Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 33

Ský - 01.04.2012, Blaðsíða 33
Fyrirtœkið Sagnabrunnur varð til í kringum eitt stafrœnt upptökutœki og hugmyndina um að Rannveig gœti unnið með orð í Skólanesi. „Nú legg ég stund ó þýðingar, ritstörf, varðveiti gamlar frósagnir og er með nokkuð af fólki í vinnu við ég fyrst og fremst þakka frábæru samstarfs- fólki. Eg tel að styrkur góðra og traustra samstarfsaðila hafi lyft grettistaki enda hlýtur það ætíð að vera styrkur að vinna saman í stað þess að einyrkjar vinni hver í sínu horni að svipuðum verkefnum. Við erum nú sex að vinna að þýðingunum og lögðum hart að okkur til að verða sam- keppnishæf. Við gerum ráð fyrir að minnsta kosti þriggja ára samstarfi við Þýðingamið- stöðina. Þýðingarnar hafa gengið vel og ég geri ráð fýrir að bæta við fólki í vor. Þetta er því orðin stór atvinnugrein, í það minnsta fyrir okkur sem að þessu komum.“ ýmis verkefni," segir Rannveig. LIFA DRAUM SINN Um það hvort þau Rannveig og Oli séu að búa til eftirbreytniverðan míkrókosmos í Skálanesi segja þau svo ekki endilega vera, en hugsanlega gæti svæðið orðið innblástur fyrir fleiri þegar tímar líða. Þau séu fjöl- mörg íslensku annesin sem svona mætti nýta. A einhverjum tímapunkti verði stað- urinn kannski nógu stöndugur af upplýs- ingum og praktískri nálgun til að verða áhugaverður á landsvísu, Norður-Atlants- hafsvísu eða víðar. Öli segir þetta módel ekki að fmna á mörgum öðrum stöðum í heiminum, ekki að það sé eitthvað merki- legra en annað, en hann hafi hitt margt fólk með innsýn í fjölda málaflokka sem segi Skálanes sérstakt í samsetningu á viðfangsefnum, stefnu og rekstrarfyrir- komulagi. „Við höfum valið okkur þessa nálgun á sjálfbærni og náttúruvernd og munum örugglega ganga lengra í þeim efnum eftir því sem tímar líða,“ segir Rannveig. „Við þurfum að hafa börnin hér í skólanum og erum í bili betur sett inni í bænum á vetr- um, en sjáum fyrir okkur að fara meira út í Skálanes í framtíðinni. Það má segja að við lifum draumsýn okkar.“ SKV 0 U L J Lrél SM 0U U I£0 U L CAI NÝJAR VÖRUR OG SKEMMTILEGIR eitir www.janus.no J anusbúóin Laugavegi 25 Hafnarstræti 99-101 101 Reykjavík 600 Akureyri s. 552-7499 s. 461-3006 2. tbl. 2012 SKÝ 33

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.