skall utan í stálið á borðstokknum. Svo varð skyndilega allt svart. Næst vissi ég af mér þar sem ég var kominn inn í þyrlu- skýlið. Hvernig vissi ég ekki fyrr en seinna. Einn félaginn hafði stokkið til er hann sá hvað var að gerast og lagt sjálfan sig í stór- hætm við að losa höndina úr klemmunni, gripið í gallann þar sem hann náði taki og dröslað mér inn fyrir. Mér var hjálpað úr blautum fótunum, þar sem vinstri handleggurinn var nánast ónot- hæfúr, og drifinn inn í sjúkraklefann. Ég hafði farið úr lið við öxl, fengið skurð á höf- uðið og snert af heilahristingi. I raun taldi ég mig heppinn að ekki skyldi hafa farið verr. Ég gæti verið dauður. Einhveiju deyfilyfi var dælt í mig þannig að ég féll í hálfgert mók og vissi ekki hvað gekk á fyrr en mörgum klukkutímum seinna. Þá var allt um garð gengið. Skipsfélagar mínir sluppu allir með skrámur og marbletti. Þyrlan náði að bjarga öllum sextán skip- verjum flutningaskipsins á ótrúlegan hátt. Sú hætta sem þeir lögðu sig í er hreinlega með eindæmum. Skipið sjálft fórst ásamt öllum farminum. Onýtum gámum og innihaldi þeirra skolaði á land og var eins og hráviði út um allt. En það var allt í lagi.Tryggingarnar borguðu. SKV 2. tbl. 2012 SKÝ 29

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.