Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 32
Dugnaður í Skálanesi
Ferðaþjónusta: Matur, gisting og
ferðir.
Smábúskapur.
Umhverfismál og rannsóknir.
Skógrækt.
Dúntekjur af æðarvarpi.
Framleiðsla á gæðasængum.
Almennar þýðingar.
Ritstörf.
Þýðingar á tollalöggjöf ESB.
FÁ ÁSTRÍÐU FYRIR NÁMI
Oli segist oft fá til sín nema í t.d. líffræði,
dýrafræði og vistfræði sem hafi verið flinkir
í raungreinum í menntaskóla og því ákveðið
að taka þessi fög í framhaldsnámi. Flestir
virðist þeir nálgast fag sitt með e.k. raun-
vísindanaumhyggju og kunni verklagið vel,
en skorti hins vegar stundum ástríðu fyrir
viðfangsefnum sínum og hefðu því alveg
eins getað farið í önnur fog.
„Eg vildi búa til deiglu fyrir þessa krakka
þar sem enginn væri að predika yfir þeim,
þeir hittu fyrir mismunandi aðila, sjónarmið
og fagsvið, yrðu fyrir alls kyns áhrifum og
röðuðu upp á nýtt. Ofit hef ég fengið
þakkarbréf frá fólki sem segir að eftir að
það var hjá okkur hafi það fengið ástríðu
fyrir náminu sínu og einkunnir orðið það
góðar að fengist hafi námsstyrkir til að fara
í masters- eða doktorsnám. Ég er ekki að
þakka mér þetta, heldur er Skálanes hinn
fullkomni staður til að vekja þessi áhrif.“
&£ 'V • w. !
i
.wm*
Æðarfugl í Skálaneslandi.
í Skálanes kemur fræðafólk á öllum aldri
hvaðanæva úr heiminum til að leggja stund á
þekkingarleit.
Skálanes er tilraunakenndur staður sem
taka á breytingum í stefnu og sjónarmiðum
eftir því sem fram vindur. Fólkið sem kem-
ur á staðinn er afar íjölbreytilegt og með
mismunandi bakgrunn, en allir leggja eitt-
hvað til málanna og skilja eftir uppbyggileg
áhrif. Þarna kemur fólk til að safna gögnum
og ljúka mastersritgerðum, vísinda-, tón-
listar- og myndlistarfólk, frægt fólk og
ófrægt.
Fyrir tveimur árum voru sjö manns að
hlaða torfi í millivegg á lóðinni við húsin og
taldist Öla til að í hópnum væri ríflega
hundrað ára námstími á háskólastigi. Einn
var frá Skotlandi og dundaði við að senda
Karli Bretaprins vini sínum sms milli þess
sem hann lagði torf í vegginn. Þá hafa
erlendir ferðalangar stigið þarna sín fyrstu
skref utan skilgreindra göngustíga úr steypu
eða malbiki, nefnilega í æðarvarpi Skála-
ness.
„Upplýsingaflæðið sem allt þetta fólk
skapar er gríðarlegt," segir Óli og líkir
þessu við að vera á stöðugri fagráðstefnu í
vinnunni. „Við getum þróað þetta stans-
laust. En Skálanes er ekki sjálfboða- né
góðgerðarsamtök, vegna þess að skattalega
gengur það bara ekki upp. Eg þarf að rukka
Það er vistlegt í Skálanesstofu.
Skálanes hvílir á ysta annesi og þar eru litbrigði
jarðar og himins margvísleg.
fólk fyrir mat, gistingu og ferðir. Við erum
því með blöndu af ferðaþjónustu, smá-
búskap, umhverfismál og rannsóknir. Við
ræktum líka skóg í Skálanesi og kannski
verðum við einhvern tíma sjálfbær með við.
Dúntekjan gerir okkur svo kleift að selja
gæðasængur undir Skálanesvörumerkinu út
um allan heim.“
SKAPAÐI NÝJA ATVINNUGREIN
Rannveig er gangandi hugmyndabanki og
þau eru ófá samfélagslegu uppbyggingar-
verkefnin sem hún hefur komið að. Hún er
virk í austfirskri heimildasöfnun og tíma-
ritaútgáfii, hefur stjórnað og tengst aust-
firskum söfnum og menningartengdum
alþjóðlegum og innlendum verkefnum.
Hún skrifaði fyrir nokkrum árum lífssögu
Önnu Mörtu Guðmundsdóttur á Hesteyri í
Mjóafirði, Eg hef nú sjaldan verið algild,
sem vakti mikla athygli. Bókin, sem er gefin
út af Hólum, fékk metsölu og Rannveig
segir það hafa verið afar ánægjulegt en að
sama skapi þori hún varla að skrifa aðra bók
og hafi enn ekki fundið jafnmagnað við-
fangsefni og Önnu heitna. Rannveig er þó
með aðra bók í smíðum fyrir Hóla, sem
byggist á sögnum frá Seyðisfirði og er
væntanleg til útgáfu á næsta ári.
„Þýðingarnar eru þó drýgstar enda mest
upp úr þeim að hafa.“ Segja má að Rann-
veig og hópur þýðenda á Austurlandi, sem
tók sameiginlega ákvörðun um að taka þátt
í útboði, hafi skapað nýja atvinnugrein á
svæðinu með því að ná samningum við
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins um
þýðingu á tollalöggjöf Evrópusambandsins.
„Stuðningur Vaxtarsamnings Austur-
lands, sem gerði okkur kleift að þjálfa okkur
upp í ákveðinni færni, skipti miklu um
framkvæmd verkefnisins. Velgengni þess vil
32 SKÝ 2. tbl.2012